Fréttir

Hopp Reykja­vík fær sjálf­bærni­merki Lands­bank­ans

Hopp Reykjavík fær sjálfbærnimerki Landsbankans
3. apríl 2023

Hopp Reykjavík, sem er þekkt fyrir sínar grænu rafskútur, hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans þar sem yfir 90% af tekjum félagsins koma frá sjálfbærum verkefnum. Þar með uppfyllir fjármögnun félagsins í heild skilyrði um sjálfbæra fjármögnun, samkvæmt sjálfbærri fjármálaumgjörð Landsbankans.

Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur, segir:

„Hopp Reykjavík er fyrsta og í dag stærsta sérleyfi vörumerkisins Hopp en í dag eru sérleyfin orðin yfir 30 talsins í 8 löndum. Hopp er íslenskt vörumerki og umhverfisvæn samgöngulausn sem gefur fólki betra og fjölbreyttara val um það hvernig það ferðast. Allur hugbúnaður Hopp er þróaður á Íslandi. Umhverfisgildi Hopp er það sem gerir vörumerkið einstakt ásamt því að Hopp breytir ekki bara samgöngum, heldur hefur einnig áhrif á umhverfis- og skipulagsmál borga og bæjarfélaga. Hopp hefur heldur betur sett svip sinn á Reykjavík, tengt hverfin og sveitarfélögin og fært þau nær hvert öðru. Enginn vafi er á að Hopp hefur stórbætt og breytt samgönguvenjum borgarbúa.

Alla daga ársins vinnur Hopp Reykjavík að sjálfbærni og axlar samfélagslega ábyrgð með því að bjóða upp á umhverfisvænar samgöngulausnir. Það eru ekki bara rafskúturnar sem eru rafdrifnar heldur hefur Hopp Reykjavík frá upphafi aðeins notað rafbíla vegna starfseminnar. Allir deilibílarnir okkar eru einnig rafbílar og því hefur útblástur frá bílum félagsins samtals verið núll! Fókus okkar, eins og allra annarra sérleyfishafa Hopp, er á kolefnisspor, kolefnisjöfnun og endurnýtingu í rekstri.

Við erum afar stolt og þakklát að tilheyra hópi fyrirtækja sem hlotið hafa sjálfbærnimerki Landsbankans.“

Á myndinni eru Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur og Arnbjörn Már Rafnsson, forstöðumaður Bíla- og tækjafjármögnunar fyrirtækja hjá Landsbankanum.

Sjálfbærnimerki
Þú gætir einnig haft áhuga á
Grindavík
22. feb. 2024
Grindvíkingar halda óbreyttum vaxtakjörum við kaup á nýrri íbúð
Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign.
Krossmói
22. feb. 2024
Zebranie dotyczące finansów: Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn oraz Związek Zawodowy Marynarzy i Rybaków w Keflavíku i okolicach (VSFK) zapraszają na zebranie informacyjne w języku polskim na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego.
Krossmói
22. feb. 2024
Fjármálamót: Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Landsbankinn og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis (VSFK) standa fyrir fræðslufundi á pólsku um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi.
Grænland
13. feb. 2024
Fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjafi í vel heppnuðu hlutafjárútboði Amaroq
Amaroq Minerals Ltd., félag sem starfar á sviði námuvinnslu og er handhafi réttinda til leitar að verðmætum málmum í jörðu á Suður-Grænlandi, lauk í gær vel heppnuðu hlutafjárútboði að andvirði 7,6 milljarða íslenskra króna.
Reykjanesbær
13. feb. 2024
Nasz oddział w Reykjanesbær przy Krossmóar 4a został ponownie otwarty
Serdecznie witamy Klientów w tych samych godzinach otwarcia co wcześniej, tj. w godz. 10.00‒16.00 w każdy dzień roboczy.
Reykjanesbær
12. feb. 2024
Útibú bankans í Reykjanesbæ opið
Útibú okkar í Reykjanesbæ að Krossmóum 4a hefur verið opnað að nýju.
Gulleggið 2024
9. feb. 2024
Sea Growth er sigurvegari Gulleggsins 2024
Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Sjávarklasinn
8. feb. 2024
Landsbankinn hefur samstarf við Íslenska sjávarklasann
Íslenski sjávarklasinn og Landsbankinn hafa hafið samstarf sem miðar að því að styðja við aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu. Áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á þeim áskorunum sem rótgrónari fyrirtæki standa frammi fyrir, auk þess að styðja við frumkvöðla sem vinna verðmæti úr því sem áður var fargað.
Netbanki
26. jan. 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 29. janúar. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti til kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Reykjastræti
23. jan. 2024
Skert þjónusta í hraðbönkum vegna kerfisuppfærslu
Vegna kerfisuppfærslu verða hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki lokuð milli kl. 21.00 og 23.30 þriðjudagskvöldið 23. janúar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur