Verum vakandi á netinu – svikarar á kreiki
![Netöryggi](https://images.prismic.io/landsbankinn/f588c2b8-6e2a-4de5-b161-f79f32365239_LB_Netoryggi_Samtal_1920x1080_01.jpg?fit=max&w=3840&rect=66,0,1787,1005&q=50)
Það er varla hægt að hamra of mikið á mikilvægi þess að fara varlega í netverslun og við greiðslur á netinu. Það er sömuleiðis mikilvægt að bregðast ekki í hugsunarleysi við skilaboðum sem við fáum á netinu, t.d. með því að áframsenda upplýsingar í SMSi.
Undanfarna daga og vikur hafa komið upp allmörg fjársvikamál af öllum stærðum og gerðum. Svik sem tengjast vörusendingum til landsins eru algeng á þessum árstíma en svikin sem við höfum fengið tilkynningar um síðasta mánuðinn eru af ýmsum toga.
- Viðskiptavinur fékk Messenger-skilaboð frá vini af vinalistanum sínum á Facebook sem óskaði eftir símanúmerinu hans. Í framhaldinu fékk hann boð frá vininum um að taka þátt í Facebook-leik og bað vinurinn hann í kjölfarið um að senda kóða sem hann myndi fá í SMSi. „Vinurinn“ var í raun svikari sem hafði tekið yfir Messenger-aðgang hjá raunverulegum vini viðskiptavinarins. Kóðinn sem hann fékk í símann var öryggisnúmer vegna innskráningar með rafrænum skilríkjum í netbanka. Þar sem svikarinn var bæði kominn með símanúmerið og kóðann fyrir rafræn skilríki gat hann komist inn í netbankann.
- Viðskiptavinur brást við auglýsingu um rafmyntir á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið hafði svikari samband í gegnum forritið WhatsApp. Viðskiptavinurinn hleypti svikaranum inn í tölvuna sína með forritinu Anydesk og notaði svikarinn aðganginn til að framkvæma erlenda millifærslu af reikningi viðskiptavinarins inn á erlendu rafmyntarkauphöllina Coinbase. Einnig var tekið út af kreditkortinu og lagt inn á Coinbase.
- Starfsmaður bankans fékk tölvupóst frá viðskiptavini með fyrirmælum um að senda háa erlenda millifærslu í evrum. Eins og ferlar bankans gera ráð fyrir hafði starfsmaðurinn samband við viðskiptavininn. Þá kom í ljós að um svik var að ræða en brotist hafði verið inn í tölvupóstinn hjá viðkomandi viðskiptavini.
- Nokkur mál hafa komið upp þar sem viðskiptavinir smelltu á hlekk sem kom í textaskilaboðum um að sending væri komin hús og að greiða þyrfti gjöld. Skilaboðin voru látin líta út fyrir að vera frá flutningsfyrirtækjum en í raun var um svik að ræða. Viðskiptavinirnir slóu inn kreditkortaupplýsingarnar sínar og samþykktu greiðslu með því að slá inn öryggisnúmer (e. secure code).
- Í tveimur tilfellum stöðvuðum við erlendar greiðslur af reikningum viðskiptavina inn á erlendar rafmyntarkauphallir. Í báðum tilvikum var um fjárfestasvik að ræða.
- Viðskiptavinur fékk hringingu frá „erlendum lögfræðingi“ sem vildi aðstoða hann við að fjárfesta í rafmynt. Viðskiptavinurinn hleypti svikaranum inn á tölvuna sína sem millifærði innlenda greiðslu á íslenska rafmyntarkauphöll. Viðskiptavinur fékk bakþanka stuttu seinna og hafði samband við okkur. Vegna skjótra viðbragða viðskiptavinarins, okkar og kauphallarinnar tókst að endurheimta fjármunina.
Við bendum á fræðsluefni um netsvik sem er á vef bankans. Láttu orðið berast ef þú átt ættingja eða vini sem þú telur að hefðu gagn af fræðslu um netöryggi.
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/ZvFHsrVsGrYSvq8T_fjarmalamot-okt-2024.png?fit=max&w=3840&rect=917,0,1483,1112&q=50)
![Netöryggi](https://images.prismic.io/landsbankinn/a4f91a12-f6c1-4ce2-a703-d1175758ccdd_Netoryggi_1920-1080_031121.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,0,2880,2160&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z2VAupbqstJ98uU4_landsbankinn_styrkur_19122024_hopmynd_16_9.jpg?fit=max&w=3840&rect=375,0,2251,1688&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z2LjuJbqstJ98pIP_dagatal_lb_2025.jpg?fit=max&w=3840&rect=1000,0,6000,4500&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z2PN0ZbqstJ98qb4_jolakrans-2008x3071.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,1285,2008,1506&q=50)
![Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z1K8jJbqstJ98HJI_landsbankinn_hopmynd_05122024.jpg?fit=max&w=3840&rect=228,0,3201,2401&q=50)
![Kona með hund](https://images.prismic.io/landsbankinn/fb20c99d-7eaf-43c0-bcc8-ec09bb794912_2400x1601-LB_Gudrun_Svava_RIM109511.jpg?fit=max&w=3840&rect=133,0,2135,1601&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z07giJbqstJ97-zJ_Skak2.jpg?fit=max&w=3840&rect=324,32,1169,877&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z0mNIJbqstJ9748__Hamborgartred_2024_digital-fb_cover.png?fit=max&w=3840&rect=442,0,3489,2617&q=50)
![Austurbakki](https://images.prismic.io/landsbankinn/d45c2d66-ad81-4a91-ad4e-70978c81c5f1_Landsbanki_Head_Offices_DSC03808.jpg?fit=max&w=3840&rect=120,0,1920,1440&q=50)