Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Hönn­un­ar­mars í Lands­bank­an­um – við­burð­ir og heim­sókn­ir til hönnuða

27. apríl 2023

Landsbankinn er styrktaraðili Hönnunarmars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í nýju húsi bankans við Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við átta hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.

Myndbönd af heimsóknum okkar til hönnuða munu birtast eitt af öðru á Youtube-rás bankans næstu daga. Það er gífurleg gróska og mikið um að vera í hönnunarsamfélaginu á Íslandi en Hönnunarmars er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.

Youtube-rás Landsbankans

Í bankanum verða þrír viðburðir sem tengjast Hönnunamars.

Fjárfestum í hönnun – Örerindi og pallborðsumræður um fjármögnun

Hér sköpum við vettvang til að fjalla um tækifærin sem felast í að fjárfesta í hönnun og mikilvægi þess. Hvers vegna á að fjárfesta í hönnun og hvaða leiðir hafa hönnuðir til að sækja sér fjármagn? Reynslumiklir einstaklingar úr heimi hönnunar og fjárfestinga deila sinni sýn, svara spurningum og taka þátt í umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni. Fram koma m.a. Anders Färdig, framkvæmdastjóri Design House Stockholm, Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop, Helga Valfells, Crowberry Capital, Ragna Margrét Guðmundsdóttir, Pikkoló og Sigurður Þorsteinsson, aðalhönnuður hjá Design Group Italia. Fundarstjóri er Snorri Másson, fjölmiðlamaður.

Tímasetning: Fimmtudagur 4. maí frá kl. 16.30-18.30

Athugið að viðburðurinn fer fram á ensku.

Skráning á fjárfestum í hönnun

Byggt til framtíðar - Hönnun og hugmyndafræði í nýju húsi Landsbankans

Nýju húsi Landsbankans við Reykjastræti er ætlað að efla mannlíf og stuðla að aukinni samvinnu. Húsið er mikilvægur hluti af nýju hverfi sem risið hefur við Hörpu í miðborg Reykjavíkur. Fjallað verður um þau metnaðarfullu markmið um nútímalegt vinnuumhverfi, sjálfbærni, birtu, flæði og hlutverk í nærumhverfi sem miðað var við á öllum stigum hönnunar og við byggingu hússins. Fyrirlesarar eru Halldóra Vífilsdóttir, framkvæmdastjóri Nordic Office of Architecture og verkefnastjóri nýbyggingar Landsbankans, Helgi Mar Hallgrímsson, arkitekt hjá Nordic Office of Architecture og Jonas Toft Lehman, arkitekt hjá C.F. Møller.

Tímasetning: Föstudagur 5. maí frá kl. 16.30-18.30

Athugið að viðburðurinn fer fram á ensku. Að fyrirlestrunum loknum verður gestum boðið í göngu um húsið.

Skráning fór fram á vef Hönnunarmars og er fullbókað á þennan viðburð.

Bankinn flytur - Leiðsögn um Reykjastræti 6

Flutningar í nýtt húsnæði Landsbankans við Reykjastræti 6 hófust í lok mars 2023. Í sumar mun bankinn yfirgefa Austurstræti 11 þar sem hann hefur verið samfellt í 99 ár en saga bankans í Austurstræti nær allt til ársins 1898.

Laugardaginn 6. maí verður boðið upp á göngur um húsið undir leiðsögn Halldóru Vífilsdóttur, arkitekts sem var verkefnastjóri nýbyggingarinnar. Allir eru velkomnir en þátttaka er takmörkuð við 30 manns í hverja göngu.

Tímasetning: Laugardagur 6. maí. Alls er um fjórar göngur að ræða.

Skráning í leiðsögn um Reykjastræti 6

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.