Fréttir

AB-Fast­eign­ir fá sjálf­bærni­merki Lands­bank­ans

Sjálfbærnimerki
14. mars 2023

AB-Fasteignir hafa fengið sjálfbærnimerki Landsbankans vegna framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Merkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.

Birkir Þór Guðmundsson, stjórnarformaður og annar af stofnendum AB-Fasteigna ásamt Ásgeiri Mikkaelssyni, segir: „Við erum stoltir af að tilheyra þeim hópi fyrirtækja sem hafa hlotið sjálfbærnimerki Landsbankans og tökum við þeirri viðurkenningu með þakklæti og af auðmýkt. Frá því að AB-Fasteignir hófu að byggja minni vatnsaflsvirkjanir á Íslandi höfum við lagt okkur fram um að lágmarka umhverfisáhrif framkvæmda, ásamt því að hafa afturkræfni mannvirkja félagsins að leiðarljósi. Raforkan sem við framleiðum er að öllu leyti endurnýtanlegur orkugjafi. Það ásamt afturkræfninni styður með sjálfbærum hætti við umhverfisvernd, ásamt því að leggja drjúgan skerf til kolefnisjöfnunar. Framleiðslueiningar okkar eru á jaðarsvæðum í raforkukerfi Íslands. Þannig stuðlum við að betra afhendingaröryggi raforku ásamt því að minnka notkun jarðefnaeldsneytis til raforkuvinnslu þegar þörf er fyrir varaafl í raforkuflutningskerfi landsins. Sjálfbærnimerki Landsbankans er stór viðurkenning og mikilvæg hvatning fyrir okkur til að halda áfram á okkar vegferð að láta gott af okkur leiða fyrir umhverfið, nú á tímum stórátaks í loftslagsmálum og orkuskiptum.“

Á myndinni eru Ásgeir Mikkaelsson og Birkir Þór Guðmundsson, stofnendur og eigendur AB-Fasteigna og Eva Dögg Kristinsdóttir, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum.

Sjálfbærnimerki
Þú gætir einnig haft áhuga á
Á mynd er stjórn sjóðsins: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Vigdís S. Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins,  Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.  
11. nóv. 2024
Háskólasjóður Eimskipafélagsins 60 ára
Í dag, 11. nóvember, eru 60 ár liðin frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins.
11. nóv. 2024
Nýjung í útgáfu Greiningardeildar – fréttabréf á ensku
Mánaðarlegt fréttabréf Greiningardeildar Landsbankans kemur nú einnig út á ensku. Um er að ræða vandaða samantekt á öllum helstu hagstærðum, þróun og horfum í efnahagsmálum.
Fjölskylda
8. nóv. 2024
Netspjallið í appinu – og fleiri nýjungar!
Netspjall Landsbankans er nú aðgengilegt í Landsbankaappinu en þar er bæði hægt að spjalla við starfsfólk í Þjónustuveri og spjallmenni bankans. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum í appinu sem verður sífellt öflugra.
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur