Fréttir

Ver­um vak­andi á net­inu – svik­ar­ar á kreiki

Netöryggi
15. desember 2022 - Landsbankinn

Það er varla hægt að hamra of mikið á mikilvægi þess að fara varlega í netverslun og við greiðslur á netinu. Það er sömuleiðis mikilvægt að bregðast ekki í hugsunarleysi við skilaboðum sem við fáum á netinu, t.d. með því að áframsenda upplýsingar í SMSi.

Undanfarna daga og vikur hafa komið upp allmörg fjársvikamál af öllum stærðum og gerðum. Svik sem tengjast vörusendingum til landsins eru algeng á þessum árstíma en svikin sem við höfum fengið tilkynningar um síðasta mánuðinn eru af ýmsum toga.

  • Viðskiptavinur fékk Messenger-skilaboð frá vini af vinalistanum sínum á Facebook sem óskaði eftir símanúmerinu hans. Í framhaldinu fékk hann boð frá vininum um að taka þátt í Facebook-leik og bað vinurinn hann í kjölfarið um að senda kóða sem hann myndi fá í SMSi. „Vinurinn“ var í raun svikari sem hafði tekið yfir Messenger-aðgang hjá raunverulegum vini viðskiptavinarins. Kóðinn sem hann fékk í símann var öryggisnúmer vegna innskráningar með rafrænum skilríkjum í netbanka. Þar sem svikarinn var bæði kominn með símanúmerið og kóðann fyrir rafræn skilríki gat hann komist inn í netbankann.
  • Viðskiptavinur brást við auglýsingu um rafmyntir á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið hafði svikari samband í gegnum forritið WhatsApp. Viðskiptavinurinn hleypti svikaranum inn í tölvuna sína með forritinu Anydesk og notaði svikarinn aðganginn til að framkvæma erlenda millifærslu af reikningi viðskiptavinarins inn á erlendu rafmyntarkauphöllina Coinbase. Einnig var tekið út af kreditkortinu og lagt inn á Coinbase.
  • Starfsmaður bankans fékk tölvupóst frá viðskiptavini með fyrirmælum um að senda háa erlenda millifærslu í evrum. Eins og ferlar bankans gera ráð fyrir hafði starfsmaðurinn samband við viðskiptavininn. Þá kom í ljós að um svik var að ræða en brotist hafði verið inn í tölvupóstinn hjá viðkomandi viðskiptavini.
  • Nokkur mál hafa komið upp þar sem viðskiptavinir smelltu á hlekk sem kom í textaskilaboðum um að sending væri komin hús og að greiða þyrfti gjöld. Skilaboðin voru látin líta út fyrir að vera frá flutningsfyrirtækjum en í raun var um svik að ræða. Viðskiptavinirnir slóu inn kreditkortaupplýsingarnar sínar og samþykktu greiðslu með því að slá inn öryggisnúmer (e. secure code).
  • Í tveimur tilfellum stöðvuðum við erlendar greiðslur af reikningum viðskiptavina inn á erlendar rafmyntarkauphallir. Í báðum tilvikum var um fjárfestasvik að ræða.
  • Viðskiptavinur fékk hringingu frá „erlendum lögfræðingi“ sem vildi aðstoða hann við að fjárfesta í rafmynt. Viðskiptavinurinn hleypti svikaranum inn á tölvuna sína sem millifærði innlenda greiðslu á íslenska rafmyntarkauphöll. Viðskiptavinur fékk bakþanka stuttu seinna og hafði samband við okkur. Vegna skjótra viðbragða viðskiptavinarins, okkar og kauphallarinnar tókst að endurheimta fjármunina.

Við bendum á fræðsluefni um netsvik sem er á vef bankans. Láttu orðið berast ef þú átt ættingja eða vini sem þú telur að hefðu gagn af fræðslu um netöryggi.

Fræðsluefni um netöryggi

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur