Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Innlánavextir
- Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 1,0 prósentustig.
- Viðskiptavinir fá 7,00% vexti þegar þeir spara í appinu.
- Vextir á óverðtryggðum Fasteignagrunni verða 7,65%.
- Vextir á Kjörbók hækka um 1,00 prósentustig.
- Vextir almennra veltureikninga fyrirtækja hækka um 0,75 prósentustig.
- Vextir á verðtryggðum sparireikningum hækka um 0,25 prósentustig.
Útlánavextir
- Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 1,00 prósentustig og verða 9,00%.
- Breytilegir vextir verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,25 prósentustig.
- Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða hækka um 0,50 prósentustig og fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig.
- Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig.
- Kjörvextir á óverðtryggðum lánum og yfirdráttarlánum hækka um 1,00 prósentustig.
- Verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,25 prósentustig.
Ný vaxtatafla tekur gildi miðvikudaginn 5. apríl 2023 en breytingar á föstum útlánavöxtum taka gildi laugardaginn 1. apríl 2023. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka.
Hver eru áhrifin á lánið mitt?
Við vekjum athygli á fræðslugrein á vef bankans þar sem fjallað er um áhrif vaxtahækkana á lán. Ef lán (neytendalán eða fasteignalán til neytenda) er með breytilega vexti taka breytingarnar gildi 30 dögum eftir að tilkynnt er um breytinguna. Vextir á yfirdráttarheimildum taka gildi um leið og ný vaxtatafla tekur gildi. Vextir lána með fasta vexti breytast ekki á meðan á fastvaxtatímanum stendur.