Fréttir

Hönn­un­ar­mars í Lands­bank­an­um – við­burð­ir og heim­sókn­ir til hönn­uða

27. apríl 2023

Landsbankinn er styrktaraðili Hönnunarmars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í nýju húsi bankans við Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við átta hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.

Myndbönd af heimsóknum okkar til hönnuða munu birtast eitt af öðru á Youtube-rás bankans næstu daga. Það er gífurleg gróska og mikið um að vera í hönnunarsamfélaginu á Íslandi en Hönnunarmars er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.

Youtube-rás Landsbankans

Í bankanum verða þrír viðburðir sem tengjast Hönnunamars.

Fjárfestum í hönnun – Örerindi og pallborðsumræður um fjármögnun

Hér sköpum við vettvang til að fjalla um tækifærin sem felast í að fjárfesta í hönnun og mikilvægi þess. Hvers vegna á að fjárfesta í hönnun og hvaða leiðir hafa hönnuðir til að sækja sér fjármagn? Reynslumiklir einstaklingar úr heimi hönnunar og fjárfestinga deila sinni sýn, svara spurningum og taka þátt í umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni. Fram koma m.a. Anders Färdig, framkvæmdastjóri Design House Stockholm, Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop, Helga Valfells, Crowberry Capital, Ragna Margrét Guðmundsdóttir, Pikkoló og Sigurður Þorsteinsson, aðalhönnuður hjá Design Group Italia. Fundarstjóri er Snorri Másson, fjölmiðlamaður.

Tímasetning: Fimmtudagur 4. maí frá kl. 16.30-18.30

Athugið að viðburðurinn fer fram á ensku.

Skráning á fjárfestum í hönnun

Byggt til framtíðar - Hönnun og hugmyndafræði í nýju húsi Landsbankans

Nýju húsi Landsbankans við Reykjastræti er ætlað að efla mannlíf og stuðla að aukinni samvinnu. Húsið er mikilvægur hluti af nýju hverfi sem risið hefur við Hörpu í miðborg Reykjavíkur. Fjallað verður um þau metnaðarfullu markmið um nútímalegt vinnuumhverfi, sjálfbærni, birtu, flæði og hlutverk í nærumhverfi sem miðað var við á öllum stigum hönnunar og við byggingu hússins. Fyrirlesarar eru Halldóra Vífilsdóttir, framkvæmdastjóri Nordic Office of Architecture og verkefnastjóri nýbyggingar Landsbankans, Helgi Mar Hallgrímsson, arkitekt hjá Nordic Office of Architecture og Jonas Toft Lehman, arkitekt hjá C.F. Møller.

Tímasetning: Föstudagur 5. maí frá kl. 16.30-18.30

Athugið að viðburðurinn fer fram á ensku. Að fyrirlestrunum loknum verður gestum boðið í göngu um húsið.

Skráning fór fram á vef Hönnunarmars og er fullbókað á þennan viðburð.

Bankinn flytur - Leiðsögn um Reykjastræti 6

Flutningar í nýtt húsnæði Landsbankans við Reykjastræti 6 hófust í lok mars 2023. Í sumar mun bankinn yfirgefa Austurstræti 11 þar sem hann hefur verið samfellt í 99 ár en saga bankans í Austurstræti nær allt til ársins 1898.

Laugardaginn 6. maí verður boðið upp á göngur um húsið undir leiðsögn Halldóru Vífilsdóttur, arkitekts sem var verkefnastjóri nýbyggingarinnar. Allir eru velkomnir en þátttaka er takmörkuð við 30 manns í hverja göngu.

Tímasetning: Laugardagur 6. maí. Alls er um fjórar göngur að ræða.

Skráning í leiðsögn um Reykjastræti 6

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur