Fréttir

Breytt­ur af­greiðslu­tími á Skaga­strönd og betri banka­þjón­usta á Blönduósi

27. janúar 2023 - Landsbankinn

Afgreiðslutími Landsbankans á Skagaströnd mun frá og með 30. janúar næstkomandi breytast og verður afgreiðslan eftir það opin á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 12-15.

Á sama tíma verður tekin í notkun nýr hraðbanki í verslunarkjarnanum Húnabraut 4 á Blönduósi. Í þjónusturými á sama stað mun starfsfólk bankans veita viðskiptavinum á Blönduósi ráðgjöf og aðstoð á þriðjudögum og fimmtudögum, frá kl. 12-15.

Landsbankinn hætti að veita póstþjónustu á Skagaströnd þann 19. janúar síðastliðinn.

Hraðbankinn aðgengilegur allan sólarhringinn

Hraðbankinn verður aðgengilegur allan sólarhringinn. Í honum verður hægt að taka út og leggja inn reiðufé, borga reikninga og millifæra. Í þjónusturými við hraðbankann munu viðskiptavinir einnig geta fengið ráðgjöf frá þjónustufulltrúum og aðstoð, t.d. við að nýta sér hraðbankann, Landsbankaappið og aðrar stafrænar lausnir bankans.

Bankaþjónusta hefur breyst mikið á undanförnum árum. Flest notum við símann eða tölvuna til að sinna fjármálunum en stundum þurfum við að komast í bankann til að fá ráðgjöf og aðstoð. Með því að opna hraðbanka á Blönduósi og bjóða þar ráðgjöf og þjónustu tvisvar í viku, viljum við bæta þjónustuna við íbúa á Norðvesturlandi og vonumst eftir að sem flestir sláist hóp ánægðra viðskiptavina Landsbankans.

Nánar um útibú og hraðbanka

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur