Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Hopp Reykja­vík fær sjálf­bærni­merki Lands­bank­ans

Hopp Reykjavík fær sjálfbærnimerki Landsbankans
3. apríl 2023

Hopp Reykjavík, sem er þekkt fyrir sínar grænu rafskútur, hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans þar sem yfir 90% af tekjum félagsins koma frá sjálfbærum verkefnum. Þar með uppfyllir fjármögnun félagsins í heild skilyrði um sjálfbæra fjármögnun, samkvæmt sjálfbærri fjármálaumgjörð Landsbankans.

Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur, segir:

„Hopp Reykjavík er fyrsta og í dag stærsta sérleyfi vörumerkisins Hopp en í dag eru sérleyfin orðin yfir 30 talsins í 8 löndum. Hopp er íslenskt vörumerki og umhverfisvæn samgöngulausn sem gefur fólki betra og fjölbreyttara val um það hvernig það ferðast. Allur hugbúnaður Hopp er þróaður á Íslandi. Umhverfisgildi Hopp er það sem gerir vörumerkið einstakt ásamt því að Hopp breytir ekki bara samgöngum, heldur hefur einnig áhrif á umhverfis- og skipulagsmál borga og bæjarfélaga. Hopp hefur heldur betur sett svip sinn á Reykjavík, tengt hverfin og sveitarfélögin og fært þau nær hvert öðru. Enginn vafi er á að Hopp hefur stórbætt og breytt samgönguvenjum borgarbúa.

Alla daga ársins vinnur Hopp Reykjavík að sjálfbærni og axlar samfélagslega ábyrgð með því að bjóða upp á umhverfisvænar samgöngulausnir. Það eru ekki bara rafskúturnar sem eru rafdrifnar heldur hefur Hopp Reykjavík frá upphafi aðeins notað rafbíla vegna starfseminnar. Allir deilibílarnir okkar eru einnig rafbílar og því hefur útblástur frá bílum félagsins samtals verið núll! Fókus okkar, eins og allra annarra sérleyfishafa Hopp, er á kolefnisspor, kolefnisjöfnun og endurnýtingu í rekstri.

Við erum afar stolt og þakklát að tilheyra hópi fyrirtækja sem hlotið hafa sjálfbærnimerki Landsbankans.“

Á myndinni eru Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur og Arnbjörn Már Rafnsson, forstöðumaður Bíla- og tækjafjármögnunar fyrirtækja hjá Landsbankanum.

Sjálfbærnimerki
Þú gætir einnig haft áhuga á
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.