Fréttir

Lands­bank­inn ger­ist að­ili að PBAF til að mæla áhrif á líf­fræði­lega fjöl­breytni

Partnership for Biodiversity Accounting Financials
19. desember 2022 - Landsbankinn

Landsbankinn hefur gerst aðili að PBAF (Partnership for Biodiversity Accounting Financials) sem eru samtök sem vinna að því að þróa aðferð til að mæla áhrif útlána og eignasafna fjármálafyrirtækja á líffræðilega fjölbreytni. Nú taka 47 fjármálafyrirtæki víða um heim þátt í verkefninu og er Landsbankinn fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið til að gerast aðili að því.

PBAF eru systursamtök PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials) sem þróaði aðferðafræði sem gerir fjármálafyrirtækjum kleift að mæla og greina losun gróðurhúsalofttegunda í lána- og eignasöfnum.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Áður en PCAF kom til sögunnar höfðu fjármálafyrirtæki enga leið til að meta losun á gróðurhúsalofttegundum vegna lána og eignasafna með samræmdum hætti, en nú er aðferðafræðin óðum að öðlast alþjóðlega viðurkenningu sem besta leiðin til að meta losunina. Við teljum að aðferðafræðin sem nú er unnið að á vettvangi PBAF muni verða jafn mikilvæg við mat á því hvaða áhrif útlánastarfsemi og eignasöfn fjármálafyrirtækja hefur á líffræðilega fjölbreytni.

Það er öllum mikilvægt að stuðla að góðri umgengni um auðlindir jarðar því þannig tryggjum við velsæld einstaklinga og fyrirtækja til framtíðar. Við bindum miklar vonir við að starfið á vettvangi PBAF leiði til þess að við getum betur séð hvar vandinn er mestur. Þannig getum við greint tækifæri til að stuðla á sem áhrifaríkastan hátt að varðveislu á líffræðilegri fjölbreytni til framtíðar.“

Nánar um PCAF og kolefnisspor bankans

Landsbankinn gerðist aðili að PCAF árið 2019. Fulltrúi bankans tók virkan þátt í að móta og þróa aðferðafræði PCAF en starfið byggði á náinni samvinnu fjármálafyrirtækja og vísindamanna. Kröfur Evrópusambandsins um upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja í loftslagsmálum byggja að miklu leyti á aðferðafræði PCAF og við mat á umbreytingar- og loftslagsáhættu er að mestu leyti stuðst við PCAF-gögn um losun frá lána- og eignasafni.

Okkar eigin starfsemi, það er að segja rekstur á skrifstofuhúsnæði, útibúum, tölvukerfum og fleira slíkt er aðeins lítið brot af þeim heildaráhrifum sem starfsemi bankans hefur á umhverfið. Hin raunverulegu áhrif eru vegna útlána og eigna bankans. Hið sama á við um áhrif bankans á líffræðilega fjölbreytni.

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
31. jan. 2023

Vel sóttur fræðslufundur um netöryggi á Akureyri

Um 50 manns sóttu fræðslufund um netöryggi sem Landsbankinn stóð fyrir í samvinnu við Félag eldri borgara á Akureyri í dag, 31. janúar.
Höfuðstöðvar Alvotech
23. jan. 2023

Fyrirtækjaráðgjöf bankans veitti ráðgjöf við sölu á hlutabréfum í Alvotech

Alvotech tilkynnti í dag að félagið hefði gengið frá sölu hlutabréfa fyrir um 19,5 milljarða króna (137 milljónir Bandaríkjadala) í lokuðu útboði. Hlutabréfin voru seld á genginu 1.650 krónur á hlut (ígildi 11,57 Bandaríkjadala á hlut) til hóps innlendra fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila. Hlutafjárútboðið hófst 19. janúar sl. og því lauk 22. janúar sl. Gert er ráð fyrir að uppgjör viðskiptanna og afhending bréfa fari fram 10. febrúar nk. Alvotech hyggst nota söluandvirði hlutabréfanna í almennan rekstur og til annarra þarfa félagsins. Ráðgjafar Alvotech í útboðinu voru Fyrirtækjaráðjöf Landsbankans og ACRO verðbréf.
New temp image
18. jan. 2023

Breyting á föstum vöxtum nýrra íbúðalána

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,25 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,10 prósentustig. Breytingarnar taka gildi frá og með 19. janúar. Breytingarnar taka einungis til nýrra íbúðalána og hafa engin áhrif á lán sem hafa þegar verið veitt. Við vekjum athygli á fræðslugrein um áhrif vaxtahækkana á lán.
Netöryggi
13. jan. 2023

Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða

Við viljum vara viðskiptavini okkar við netsvikum, sérstaklega svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit, en mikið hefur borið á þeim undanfarið.
Íslenska ánægjuvogin
13. jan. 2023

Við erum efst banka í Ánægjuvoginni fjórða árið í röð

Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2022 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu. Þetta er fjórða árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.
Landsbankinn
12. jan. 2023

Langtímalán frá NIB í tengslum við nýbyggingu bankans

Landsbankinn hefur samið við Norræna fjárfestingarbankann (NIB) um lán til 15 ára að fjárhæð 40 milljónir Bandaríkjadala (5,8 milljarðar króna) í tengslum við nýbyggingu bankans við Austurbakka í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að húsið fái framúrskarandi einkunn samkvæmt BREEAM-vottunarkerfinu og fellur lánveitingin undir fjármögnunarramma tengdum umhverfisskuldabréfum NIB.
Þorbjörg Kristjánsdóttir og Einar Pétursson
11. jan. 2023

Einar og Þorbjörg til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf

Einar Pétursson og Þorbjörg Kristjánsdóttir hafa gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.
29. des. 2022

Svansprent fær sjálfbærnimerki Landsbankans

Svansprent hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans þar sem fyrirtækið er með vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Sjálfbærnimerki Landsbankans er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
29. des. 2022

Landsbankinn er nýr bakhjarl HönnunarMars til þriggja ára

Landsbankinn er nýr bakhjarl HönnunarMars og verður samstarfsaðili hátíðarinnar næstu þrjú árin.
Arnheiður K. Gísladóttir, forstöðumaður Fyrirtækjamiðstöðvar Landsbankans og Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir eigendur Prentmets Odda.
27. des. 2022

Prentmet Oddi fær sjálfbærnimerki Landsbankans

Prentmet Oddi ehf. hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans þar sem fyrirtækið er með vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Sjálfbærnimerki Landsbankans er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur