Fréttir

Fyr­ir­tækja­ráð­gjöf bank­ans veitti ráð­gjöf við sölu á hluta­bréf­um í Al­votech

Höfuðstöðvar Alvotech
23. janúar 2023

Alvotech tilkynnti í dag að félagið hefði gengið frá sölu hlutabréfa fyrir um 19,5 milljarða króna (137 milljónir Bandaríkjadala) í lokuðu útboði.

Hlutabréfin voru seld á genginu 1.650 krónur á hlut (ígildi 11,57 Bandaríkjadala á hlut) til hóps innlendra fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila.

Hlutafjárútboðið hófst 19. janúar sl. og því lauk 22. janúar sl. Gert er ráð fyrir að uppgjör viðskiptanna og afhending bréfa fari fram 10. febrúar nk. Alvotech hyggst nota söluandvirði hlutabréfanna í almennan rekstur og til annarra þarfa félagsins. Ráðgjafar Alvotech í útboðinu voru Fyrirtækjaráðjöf Landsbankans og ACRO verðbréf.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Tölva með Aukakrónusamstarfsaðilum
29. mars 2023

Landsbankinn hlýtur tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna

Vefur Landsbankans hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna árið 2022 í flokki stórra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt ár hvert af Samtökum vefiðnaðarins (SVEF), fagsamtökum þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi.
New temp image
27. mars 2023

Vegna falsaðrar myndar af hraðbanka Landsbankans

Í dag hefur birst falsað myndskeið og fölsuð ljósmynd af hraðbanka Landsbankans. Á myndinni og myndskeiðinu er texti sem vísar til starfa nafngreindrar konu. Um er að ræða fölsun og að sjálfsögðu hefur slíkur texti aldrei birst í hraðbanka Landsbankans.
New temp image
22. mars 2023

Landsbankinn gefur út víkjandi skuldabréf fyrir 12 milljarða króna

Landsbankinn lauk hinn 17. mars 2023 útboði á tveimur flokkum víkjandi skuldabréfa sem telja til eiginfjárþáttar 2.
17. mars 2023

Félagar Blindrafélagsins áhugasamir um netöryggi

Líflegar umræður spunnust á vel sóttum fundi sem Landsbankinn hélt með Blindrafélaginu – samtökum blindra og sjónskertra á miðvikudaginn um netöryggismál annars vegar og aðgengismál í sjálfsafgreiðslulausnum hins vegar.
New temp image
15. mars 2023

Rafræn skilríki notuð við kortagreiðslur í netverslun

Nú er beðið um rafræn skilríki við staðfestingu á greiðslum sem gerðar eru með greiðslukortum í netverslun. Áður voru greiðslur staðfestar með því að slá inn kóða sem barst með SMS-i.
Sjálfbærnimerki
14. mars 2023

AB-Fasteignir fá sjálfbærnimerki Landsbankans

AB-Fasteignir hafa fengið sjálfbærnimerki Landsbankans vegna framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Merkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
Sjálfbærniteymi
2. mars 2023

Öflugt sjálfbærniteymi vinnur að vaxandi verkefnum

Landsbankinn leggur mikla áherslu á sjálfbærni, enda gerir markaðurinn kröfu um að málaflokknum sé sinnt vel, viðskiptavinir hafa áhuga á þessum málum og regluverk í kringum málaflokkinn færist í aukanna. Sjálfbærnistarf bankans hefur aukist að umfangi og hjá bankanum starfar öflugt sjálfbærniteymi.
Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands
27. feb. 2023

Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands styrkir stúdenta um 127,5 milljónir

Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að verja 127,5 milljónum króna í styrki til doktorsnema við Háskóla Íslands í ár.
Greiðsla
24. feb. 2023

Allt á einum stað með færsluhirðingu bankans

Landsbankinn hefur hleypt af stokkunum eigin færsluhirðingu. Nú geta söluaðilar í viðskiptum við bankann haft alla greiðsluþjónustu á einum stað sem skilar sér í betri yfirsýn og hagræðingu í rekstri.
Hjalti Óskarsson
21. feb. 2023

Hjalti Óskarsson til liðs við Hagfræðideildina

Hjalti Óskarsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn til starfa í Hagfræðideild Landsbankans.  Hjalti lauk B.A.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og M.S.-gráðu í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla 2017.  Frá árinu 2018 starfaði hann á Hagstofu Íslands, fyrst vísitöludeild en síðan í rannsóknardeild. Áður starfaði Hjalti tímabundið hjá Seðlabanka Íslands.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur