Fréttir

Hönn­un­ar­mars í Lands­bank­an­um – við­burð­ir og heim­sókn­ir til hönnuða

27. apríl 2023

Landsbankinn er styrktaraðili Hönnunarmars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í nýju húsi bankans við Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við átta hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.

Myndbönd af heimsóknum okkar til hönnuða munu birtast eitt af öðru á Youtube-rás bankans næstu daga. Það er gífurleg gróska og mikið um að vera í hönnunarsamfélaginu á Íslandi en Hönnunarmars er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.

Youtube-rás Landsbankans

Í bankanum verða þrír viðburðir sem tengjast Hönnunamars.

Fjárfestum í hönnun – Örerindi og pallborðsumræður um fjármögnun

Hér sköpum við vettvang til að fjalla um tækifærin sem felast í að fjárfesta í hönnun og mikilvægi þess. Hvers vegna á að fjárfesta í hönnun og hvaða leiðir hafa hönnuðir til að sækja sér fjármagn? Reynslumiklir einstaklingar úr heimi hönnunar og fjárfestinga deila sinni sýn, svara spurningum og taka þátt í umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni. Fram koma m.a. Anders Färdig, framkvæmdastjóri Design House Stockholm, Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop, Helga Valfells, Crowberry Capital, Ragna Margrét Guðmundsdóttir, Pikkoló og Sigurður Þorsteinsson, aðalhönnuður hjá Design Group Italia. Fundarstjóri er Snorri Másson, fjölmiðlamaður.

Tímasetning: Fimmtudagur 4. maí frá kl. 16.30-18.30

Athugið að viðburðurinn fer fram á ensku.

Skráning á fjárfestum í hönnun

Byggt til framtíðar - Hönnun og hugmyndafræði í nýju húsi Landsbankans

Nýju húsi Landsbankans við Reykjastræti er ætlað að efla mannlíf og stuðla að aukinni samvinnu. Húsið er mikilvægur hluti af nýju hverfi sem risið hefur við Hörpu í miðborg Reykjavíkur. Fjallað verður um þau metnaðarfullu markmið um nútímalegt vinnuumhverfi, sjálfbærni, birtu, flæði og hlutverk í nærumhverfi sem miðað var við á öllum stigum hönnunar og við byggingu hússins. Fyrirlesarar eru Halldóra Vífilsdóttir, framkvæmdastjóri Nordic Office of Architecture og verkefnastjóri nýbyggingar Landsbankans, Helgi Mar Hallgrímsson, arkitekt hjá Nordic Office of Architecture og Jonas Toft Lehman, arkitekt hjá C.F. Møller.

Tímasetning: Föstudagur 5. maí frá kl. 16.30-18.30

Athugið að viðburðurinn fer fram á ensku. Að fyrirlestrunum loknum verður gestum boðið í göngu um húsið.

Skráning fór fram á vef Hönnunarmars og er fullbókað á þennan viðburð.

Bankinn flytur - Leiðsögn um Reykjastræti 6

Flutningar í nýtt húsnæði Landsbankans við Reykjastræti 6 hófust í lok mars 2023. Í sumar mun bankinn yfirgefa Austurstræti 11 þar sem hann hefur verið samfellt í 99 ár en saga bankans í Austurstræti nær allt til ársins 1898.

Laugardaginn 6. maí verður boðið upp á göngur um húsið undir leiðsögn Halldóru Vífilsdóttur, arkitekts sem var verkefnastjóri nýbyggingarinnar. Allir eru velkomnir en þátttaka er takmörkuð við 30 manns í hverja göngu.

Tímasetning: Laugardagur 6. maí. Alls er um fjórar göngur að ræða.

Skráning í leiðsögn um Reykjastræti 6

Þú gætir einnig haft áhuga á
26. maí 2023

Takk fyrir komuna á Fjármálamót!

Við þökkum þátttakendum í Fjármálamóti: Fjármál og frami, sem fram fór á þriðjudaginn, fyrir frábæra mætingu og líflegar umræður um stöðu ungs fólks á atvinnumarkaði.
New temp image
25. maí 2023

Ný útgáfa af almennum viðskiptaskilmálum

Við höfum birt nýja útgáfu af almennum viðskiptaskilmálum bankans. Skilmálarnir gilda í viðskiptum milli Landsbankans og viðskiptavina, hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Auk skilmálanna gilda, eftir atvikum, ákvæði samninga, skilmála og reglna um einstakar vörur eða þjónustu sem bankinn kann að veita viðskiptavini.
Gluggar
17. maí 2023

Fjármál og frami ungs fólks

Landsbankinn býður ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á atvinnumarkaði upp á fræðsluerindi í nýju húsnæði bankans við Reykjastræti, þriðjudaginn 23. maí 2023.
HönnunarMars
9. maí 2023

Frábær HönnunarMars að baki

Fjöldi fólks lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans við Reykjastræti í liðinni viku til að sækja þrjá viðburði bankans í samstarfi við HönnunarMars.
5. maí 2023

Landsbankinn er áfram fremstur í flokki í UFS-áhættumati Sustainalytics

Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS-áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 8,5 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi hættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).
Fólk í sumarbústað
3. maí 2023

Einfalt að stilla sameiginlega sýn á fjármálin í appinu

Nú getur þú notað Landsbankaappið til að velja hvort þú veitir öðrum skoðunaraðgang að fjármálunum þínum eða leyfi til að framkvæma helstu aðgerðir fyrir þína hönd. Þú getur einnig fellt aðgangsheimildir niður með einföldum hætti.
New temp image
27. apríl 2023

Godziny otwarcia w Kópasker i Raufarhöfn ulegną w lecie zmianie

Godziny otwarcia oddziałów Landsbankinn w Kópasker i Raufarhöfn ulegną w lecie zmianie, która będzie obowiązywać od 1 maja do 30 września br.
New temp image
27. apríl 2023

Afgreiðslutími á Kópaskeri og Raufarhöfn breytist í sumar

Afgreiðslutími Landsbankans á Kópaskeri og Raufarhöfn mun breytast í sumar og gilda breytingarnar frá 1. maí til 30. september.
New temp image
26. apríl 2023

Kortareikningar nú gefnir út af Rapyd Europe en ekki Valitor

Við vekjum athygli á því að þar sem kortafyrirtækin Valitor og Rapyd Europe hafa sameinast verða reikningar vegna notkunar á VISA-kreditkortum framvegis gefnir út af Rapyd Europe en ekki Valitor. 
Landslag
24. apríl 2023

Hagspá 2023-2025: Hægari taktur eftir hraðan viðsnúning

Í nýrri hagspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir 3,2% hagvexti á árinu 2023 sem er töluvert bjartsýnna en spá deildarinnar frá því í haust. Ein helsta ástæðan fyrir bjartsýnni spá er að horfur í ferðaþjónustu eru betri en áður.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur