Fréttir

Vel heppn­að Fjár­mála­mót með stúd­ent­um

Fjármálamót 2023
31. mars 2023

Fyrsti fundur í Fjármálamóti, fræðslufundaröð Landsbankans, var haldinn í Stúdentakjallaranum við Háskóla Íslands á miðvikudaginn, í samstarfi við Stúdentaráð HÍ. Á þessu fyrsta Fjármálamóti var farið yfir fjármál ungs fólks, fasteignamarkaðinn og fyrstu kaup.

Hildur Margrét Jóhannsdóttir, sérfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans, fjallaði um stöðuna á húsnæðismarkaði og hver staða fyrstu kaupenda væri.

Fjármálamót 2023

Wentzel Steinarr R. Kamban, fjármálaráðgjafi hjá bankanum, fór yfir sparnað til fyrstu kaupa, hvenær væri best að byrja að spara og hvaða leiðir væru í boði til að spara til fyrstu íbúðakaupa.

Fjármálamót 2023

Þá hélt Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri á Stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta og upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, erindi um kosti þess að taka sín fyrstu skref á leigumarkaði á stúdentagörðum.

Fjármálamót 2023

Fundurinn var vel sóttur og greinilega mikill áhugi á efninu. Fjölmargar spurningar bárust úr sal svo að líflegar umræður spunnust. Landsbankinn þakkar Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir gott samstarf og stúdentum fyrir sýndan áhuga og góðar umræður.

Fjármálamót er ný fræðslufundaröð sem Landsbankinn stendur fyrir í samstarfi við ýmsa hagsmunaaðila og félagasamtök. Til umfjöllunar verða fjármálin á mismunandi tímamótum á lífsleiðinni, við ákveðnar aðstæður og í tengslum við sérstök málefni eins og netöryggi. Stefnt er að því að boðið verði til næsta Fjármálamóts í nýju húsi bankans við Reykjastræti 6.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Fjármálamót Hvernig stækkað ég fyrirtækið mitt
14. feb. 2025
Hvernig stækka ég fyrirtækið mitt? Opinn fundur á Akureyri 20. febrúar
Á opnum fundi Landsbankans næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar kl. 16.30, ætla eigendur og stjórnendur þriggja fyrirtækja á Akureyri og í Eyjafirði fjalla um hvernig þeir stækkuðu sín fyrirtæki og hvaða áskoranir þeir tókust á við á þeirri vegferð.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur