Fréttir

Hönn­un­ar­mars í Lands­bank­an­um – við­burð­ir og heim­sókn­ir til hönnuða

27. apríl 2023

Landsbankinn er styrktaraðili Hönnunarmars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í nýju húsi bankans við Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við átta hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.

Myndbönd af heimsóknum okkar til hönnuða munu birtast eitt af öðru á Youtube-rás bankans næstu daga. Það er gífurleg gróska og mikið um að vera í hönnunarsamfélaginu á Íslandi en Hönnunarmars er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.

Youtube-rás Landsbankans

Í bankanum verða þrír viðburðir sem tengjast Hönnunamars.

Fjárfestum í hönnun – Örerindi og pallborðsumræður um fjármögnun

Hér sköpum við vettvang til að fjalla um tækifærin sem felast í að fjárfesta í hönnun og mikilvægi þess. Hvers vegna á að fjárfesta í hönnun og hvaða leiðir hafa hönnuðir til að sækja sér fjármagn? Reynslumiklir einstaklingar úr heimi hönnunar og fjárfestinga deila sinni sýn, svara spurningum og taka þátt í umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni. Fram koma m.a. Anders Färdig, framkvæmdastjóri Design House Stockholm, Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop, Helga Valfells, Crowberry Capital, Ragna Margrét Guðmundsdóttir, Pikkoló og Sigurður Þorsteinsson, aðalhönnuður hjá Design Group Italia. Fundarstjóri er Snorri Másson, fjölmiðlamaður.

Tímasetning: Fimmtudagur 4. maí frá kl. 16.30-18.30

Athugið að viðburðurinn fer fram á ensku.

Skráning á fjárfestum í hönnun

Byggt til framtíðar - Hönnun og hugmyndafræði í nýju húsi Landsbankans

Nýju húsi Landsbankans við Reykjastræti er ætlað að efla mannlíf og stuðla að aukinni samvinnu. Húsið er mikilvægur hluti af nýju hverfi sem risið hefur við Hörpu í miðborg Reykjavíkur. Fjallað verður um þau metnaðarfullu markmið um nútímalegt vinnuumhverfi, sjálfbærni, birtu, flæði og hlutverk í nærumhverfi sem miðað var við á öllum stigum hönnunar og við byggingu hússins. Fyrirlesarar eru Halldóra Vífilsdóttir, framkvæmdastjóri Nordic Office of Architecture og verkefnastjóri nýbyggingar Landsbankans, Helgi Mar Hallgrímsson, arkitekt hjá Nordic Office of Architecture og Jonas Toft Lehman, arkitekt hjá C.F. Møller.

Tímasetning: Föstudagur 5. maí frá kl. 16.30-18.30

Athugið að viðburðurinn fer fram á ensku. Að fyrirlestrunum loknum verður gestum boðið í göngu um húsið.

Skráning fór fram á vef Hönnunarmars og er fullbókað á þennan viðburð.

Bankinn flytur - Leiðsögn um Reykjastræti 6

Flutningar í nýtt húsnæði Landsbankans við Reykjastræti 6 hófust í lok mars 2023. Í sumar mun bankinn yfirgefa Austurstræti 11 þar sem hann hefur verið samfellt í 99 ár en saga bankans í Austurstræti nær allt til ársins 1898.

Laugardaginn 6. maí verður boðið upp á göngur um húsið undir leiðsögn Halldóru Vífilsdóttur, arkitekts sem var verkefnastjóri nýbyggingarinnar. Allir eru velkomnir en þátttaka er takmörkuð við 30 manns í hverja göngu.

Tímasetning: Laugardagur 6. maí. Alls er um fjórar göngur að ræða.

Skráning í leiðsögn um Reykjastræti 6

Þú gætir einnig haft áhuga á
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Á mynd er stjórn sjóðsins: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Vigdís S. Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins,  Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.  
11. nóv. 2024
Háskólasjóður Eimskipafélagsins 60 ára
Í dag, 11. nóvember, eru 60 ár liðin frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur