Fréttir

Vel sótt­ur fræðslufund­ur um netör­yggi á Ak­ur­eyri

31. janúar 2023

Um 50 manns sóttu fræðslufund um netöryggi sem Landsbankinn stóð fyrir í samvinnu við Félag eldri borgara á Akureyri í dag, 31. janúar.

Á fundinum, sem var haldinn í Félagsmiðstöðinni Sölku, Víðilundi 22, fjallaði Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá bankanum, um helstu aðferðir netsvikara og hvernig hægt er að verjast þeim.

Komið hefur fram að miðað við þau mál sem hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2017 eru yfir helmingur þeirra sem urðu fyrir tjóni af völdum netglæpa yfir 67 ára. Þörfin fyrir fræðslu og upplýsingar fyrir þennan hóp er því mikil. Landsbankinn hélt í fyrra tvo fræðslufundi í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík og voru þeir sömuleiðis mjög vel sóttir.

Skipulagðir glæpahópar á bak við svikin

Brynja fjallaði m.a. um að úti í heimi eru skipulagðir glæpahópar sem hafa það eina markmið að svíkja fé út úr fólki. Slíkir hópar eru sérfræðingar í að nýta sér góðmennsku og traust fólks til að sannfæra það um að þeim bjóðist frábær fjárfestingartækifæri, t.d. í rafmyntum eða hlutabréfum. Það er einmitt í svokölluðum fjárfestingasvikum þar sem mesta tjónið verður og eru dæmi um að eldri borgarar hafi tapað tugum milljóna króna í svikum af því tagi hér á landi.

Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða

Undanfarið hefur borið mikið á svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit. Í slíkum svikum taka svikarar yfir aðgang að samfélagsmiðlum og senda síðan skilaboð á vini sem eru á vinalistanum. Í skilaboðunum mæla svikararnir t.d. með netleik og biðja um símanúmer vinanna til að hægt sé að skrá þá í leikinn. Í kjölfarið biðja þeir um að fá senda kóða sem koma í SMS-i. Ástæðan fyrir þessum beiðnum er sú að svikararnir eru að nota símanúmerið til að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Ef þeir fá líka kóðann sem kemur í SMS-inu geta þeir notað hann til að skrá sig inn, t.d. í netbanka.

Við höfum ítrekað varað við svikum af þessu tagi og á vef bankans er mikið af fræðsluefni um netsvik og hvernig hægt er að verjast þeim. 

Fræðsluefni um netöryggi á vef Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur