Fréttir

Ver­um vak­andi á net­inu – svik­ar­ar á kreiki

Netöryggi
15. desember 2022 - Landsbankinn

Það er varla hægt að hamra of mikið á mikilvægi þess að fara varlega í netverslun og við greiðslur á netinu. Það er sömuleiðis mikilvægt að bregðast ekki í hugsunarleysi við skilaboðum sem við fáum á netinu, t.d. með því að áframsenda upplýsingar í SMSi.

Undanfarna daga og vikur hafa komið upp allmörg fjársvikamál af öllum stærðum og gerðum. Svik sem tengjast vörusendingum til landsins eru algeng á þessum árstíma en svikin sem við höfum fengið tilkynningar um síðasta mánuðinn eru af ýmsum toga.

  • Viðskiptavinur fékk Messenger-skilaboð frá vini af vinalistanum sínum á Facebook sem óskaði eftir símanúmerinu hans. Í framhaldinu fékk hann boð frá vininum um að taka þátt í Facebook-leik og bað vinurinn hann í kjölfarið um að senda kóða sem hann myndi fá í SMSi. „Vinurinn“ var í raun svikari sem hafði tekið yfir Messenger-aðgang hjá raunverulegum vini viðskiptavinarins. Kóðinn sem hann fékk í símann var öryggisnúmer vegna innskráningar með rafrænum skilríkjum í netbanka. Þar sem svikarinn var bæði kominn með símanúmerið og kóðann fyrir rafræn skilríki gat hann komist inn í netbankann.
  • Viðskiptavinur brást við auglýsingu um rafmyntir á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið hafði svikari samband í gegnum forritið WhatsApp. Viðskiptavinurinn hleypti svikaranum inn í tölvuna sína með forritinu Anydesk og notaði svikarinn aðganginn til að framkvæma erlenda millifærslu af reikningi viðskiptavinarins inn á erlendu rafmyntarkauphöllina Coinbase. Einnig var tekið út af kreditkortinu og lagt inn á Coinbase.
  • Starfsmaður bankans fékk tölvupóst frá viðskiptavini með fyrirmælum um að senda háa erlenda millifærslu í evrum. Eins og ferlar bankans gera ráð fyrir hafði starfsmaðurinn samband við viðskiptavininn. Þá kom í ljós að um svik var að ræða en brotist hafði verið inn í tölvupóstinn hjá viðkomandi viðskiptavini.
  • Nokkur mál hafa komið upp þar sem viðskiptavinir smelltu á hlekk sem kom í textaskilaboðum um að sending væri komin hús og að greiða þyrfti gjöld. Skilaboðin voru látin líta út fyrir að vera frá flutningsfyrirtækjum en í raun var um svik að ræða. Viðskiptavinirnir slóu inn kreditkortaupplýsingarnar sínar og samþykktu greiðslu með því að slá inn öryggisnúmer (e. secure code).
  • Í tveimur tilfellum stöðvuðum við erlendar greiðslur af reikningum viðskiptavina inn á erlendar rafmyntarkauphallir. Í báðum tilvikum var um fjárfestasvik að ræða.
  • Viðskiptavinur fékk hringingu frá „erlendum lögfræðingi“ sem vildi aðstoða hann við að fjárfesta í rafmynt. Viðskiptavinurinn hleypti svikaranum inn á tölvuna sína sem millifærði innlenda greiðslu á íslenska rafmyntarkauphöll. Viðskiptavinur fékk bakþanka stuttu seinna og hafði samband við okkur. Vegna skjótra viðbragða viðskiptavinarins, okkar og kauphallarinnar tókst að endurheimta fjármunina.

Við bendum á fræðsluefni um netsvik sem er á vef bankans. Láttu orðið berast ef þú átt ættingja eða vini sem þú telur að hefðu gagn af fræðslu um netöryggi.

Fræðsluefni um netöryggi

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur