Fréttir

Há­skóla­sjóð­ur Eim­skipa­fé­lags Ís­lands styrk­ir stúd­enta um 127,5 millj­ón­ir

Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands
27. febrúar 2023

Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að verja 127,5 milljónum króna í styrki til doktorsnema við Háskóla Íslands í ár.

Háskólasjóður H/f Eimskipafélags Íslands var settur á laggirnar af Vestur-Íslendingum árið 1964 þegar þeir lögðu til hans hlutabréfaeign sína í Eimskipafélaginu. Hann var stofnaður til minningar um Vestur-Íslendinga og er helsta verkefni sjóðsins að styrkja efnilega stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Sjóðurinn er í umsýslu Landsbankans.

Stjórn Rannsóknasjóðs HÍ annast úthlutun úr sjóðnum en stjórn Háskólasjóðsins ákvarðar fjárhæð styrkja á hverju ári.

Hafa úthlutað 1,6 milljörðum

Alls hafa 176 stúdentar þegar fengið styrki frá því að farið var að greiða styrki úr sjóðnum með reglubundnum hætti árið 2006.

Heildarúthlutun styrkja nemur nú rúmum 1,6 milljörðum króna, en þar af voru greiddar 500 milljónir króna til byggingar Háskólatorgs á árunum 2006 og 2007.

„Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands hefur skipt Háskóla Íslands afar miklu máli. Með stuðningi við doktorsnám við Háskóla Íslands hefur sjóðurinn í senn eflt skólann mjög sem rannsóknaháskóla og skapað stórum hópi doktorsnema tækifæri til fjölbreyttra starfa víða í samfélaginu og raunar um allan heim. Frá því að fyrstu doktorsstyrkjunum var úthlutað úr Háskólasjóði Eimskipafélagsins árið 2006 hafa 175 doktorsnemar af öllum fræðasviðum skólans notið stuðnings úr sjóðnum og á þessum tíma hafa brautskráningar doktorsnema frá Háskóla Íslands margfaldast. Háskólasjóður Eimskipafélagsins studdi einnig dyggilega við byggingu Háskólatorgs, hjarta Háskólans, og fyrir það erum við afar þakklát,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Á myndinn hér að ofan er stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands. Frá vinstri: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Helga B. Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans og stjórnar sjóðsins, Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins og viðskiptastjóri í Eignastýringu Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur