Fréttir

Lands­bank­inn ger­ist að­ili að PBAF til að mæla áhrif á líf­fræði­lega fjöl­breytni

Partnership for Biodiversity Accounting Financials
19. desember 2022 - Landsbankinn

Landsbankinn hefur gerst aðili að PBAF (Partnership for Biodiversity Accounting Financials) sem eru samtök sem vinna að því að þróa aðferð til að mæla áhrif útlána og eignasafna fjármálafyrirtækja á líffræðilega fjölbreytni. Nú taka 47 fjármálafyrirtæki víða um heim þátt í verkefninu og er Landsbankinn fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið til að gerast aðili að því.

PBAF eru systursamtök PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials) sem þróaði aðferðafræði sem gerir fjármálafyrirtækjum kleift að mæla og greina losun gróðurhúsalofttegunda í lána- og eignasöfnum.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Áður en PCAF kom til sögunnar höfðu fjármálafyrirtæki enga leið til að meta losun á gróðurhúsalofttegundum vegna lána og eignasafna með samræmdum hætti, en nú er aðferðafræðin óðum að öðlast alþjóðlega viðurkenningu sem besta leiðin til að meta losunina. Við teljum að aðferðafræðin sem nú er unnið að á vettvangi PBAF muni verða jafn mikilvæg við mat á því hvaða áhrif útlánastarfsemi og eignasöfn fjármálafyrirtækja hefur á líffræðilega fjölbreytni.

Það er öllum mikilvægt að stuðla að góðri umgengni um auðlindir jarðar því þannig tryggjum við velsæld einstaklinga og fyrirtækja til framtíðar. Við bindum miklar vonir við að starfið á vettvangi PBAF leiði til þess að við getum betur séð hvar vandinn er mestur. Þannig getum við greint tækifæri til að stuðla á sem áhrifaríkastan hátt að varðveislu á líffræðilegri fjölbreytni til framtíðar.“

Nánar um PCAF og kolefnisspor bankans

Landsbankinn gerðist aðili að PCAF árið 2019. Fulltrúi bankans tók virkan þátt í að móta og þróa aðferðafræði PCAF en starfið byggði á náinni samvinnu fjármálafyrirtækja og vísindamanna. Kröfur Evrópusambandsins um upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja í loftslagsmálum byggja að miklu leyti á aðferðafræði PCAF og við mat á umbreytingar- og loftslagsáhættu er að mestu leyti stuðst við PCAF-gögn um losun frá lána- og eignasafni.

Okkar eigin starfsemi, það er að segja rekstur á skrifstofuhúsnæði, útibúum, tölvukerfum og fleira slíkt er aðeins lítið brot af þeim heildaráhrifum sem starfsemi bankans hefur á umhverfið. Hin raunverulegu áhrif eru vegna útlána og eigna bankans. Hið sama á við um áhrif bankans á líffræðilega fjölbreytni.

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur