Fréttir

Hopp Reykja­vík fær sjálf­bærni­merki Lands­bank­ans

Hopp Reykjavík fær sjálfbærnimerki Landsbankans
3. apríl 2023

Hopp Reykjavík, sem er þekkt fyrir sínar grænu rafskútur, hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans þar sem yfir 90% af tekjum félagsins koma frá sjálfbærum verkefnum. Þar með uppfyllir fjármögnun félagsins í heild skilyrði um sjálfbæra fjármögnun, samkvæmt sjálfbærri fjármálaumgjörð Landsbankans.

Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur, segir:

„Hopp Reykjavík er fyrsta og í dag stærsta sérleyfi vörumerkisins Hopp en í dag eru sérleyfin orðin yfir 30 talsins í 8 löndum. Hopp er íslenskt vörumerki og umhverfisvæn samgöngulausn sem gefur fólki betra og fjölbreyttara val um það hvernig það ferðast. Allur hugbúnaður Hopp er þróaður á Íslandi. Umhverfisgildi Hopp er það sem gerir vörumerkið einstakt ásamt því að Hopp breytir ekki bara samgöngum, heldur hefur einnig áhrif á umhverfis- og skipulagsmál borga og bæjarfélaga. Hopp hefur heldur betur sett svip sinn á Reykjavík, tengt hverfin og sveitarfélögin og fært þau nær hvert öðru. Enginn vafi er á að Hopp hefur stórbætt og breytt samgönguvenjum borgarbúa.

Alla daga ársins vinnur Hopp Reykjavík að sjálfbærni og axlar samfélagslega ábyrgð með því að bjóða upp á umhverfisvænar samgöngulausnir. Það eru ekki bara rafskúturnar sem eru rafdrifnar heldur hefur Hopp Reykjavík frá upphafi aðeins notað rafbíla vegna starfseminnar. Allir deilibílarnir okkar eru einnig rafbílar og því hefur útblástur frá bílum félagsins samtals verið núll! Fókus okkar, eins og allra annarra sérleyfishafa Hopp, er á kolefnisspor, kolefnisjöfnun og endurnýtingu í rekstri.

Við erum afar stolt og þakklát að tilheyra hópi fyrirtækja sem hlotið hafa sjálfbærnimerki Landsbankans.“

Á myndinni eru Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur og Arnbjörn Már Rafnsson, forstöðumaður Bíla- og tækjafjármögnunar fyrirtækja hjá Landsbankanum.

Sjálfbærnimerki
Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur