Fréttir

Vel sótt­ur fræðslufund­ur um netör­yggi á Ak­ur­eyri

31. janúar 2023

Um 50 manns sóttu fræðslufund um netöryggi sem Landsbankinn stóð fyrir í samvinnu við Félag eldri borgara á Akureyri í dag, 31. janúar.

Á fundinum, sem var haldinn í Félagsmiðstöðinni Sölku, Víðilundi 22, fjallaði Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá bankanum, um helstu aðferðir netsvikara og hvernig hægt er að verjast þeim.

Komið hefur fram að miðað við þau mál sem hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2017 eru yfir helmingur þeirra sem urðu fyrir tjóni af völdum netglæpa yfir 67 ára. Þörfin fyrir fræðslu og upplýsingar fyrir þennan hóp er því mikil. Landsbankinn hélt í fyrra tvo fræðslufundi í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík og voru þeir sömuleiðis mjög vel sóttir.

Skipulagðir glæpahópar á bak við svikin

Brynja fjallaði m.a. um að úti í heimi eru skipulagðir glæpahópar sem hafa það eina markmið að svíkja fé út úr fólki. Slíkir hópar eru sérfræðingar í að nýta sér góðmennsku og traust fólks til að sannfæra það um að þeim bjóðist frábær fjárfestingartækifæri, t.d. í rafmyntum eða hlutabréfum. Það er einmitt í svokölluðum fjárfestingasvikum þar sem mesta tjónið verður og eru dæmi um að eldri borgarar hafi tapað tugum milljóna króna í svikum af því tagi hér á landi.

Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða

Undanfarið hefur borið mikið á svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit. Í slíkum svikum taka svikarar yfir aðgang að samfélagsmiðlum og senda síðan skilaboð á vini sem eru á vinalistanum. Í skilaboðunum mæla svikararnir t.d. með netleik og biðja um símanúmer vinanna til að hægt sé að skrá þá í leikinn. Í kjölfarið biðja þeir um að fá senda kóða sem koma í SMS-i. Ástæðan fyrir þessum beiðnum er sú að svikararnir eru að nota símanúmerið til að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Ef þeir fá líka kóðann sem kemur í SMS-inu geta þeir notað hann til að skrá sig inn, t.d. í netbanka.

Við höfum ítrekað varað við svikum af þessu tagi og á vef bankans er mikið af fræðsluefni um netsvik og hvernig hægt er að verjast þeim. 

Fræðsluefni um netöryggi á vef Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
17. mars 2023

Félagar Blindrafélagsins áhugasamir um netöryggi

Líflegar umræður spunnust á vel sóttum fundi sem Landsbankinn hélt með Blindrafélaginu – samtökum blindra og sjónskertra á miðvikudaginn um netöryggismál annars vegar og aðgengismál í sjálfsafgreiðslulausnum hins vegar.
New temp image
15. mars 2023

Rafræn skilríki notuð við kortagreiðslur í netverslun

Nú er beðið um rafræn skilríki við staðfestingu á greiðslum sem gerðar eru með greiðslukortum í netverslun. Áður voru greiðslur staðfestar með því að slá inn kóða sem barst með SMS-i.
Sjálfbærnimerki
14. mars 2023

AB-Fasteignir fá sjálfbærnimerki Landsbankans

AB-Fasteignir hafa fengið sjálfbærnimerki Landsbankans vegna framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Merkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
Sjálfbærniteymi
2. mars 2023

Öflugt sjálfbærniteymi vinnur að vaxandi verkefnum

Landsbankinn leggur mikla áherslu á sjálfbærni, enda gerir markaðurinn kröfu um að málaflokknum sé sinnt vel, viðskiptavinir hafa áhuga á þessum málum og regluverk í kringum málaflokkinn færist í aukanna. Sjálfbærnistarf bankans hefur aukist að umfangi og hjá bankanum starfar öflugt sjálfbærniteymi.
Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands
27. feb. 2023

Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands styrkir stúdenta um 127,5 milljónir

Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að verja 127,5 milljónum króna í styrki til doktorsnema við Háskóla Íslands í ár.
Greiðsla
24. feb. 2023

Allt á einum stað með færsluhirðingu bankans

Landsbankinn hefur hleypt af stokkunum eigin færsluhirðingu. Nú geta söluaðilar í viðskiptum við bankann haft alla greiðsluþjónustu á einum stað sem skilar sér í betri yfirsýn og hagræðingu í rekstri.
Hjalti Óskarsson
21. feb. 2023

Hjalti Óskarsson til liðs við Hagfræðideildina

Hjalti Óskarsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn til starfa í Hagfræðideild Landsbankans.  Hjalti lauk B.A.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og M.S.-gráðu í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla 2017.  Frá árinu 2018 starfaði hann á Hagstofu Íslands, fyrst vísitöludeild en síðan í rannsóknardeild. Áður starfaði Hjalti tímabundið hjá Seðlabanka Íslands.
Karítas Ríkharðsdóttir
20. feb. 2023

Karítas til liðs við Landsbankann

Karítas Ríkharðsdóttir hefur gengið til liðs við Landsbankann sem sérfræðingur í samskiptum. Karítas kemur frá Morgunblaðinu og mbl.is þar sem hún starfaði sem blaðamaður auk þess að vera einn þáttastjórnenda Dagmála. Áður starfaði hún sem aðstoðarmaður þingflokks Framsóknarflokksins. Karítas er með B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Karítas mun starfa í samskiptateyminu sem er hluti af Samfélagi Landsbankans en undir sviðið falla einnig mannauðsmál, markaðsmál, fræðsla, sjálfbærni og hagfræðigreining.
New temp image
17. feb. 2023

Landsbankinn breytir vöxtum

Í kjölfar vaxtaákvörðunar hækka meðal annars breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,50 prósentustig og verða 8,00%. Vextir á sparireikningum sem stofnaðir eru í appinu (Spara í appi) hækka um 0,50 prósentustig og verða 6,00%.
13. feb. 2023

Sigurvegarar Gulleggsins 2023

Viðskiptahugmyndin Better Sex sigraði í Gullegginu 2023, frumkvöðlakeppni Klak - Icelandic Startups. Better Sex er streymisveita fyrir fullorðna með faglegum og skemmtilegum fróðleik um kynlíf. Teymið skipa þau Sigga Dögg og Sævar Eyjólfsson.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur