Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Hopp Reykja­vík fær sjálf­bærni­merki Lands­bank­ans

Hopp Reykjavík fær sjálfbærnimerki Landsbankans
3. apríl 2023

Hopp Reykjavík, sem er þekkt fyrir sínar grænu rafskútur, hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans þar sem yfir 90% af tekjum félagsins koma frá sjálfbærum verkefnum. Þar með uppfyllir fjármögnun félagsins í heild skilyrði um sjálfbæra fjármögnun, samkvæmt sjálfbærri fjármálaumgjörð Landsbankans.

Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur, segir:

„Hopp Reykjavík er fyrsta og í dag stærsta sérleyfi vörumerkisins Hopp en í dag eru sérleyfin orðin yfir 30 talsins í 8 löndum. Hopp er íslenskt vörumerki og umhverfisvæn samgöngulausn sem gefur fólki betra og fjölbreyttara val um það hvernig það ferðast. Allur hugbúnaður Hopp er þróaður á Íslandi. Umhverfisgildi Hopp er það sem gerir vörumerkið einstakt ásamt því að Hopp breytir ekki bara samgöngum, heldur hefur einnig áhrif á umhverfis- og skipulagsmál borga og bæjarfélaga. Hopp hefur heldur betur sett svip sinn á Reykjavík, tengt hverfin og sveitarfélögin og fært þau nær hvert öðru. Enginn vafi er á að Hopp hefur stórbætt og breytt samgönguvenjum borgarbúa.

Alla daga ársins vinnur Hopp Reykjavík að sjálfbærni og axlar samfélagslega ábyrgð með því að bjóða upp á umhverfisvænar samgöngulausnir. Það eru ekki bara rafskúturnar sem eru rafdrifnar heldur hefur Hopp Reykjavík frá upphafi aðeins notað rafbíla vegna starfseminnar. Allir deilibílarnir okkar eru einnig rafbílar og því hefur útblástur frá bílum félagsins samtals verið núll! Fókus okkar, eins og allra annarra sérleyfishafa Hopp, er á kolefnisspor, kolefnisjöfnun og endurnýtingu í rekstri.

Við erum afar stolt og þakklát að tilheyra hópi fyrirtækja sem hlotið hafa sjálfbærnimerki Landsbankans.“

Á myndinni eru Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur og Arnbjörn Már Rafnsson, forstöðumaður Bíla- og tækjafjármögnunar fyrirtækja hjá Landsbankanum.

Sjálfbærnimerki
Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
28. apríl 2025
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í A-
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.