Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Sig­ur­veg­ar­ar Gul­leggs­ins 2023

13. febrúar 2023 - Landsbankinn

Viðskiptahugmyndin Better Sex sigraði í Gullegginu 2023, frumkvöðlakeppni Klak - Icelandic Startups. Better Sex er streymisveita fyrir fullorðna með faglegum og skemmtilegum fróðleik um kynlíf. Teymið skipa þau Sigga Dögg og Sævar Eyjólfsson.

Í öðru sæti var SoulTech, hugbúnaður sem aðstoðar sálfræðinga við að veita meðferðir. Í SoulTech teyminu eru þau Davíð Haraldsson, Stefán Ólafsson, Pétur Örn Jónsson, Bryndís Jóhannsdóttir og Hrefna Líf Ólafsdóttir.

Í þriðja sæti var StitchHero. StitchHero er öflugur hönnunarhugbúnaðar með þægilegu viðmóti sem umbreytir hönnun í nýtanlega prjónauppskrift. Þórey Rúnarsdóttir og Marta Schluneger mynd teymið á bak við verkefnið.

Vinsælasta teymið, kosið af áhorfendum, var PellisCol. PellisCol ætlar að þróa hágæða náttúrulegar húðvörur úr hreinu íslensku kollageni. Teymið skipa þau Íris Björk Marteinsdóttir og Ívar Örn Marteinsson.

Á Vef Gulleggsins má lesa nánar um verðlaunahugmyndirnar og þær tíu stigahæstu í keppninni.

Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags Landsbankans, segir: „Nýsköpun er og verður úrslitaatriði þegar kemur að framtíð atvinnulífs og samkeppnishæfni á Íslandi. Þess vegna erum við hjá Landsbankanum mjög ánægð með að geta stutt við jafn skapandi verkefni og Gulleggið. Við leggjum áherslu á að vera þátttakandi í nýsköpunarverkefnum frá því að hugmynd verður til, við fjármögnun í uppbyggingu og í traustum rekstri til framtíðar. Gulleggið er mikilvægur liður í því, eins og sjá má á öllum þessum framúrskarandi verkefnum.”

Klak - Icelandic Startups hefur staðið að keppninni árlega allt frá árinu 2008 en keppnin er stökkpallur fyrir frumkvöðla á öllum sviðum sem vilja koma hugmynd sinni í framkvæmd. Fjölmörg verkefni sem tekið hafa þátt í gegnum tíðina hafa notið mikillar velgengni, m.a. Controlant, Meniga, PayAnalytics og Genki. 

Rúmlega 100 hugmyndir bárust í keppnina að þessu sinni og sóttu þátttakendur vinnusmiðjur, námskeið og fengu þjálfun í mótun viðskiptahugmynda. Landsbankinn hefur verið einn helsti bakhjarl Gulleggsins frá upphafi.

Nánar um Gulleggið

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.