Fréttir

Lands­bank­inn er nýr bak­hjarl Hönn­un­ar­Mars til þriggja ára

29. desember 2022 - Landsbankinn

Landsbankinn er nýr bakhjarl HönnunarMars og verður samstarfsaðili hátíðarinnar næstu þrjú árin.

HönnunarMars, sem fer fram í fimmtánda sinn árið 2023, hefur fest sig í sessi sem mikilvægt samfélagsverkefni þar sem áhersla er lögð á nýsköpun, sjálfbærni og nýjar lausnir. Hátíðin er ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkurborgar og dregur að sér fjölbreyttan hóp gesta, almenning jafnt sem innlent og erlent fagfólk. Þar geta gestir og þátttakendur fengið innblástur og kynnst fjölbreyttri hönnun og arkitektúr.

Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags Landsbankans, segir: „Með samstarfinu við HönnunarMars viljum við styðja við íslenska hönnun, arkitektúr og mikilvægt frumkvöðlastarf. Hátíðin hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og laðar til sín mikinn fjölda gesta. Landsbankinn styður við margskonar menningar- og íþróttastarf um allt land og við erum ánægð og stolt af því að vera nú orðin einn af öflugum bakhjörlum HönnunarMars.“

Helga Ólafsdóttir, stjórnandi HönnunarMars, segir: „Við fögnum því að fá Landsbankann til liðs við okkur enda gríðarlega mikilvægt fyrir hátíð eins og HönnunarMars að vera með góða og öfluga bakhjarla. Landsbankinn hefur sýnt það í verki í gegnum tíðina að styðja vel við skapandi greinar og menningarlíf landsins. Saman getum við eflt HönnunarMars sem helsta kynningarafl íslenskrar hönnunar og við hlökkum til samstarfsins framundan.“

Hljómsveit spilar í Hörpu á Hönnunarmars

HönnunarMars fer næst fram dagana 3. - 7. maí 2023 og er dagskráin að taka á sig fjölbreytta og spennandi mynd. Forsala er hafin á ráðstefnuna DesignTalks sem verður haldin 3. maí og er hluti af hátíðinni.

Fánar Hönnunarmars fyrir framan Hörpu
Á myndinni efst í fréttinni eru f.v. Helga Ólafsdóttir, stjórnandi HönnunarMars og Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags Landsbankans. 
Þú gætir einnig haft áhuga á
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur