Rafræn skilríki notuð við kortagreiðslur í netverslun
Nú er beðið um rafræn skilríki við staðfestingu á greiðslum sem gerðar eru með greiðslukortum í netverslun. Áður voru greiðslur staðfestar með því að slá inn kóða sem barst með SMS-i.
Þegar þú greiðir með greiðslukorti í netverslun birtist þessi skjámynd:
Í kjölfarið birtist staðfestingarbeiðni í símanum þínum. Þar kemur fram fjárhæð, mynt og heiti aðilans sem verslað er við. Það er mikilvægt að bera þessar upplýsingar saman við upplýsingarnar sem birtast í netversluninni. Þegar búið er að ganga úr skugga um að um rétta greiðslu er að ræða staðfestir þú greiðsluna með því að slá inn PIN fyrir rafrænu skilríkin þín.
Athugaðu að þú þarft að vera með sama símanúmer skráð á kortið í appinu og þú ert með tengt við rafænu skilríkin.
Frekari upplýsingar um sterka auðkenningu
Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að verjast netsvikum
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú pantað tíma og við aðstoðum þig í næsta útibúi.