Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Vel sótt­ur fræðslufund­ur um netör­yggi á Ak­ur­eyri

31. janúar 2023

Um 50 manns sóttu fræðslufund um netöryggi sem Landsbankinn stóð fyrir í samvinnu við Félag eldri borgara á Akureyri í dag, 31. janúar.

Á fundinum, sem var haldinn í Félagsmiðstöðinni Sölku, Víðilundi 22, fjallaði Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá bankanum, um helstu aðferðir netsvikara og hvernig hægt er að verjast þeim.

Komið hefur fram að miðað við þau mál sem hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2017 eru yfir helmingur þeirra sem urðu fyrir tjóni af völdum netglæpa yfir 67 ára. Þörfin fyrir fræðslu og upplýsingar fyrir þennan hóp er því mikil. Landsbankinn hélt í fyrra tvo fræðslufundi í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík og voru þeir sömuleiðis mjög vel sóttir.

Skipulagðir glæpahópar á bak við svikin

Brynja fjallaði m.a. um að úti í heimi eru skipulagðir glæpahópar sem hafa það eina markmið að svíkja fé út úr fólki. Slíkir hópar eru sérfræðingar í að nýta sér góðmennsku og traust fólks til að sannfæra það um að þeim bjóðist frábær fjárfestingartækifæri, t.d. í rafmyntum eða hlutabréfum. Það er einmitt í svokölluðum fjárfestingasvikum þar sem mesta tjónið verður og eru dæmi um að eldri borgarar hafi tapað tugum milljóna króna í svikum af því tagi hér á landi.

Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða

Undanfarið hefur borið mikið á svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit. Í slíkum svikum taka svikarar yfir aðgang að samfélagsmiðlum og senda síðan skilaboð á vini sem eru á vinalistanum. Í skilaboðunum mæla svikararnir t.d. með netleik og biðja um símanúmer vinanna til að hægt sé að skrá þá í leikinn. Í kjölfarið biðja þeir um að fá senda kóða sem koma í SMS-i. Ástæðan fyrir þessum beiðnum er sú að svikararnir eru að nota símanúmerið til að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Ef þeir fá líka kóðann sem kemur í SMS-inu geta þeir notað hann til að skrá sig inn, t.d. í netbanka.

Við höfum ítrekað varað við svikum af þessu tagi og á vef bankans er mikið af fræðsluefni um netsvik og hvernig hægt er að verjast þeim. 

Fræðsluefni um netöryggi á vef Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.