Fréttir

Við erum efst banka í Ánægju­vog­inni fjórða árið í röð

Íslenska ánægjuvogin
13. janúar 2023

Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2022 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu. Þetta er fjórða árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Stefna Landsbankans snýst fyrst og fremst um þjónustu við viðskiptavini og að við séum traustur og kraftmikill banki sem er virkur þátttakandi í samfélaginu. Við bjóðum hagstæð kjör, öfluga ráðgjöf og fræðslu og finnum farsælar lausnir fyrir okkar viðskiptavini til framtíðar. Við lítum á þessa viðurkenningu sem einn af mikilvægustu mælikvörðunum á árangur okkar. Að vera efst banka í Ánægjuvoginni fjórða árið í röð er því risastór sigur í okkar augum og staðfestir að við erum á réttri leið með að gera þjónustuna einfaldari, þægilegri og betri.

Upplifun viðskiptavina á þjónustunni byggir að sjálfsögðu á ótal mismunandi þáttum. Í langflestum tilvikum nota viðskiptavinir appið og netbankann til að sinna sínum fjármálum og áhersla okkar á að gera þessa stafrænu þjónustu sífellt betri á ríkan þátt í aukinni ánægju viðskiptavina. Sérstaða bankans felst einnig í því að þegar á þarf að halda geta viðskiptavinir fengið framúrskarandi persónulega ráðgjöf og þjónustu hjá okkar öfluga þjónustuveri eða í útibúum og afgreiðslum um allt land.

Það segir líka sína sögu að undanfarin ár hefur markaðshlutdeild bankans sífellt aukist, bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja. Nú í desember mældist hlutdeild á einstaklingsmarkaði yfir 40% og hefur aldrei mælst hærri.

Lausnir og þjónusta bankans byggja á frábæru starfsfólki sem elskar árangur og að stuðla að árangri viðskiptavina. Það leggur mikið á sig til að takast á við nýjar áskoranir og örar breytingar og heldur Landsbankanum í flokki fremstu fyrirtækja landsins. Fyrir það er ég virkilega þakklát og stolt. Ég er fullviss um að við munum halda áfram að bæta okkur.“

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósents. Ánægjuvogin mælir árlega upplifun viðskiptavina af fyrirtækjum, ánægju þeirra, væntingar og reynslu.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur