Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Vel sótt­ur fræðslufund­ur um netör­yggi á Ak­ur­eyri

31. janúar 2023

Um 50 manns sóttu fræðslufund um netöryggi sem Landsbankinn stóð fyrir í samvinnu við Félag eldri borgara á Akureyri í dag, 31. janúar.

Á fundinum, sem var haldinn í Félagsmiðstöðinni Sölku, Víðilundi 22, fjallaði Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá bankanum, um helstu aðferðir netsvikara og hvernig hægt er að verjast þeim.

Komið hefur fram að miðað við þau mál sem hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2017 eru yfir helmingur þeirra sem urðu fyrir tjóni af völdum netglæpa yfir 67 ára. Þörfin fyrir fræðslu og upplýsingar fyrir þennan hóp er því mikil. Landsbankinn hélt í fyrra tvo fræðslufundi í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík og voru þeir sömuleiðis mjög vel sóttir.

Skipulagðir glæpahópar á bak við svikin

Brynja fjallaði m.a. um að úti í heimi eru skipulagðir glæpahópar sem hafa það eina markmið að svíkja fé út úr fólki. Slíkir hópar eru sérfræðingar í að nýta sér góðmennsku og traust fólks til að sannfæra það um að þeim bjóðist frábær fjárfestingartækifæri, t.d. í rafmyntum eða hlutabréfum. Það er einmitt í svokölluðum fjárfestingasvikum þar sem mesta tjónið verður og eru dæmi um að eldri borgarar hafi tapað tugum milljóna króna í svikum af því tagi hér á landi.

Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða

Undanfarið hefur borið mikið á svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit. Í slíkum svikum taka svikarar yfir aðgang að samfélagsmiðlum og senda síðan skilaboð á vini sem eru á vinalistanum. Í skilaboðunum mæla svikararnir t.d. með netleik og biðja um símanúmer vinanna til að hægt sé að skrá þá í leikinn. Í kjölfarið biðja þeir um að fá senda kóða sem koma í SMS-i. Ástæðan fyrir þessum beiðnum er sú að svikararnir eru að nota símanúmerið til að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Ef þeir fá líka kóðann sem kemur í SMS-inu geta þeir notað hann til að skrá sig inn, t.d. í netbanka.

Við höfum ítrekað varað við svikum af þessu tagi og á vef bankans er mikið af fræðsluefni um netsvik og hvernig hægt er að verjast þeim. 

Fræðsluefni um netöryggi á vef Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.  
Reykjastræti
22. okt. 2025
Útibúin verða lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls
Vegna kvennaverkfallsins verða útibú Landsbankans lokuð föstudaginn 24. október. Einnig má búast við skertri þjónustu í Þjónustuveri bankans.
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.