Fréttir

Ver­um vak­andi á net­inu – svik­ar­ar á kreiki

Netöryggi
15. desember 2022 - Landsbankinn

Það er varla hægt að hamra of mikið á mikilvægi þess að fara varlega í netverslun og við greiðslur á netinu. Það er sömuleiðis mikilvægt að bregðast ekki í hugsunarleysi við skilaboðum sem við fáum á netinu, t.d. með því að áframsenda upplýsingar í SMSi.

Undanfarna daga og vikur hafa komið upp allmörg fjársvikamál af öllum stærðum og gerðum. Svik sem tengjast vörusendingum til landsins eru algeng á þessum árstíma en svikin sem við höfum fengið tilkynningar um síðasta mánuðinn eru af ýmsum toga.

  • Viðskiptavinur fékk Messenger-skilaboð frá vini af vinalistanum sínum á Facebook sem óskaði eftir símanúmerinu hans. Í framhaldinu fékk hann boð frá vininum um að taka þátt í Facebook-leik og bað vinurinn hann í kjölfarið um að senda kóða sem hann myndi fá í SMSi. „Vinurinn“ var í raun svikari sem hafði tekið yfir Messenger-aðgang hjá raunverulegum vini viðskiptavinarins. Kóðinn sem hann fékk í símann var öryggisnúmer vegna innskráningar með rafrænum skilríkjum í netbanka. Þar sem svikarinn var bæði kominn með símanúmerið og kóðann fyrir rafræn skilríki gat hann komist inn í netbankann.
  • Viðskiptavinur brást við auglýsingu um rafmyntir á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið hafði svikari samband í gegnum forritið WhatsApp. Viðskiptavinurinn hleypti svikaranum inn í tölvuna sína með forritinu Anydesk og notaði svikarinn aðganginn til að framkvæma erlenda millifærslu af reikningi viðskiptavinarins inn á erlendu rafmyntarkauphöllina Coinbase. Einnig var tekið út af kreditkortinu og lagt inn á Coinbase.
  • Starfsmaður bankans fékk tölvupóst frá viðskiptavini með fyrirmælum um að senda háa erlenda millifærslu í evrum. Eins og ferlar bankans gera ráð fyrir hafði starfsmaðurinn samband við viðskiptavininn. Þá kom í ljós að um svik var að ræða en brotist hafði verið inn í tölvupóstinn hjá viðkomandi viðskiptavini.
  • Nokkur mál hafa komið upp þar sem viðskiptavinir smelltu á hlekk sem kom í textaskilaboðum um að sending væri komin hús og að greiða þyrfti gjöld. Skilaboðin voru látin líta út fyrir að vera frá flutningsfyrirtækjum en í raun var um svik að ræða. Viðskiptavinirnir slóu inn kreditkortaupplýsingarnar sínar og samþykktu greiðslu með því að slá inn öryggisnúmer (e. secure code).
  • Í tveimur tilfellum stöðvuðum við erlendar greiðslur af reikningum viðskiptavina inn á erlendar rafmyntarkauphallir. Í báðum tilvikum var um fjárfestasvik að ræða.
  • Viðskiptavinur fékk hringingu frá „erlendum lögfræðingi“ sem vildi aðstoða hann við að fjárfesta í rafmynt. Viðskiptavinurinn hleypti svikaranum inn á tölvuna sína sem millifærði innlenda greiðslu á íslenska rafmyntarkauphöll. Viðskiptavinur fékk bakþanka stuttu seinna og hafði samband við okkur. Vegna skjótra viðbragða viðskiptavinarins, okkar og kauphallarinnar tókst að endurheimta fjármunina.

Við bendum á fræðsluefni um netsvik sem er á vef bankans. Láttu orðið berast ef þú átt ættingja eða vini sem þú telur að hefðu gagn af fræðslu um netöryggi.

Fræðsluefni um netöryggi

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
31. jan. 2023

Vel sóttur fræðslufundur um netöryggi á Akureyri

Um 50 manns sóttu fræðslufund um netöryggi sem Landsbankinn stóð fyrir í samvinnu við Félag eldri borgara á Akureyri í dag, 31. janúar.
Höfuðstöðvar Alvotech
23. jan. 2023

Fyrirtækjaráðgjöf bankans veitti ráðgjöf við sölu á hlutabréfum í Alvotech

Alvotech tilkynnti í dag að félagið hefði gengið frá sölu hlutabréfa fyrir um 19,5 milljarða króna (137 milljónir Bandaríkjadala) í lokuðu útboði. Hlutabréfin voru seld á genginu 1.650 krónur á hlut (ígildi 11,57 Bandaríkjadala á hlut) til hóps innlendra fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila. Hlutafjárútboðið hófst 19. janúar sl. og því lauk 22. janúar sl. Gert er ráð fyrir að uppgjör viðskiptanna og afhending bréfa fari fram 10. febrúar nk. Alvotech hyggst nota söluandvirði hlutabréfanna í almennan rekstur og til annarra þarfa félagsins. Ráðgjafar Alvotech í útboðinu voru Fyrirtækjaráðjöf Landsbankans og ACRO verðbréf.
New temp image
18. jan. 2023

Breyting á föstum vöxtum nýrra íbúðalána

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,25 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,10 prósentustig. Breytingarnar taka gildi frá og með 19. janúar. Breytingarnar taka einungis til nýrra íbúðalána og hafa engin áhrif á lán sem hafa þegar verið veitt. Við vekjum athygli á fræðslugrein um áhrif vaxtahækkana á lán.
Netöryggi
13. jan. 2023

Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða

Við viljum vara viðskiptavini okkar við netsvikum, sérstaklega svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit, en mikið hefur borið á þeim undanfarið.
Íslenska ánægjuvogin
13. jan. 2023

Við erum efst banka í Ánægjuvoginni fjórða árið í röð

Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2022 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu. Þetta er fjórða árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.
Landsbankinn
12. jan. 2023

Langtímalán frá NIB í tengslum við nýbyggingu bankans

Landsbankinn hefur samið við Norræna fjárfestingarbankann (NIB) um lán til 15 ára að fjárhæð 40 milljónir Bandaríkjadala (5,8 milljarðar króna) í tengslum við nýbyggingu bankans við Austurbakka í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að húsið fái framúrskarandi einkunn samkvæmt BREEAM-vottunarkerfinu og fellur lánveitingin undir fjármögnunarramma tengdum umhverfisskuldabréfum NIB.
Þorbjörg Kristjánsdóttir og Einar Pétursson
11. jan. 2023

Einar og Þorbjörg til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf

Einar Pétursson og Þorbjörg Kristjánsdóttir hafa gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.
29. des. 2022

Svansprent fær sjálfbærnimerki Landsbankans

Svansprent hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans þar sem fyrirtækið er með vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Sjálfbærnimerki Landsbankans er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
29. des. 2022

Landsbankinn er nýr bakhjarl HönnunarMars til þriggja ára

Landsbankinn er nýr bakhjarl HönnunarMars og verður samstarfsaðili hátíðarinnar næstu þrjú árin.
Arnheiður K. Gísladóttir, forstöðumaður Fyrirtækjamiðstöðvar Landsbankans og Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir eigendur Prentmets Odda.
27. des. 2022

Prentmet Oddi fær sjálfbærnimerki Landsbankans

Prentmet Oddi ehf. hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans þar sem fyrirtækið er með vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Sjálfbærnimerki Landsbankans er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur