Fréttir

Við erum efst banka í Ánægju­vog­inni fjórða árið í röð

Íslenska ánægjuvogin
13. janúar 2023

Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2022 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu. Þetta er fjórða árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Stefna Landsbankans snýst fyrst og fremst um þjónustu við viðskiptavini og að við séum traustur og kraftmikill banki sem er virkur þátttakandi í samfélaginu. Við bjóðum hagstæð kjör, öfluga ráðgjöf og fræðslu og finnum farsælar lausnir fyrir okkar viðskiptavini til framtíðar. Við lítum á þessa viðurkenningu sem einn af mikilvægustu mælikvörðunum á árangur okkar. Að vera efst banka í Ánægjuvoginni fjórða árið í röð er því risastór sigur í okkar augum og staðfestir að við erum á réttri leið með að gera þjónustuna einfaldari, þægilegri og betri.

Upplifun viðskiptavina á þjónustunni byggir að sjálfsögðu á ótal mismunandi þáttum. Í langflestum tilvikum nota viðskiptavinir appið og netbankann til að sinna sínum fjármálum og áhersla okkar á að gera þessa stafrænu þjónustu sífellt betri á ríkan þátt í aukinni ánægju viðskiptavina. Sérstaða bankans felst einnig í því að þegar á þarf að halda geta viðskiptavinir fengið framúrskarandi persónulega ráðgjöf og þjónustu hjá okkar öfluga þjónustuveri eða í útibúum og afgreiðslum um allt land.

Það segir líka sína sögu að undanfarin ár hefur markaðshlutdeild bankans sífellt aukist, bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja. Nú í desember mældist hlutdeild á einstaklingsmarkaði yfir 40% og hefur aldrei mælst hærri.

Lausnir og þjónusta bankans byggja á frábæru starfsfólki sem elskar árangur og að stuðla að árangri viðskiptavina. Það leggur mikið á sig til að takast á við nýjar áskoranir og örar breytingar og heldur Landsbankanum í flokki fremstu fyrirtækja landsins. Fyrir það er ég virkilega þakklát og stolt. Ég er fullviss um að við munum halda áfram að bæta okkur.“

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósents. Ánægjuvogin mælir árlega upplifun viðskiptavina af fyrirtækjum, ánægju þeirra, væntingar og reynslu.

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
31. mars 2023

Landsbankinn breytir vöxtum

Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Fjármálamót 2023
31. mars 2023

Vel heppnað Fjármálamót með stúdentum

Fyrsti fundur í Fjármálamóti, fræðslufundaröð Landsbankans, var haldinn í Stúdentakjallaranum við Háskóla Íslands á miðvikudaginn, í samstarfi við Stúdentaráð HÍ. Á þessu fyrsta Fjármálamóti var farið yfir fjármál ungs fólks, fasteignamarkaðinn og fyrstu kaup.
Tölva með Aukakrónusamstarfsaðilum
29. mars 2023

Landsbankinn hlýtur tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna

Vefur Landsbankans hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna árið 2022 í flokki stórra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt ár hvert af Samtökum vefiðnaðarins (SVEF), fagsamtökum þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi.
New temp image
27. mars 2023

Vegna falsaðrar myndar af hraðbanka Landsbankans

Í dag hefur birst falsað myndskeið og fölsuð ljósmynd af hraðbanka Landsbankans. Á myndinni og myndskeiðinu er texti sem vísar til starfa nafngreindrar konu. Um er að ræða fölsun og að sjálfsögðu hefur slíkur texti aldrei birst í hraðbanka Landsbankans.
New temp image
22. mars 2023

Landsbankinn gefur út víkjandi skuldabréf fyrir 12 milljarða króna

Landsbankinn lauk hinn 17. mars 2023 útboði á tveimur flokkum víkjandi skuldabréfa sem telja til eiginfjárþáttar 2.
17. mars 2023

Félagar Blindrafélagsins áhugasamir um netöryggi

Líflegar umræður spunnust á vel sóttum fundi sem Landsbankinn hélt með Blindrafélaginu – samtökum blindra og sjónskertra á miðvikudaginn um netöryggismál annars vegar og aðgengismál í sjálfsafgreiðslulausnum hins vegar.
New temp image
15. mars 2023

Rafræn skilríki notuð við kortagreiðslur í netverslun

Nú er beðið um rafræn skilríki við staðfestingu á greiðslum sem gerðar eru með greiðslukortum í netverslun. Áður voru greiðslur staðfestar með því að slá inn kóða sem barst með SMS-i.
Sjálfbærnimerki
14. mars 2023

AB-Fasteignir fá sjálfbærnimerki Landsbankans

AB-Fasteignir hafa fengið sjálfbærnimerki Landsbankans vegna framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Merkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
Sjálfbærniteymi
2. mars 2023

Öflugt sjálfbærniteymi vinnur að vaxandi verkefnum

Landsbankinn leggur mikla áherslu á sjálfbærni, enda gerir markaðurinn kröfu um að málaflokknum sé sinnt vel, viðskiptavinir hafa áhuga á þessum málum og regluverk í kringum málaflokkinn færist í aukanna. Sjálfbærnistarf bankans hefur aukist að umfangi og hjá bankanum starfar öflugt sjálfbærniteymi.
Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands
27. feb. 2023

Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands styrkir stúdenta um 127,5 milljónir

Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að verja 127,5 milljónum króna í styrki til doktorsnema við Háskóla Íslands í ár.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur