Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Há­skóla­sjóð­ur Eim­skipa­fé­lags Ís­lands styrk­ir stúd­enta um 127,5 millj­ón­ir

Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands
27. febrúar 2023

Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að verja 127,5 milljónum króna í styrki til doktorsnema við Háskóla Íslands í ár.

Háskólasjóður H/f Eimskipafélags Íslands var settur á laggirnar af Vestur-Íslendingum árið 1964 þegar þeir lögðu til hans hlutabréfaeign sína í Eimskipafélaginu. Hann var stofnaður til minningar um Vestur-Íslendinga og er helsta verkefni sjóðsins að styrkja efnilega stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Sjóðurinn er í umsýslu Landsbankans.

Stjórn Rannsóknasjóðs HÍ annast úthlutun úr sjóðnum en stjórn Háskólasjóðsins ákvarðar fjárhæð styrkja á hverju ári.

Hafa úthlutað 1,6 milljörðum

Alls hafa 176 stúdentar þegar fengið styrki frá því að farið var að greiða styrki úr sjóðnum með reglubundnum hætti árið 2006.

Heildarúthlutun styrkja nemur nú rúmum 1,6 milljörðum króna, en þar af voru greiddar 500 milljónir króna til byggingar Háskólatorgs á árunum 2006 og 2007.

„Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands hefur skipt Háskóla Íslands afar miklu máli. Með stuðningi við doktorsnám við Háskóla Íslands hefur sjóðurinn í senn eflt skólann mjög sem rannsóknaháskóla og skapað stórum hópi doktorsnema tækifæri til fjölbreyttra starfa víða í samfélaginu og raunar um allan heim. Frá því að fyrstu doktorsstyrkjunum var úthlutað úr Háskólasjóði Eimskipafélagsins árið 2006 hafa 175 doktorsnemar af öllum fræðasviðum skólans notið stuðnings úr sjóðnum og á þessum tíma hafa brautskráningar doktorsnema frá Háskóla Íslands margfaldast. Háskólasjóður Eimskipafélagsins studdi einnig dyggilega við byggingu Háskólatorgs, hjarta Háskólans, og fyrir það erum við afar þakklát,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Á myndinn hér að ofan er stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands. Frá vinstri: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Helga B. Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans og stjórnar sjóðsins, Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins og viðskiptastjóri í Eignastýringu Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
14. nóv. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember 2025. Lokað verður frá miðnætti til um kl. 4.00 á mánudagsmorgun. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Netsvik
10. nóv. 2025
Leikir sem fræðsla um netöryggi
Landsbankinn er öflugur útgefandi fræðsluefnis, allt frá faglegum greiningum og almennri fræðslu um fjármál, netöryggi og sjálfbærni til umfjöllunar um efni sem er efst á baugi hverju sinni.
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.  
Reykjastræti
22. okt. 2025
Útibúin verða lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls
Vegna kvennaverkfallsins verða útibú Landsbankans lokuð föstudaginn 24. október. Einnig má búast við skertri þjónustu í Þjónustuveri bankans.
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.