Upplýsingar til viðskiptavina vegna dóms um skilmála neytendalána
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli sem varðar vaxtabreytingarákvæði í neytendalánum Landsbankans. Í kjölfar setningar nýrra laga um neytendalán árið 2013 voru gerðar breytingar á ákvæðinu og falla neytendalán sem tekin voru hjá Landsbankanum eftir þann tíma því ekki undir dóminn.
Gert er ráð fyrir að dómnum verði áfrýjað og því liggur endanleg niðurstaða ekki fyrir. Fari svo að lokaniðurstaða dómstóla verði sú að viðskiptavinir eigi rétt á endurgreiðslu vegna óljósra vaxtaskilmála neytendalána mun bankinn eiga frumkvæði að því að endurreikna önnur lán sem falla undir slíkt fordæmi og hafa samband við viðskiptavini.