Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Ver­um vak­andi á net­inu – svik­ar­ar á kreiki

Netöryggi
15. desember 2022 - Landsbankinn

Það er varla hægt að hamra of mikið á mikilvægi þess að fara varlega í netverslun og við greiðslur á netinu. Það er sömuleiðis mikilvægt að bregðast ekki í hugsunarleysi við skilaboðum sem við fáum á netinu, t.d. með því að áframsenda upplýsingar í SMSi.

Undanfarna daga og vikur hafa komið upp allmörg fjársvikamál af öllum stærðum og gerðum. Svik sem tengjast vörusendingum til landsins eru algeng á þessum árstíma en svikin sem við höfum fengið tilkynningar um síðasta mánuðinn eru af ýmsum toga.

  • Viðskiptavinur fékk Messenger-skilaboð frá vini af vinalistanum sínum á Facebook sem óskaði eftir símanúmerinu hans. Í framhaldinu fékk hann boð frá vininum um að taka þátt í Facebook-leik og bað vinurinn hann í kjölfarið um að senda kóða sem hann myndi fá í SMSi. „Vinurinn“ var í raun svikari sem hafði tekið yfir Messenger-aðgang hjá raunverulegum vini viðskiptavinarins. Kóðinn sem hann fékk í símann var öryggisnúmer vegna innskráningar með rafrænum skilríkjum í netbanka. Þar sem svikarinn var bæði kominn með símanúmerið og kóðann fyrir rafræn skilríki gat hann komist inn í netbankann.
  • Viðskiptavinur brást við auglýsingu um rafmyntir á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið hafði svikari samband í gegnum forritið WhatsApp. Viðskiptavinurinn hleypti svikaranum inn í tölvuna sína með forritinu Anydesk og notaði svikarinn aðganginn til að framkvæma erlenda millifærslu af reikningi viðskiptavinarins inn á erlendu rafmyntarkauphöllina Coinbase. Einnig var tekið út af kreditkortinu og lagt inn á Coinbase.
  • Starfsmaður bankans fékk tölvupóst frá viðskiptavini með fyrirmælum um að senda háa erlenda millifærslu í evrum. Eins og ferlar bankans gera ráð fyrir hafði starfsmaðurinn samband við viðskiptavininn. Þá kom í ljós að um svik var að ræða en brotist hafði verið inn í tölvupóstinn hjá viðkomandi viðskiptavini.
  • Nokkur mál hafa komið upp þar sem viðskiptavinir smelltu á hlekk sem kom í textaskilaboðum um að sending væri komin hús og að greiða þyrfti gjöld. Skilaboðin voru látin líta út fyrir að vera frá flutningsfyrirtækjum en í raun var um svik að ræða. Viðskiptavinirnir slóu inn kreditkortaupplýsingarnar sínar og samþykktu greiðslu með því að slá inn öryggisnúmer (e. secure code).
  • Í tveimur tilfellum stöðvuðum við erlendar greiðslur af reikningum viðskiptavina inn á erlendar rafmyntarkauphallir. Í báðum tilvikum var um fjárfestasvik að ræða.
  • Viðskiptavinur fékk hringingu frá „erlendum lögfræðingi“ sem vildi aðstoða hann við að fjárfesta í rafmynt. Viðskiptavinurinn hleypti svikaranum inn á tölvuna sína sem millifærði innlenda greiðslu á íslenska rafmyntarkauphöll. Viðskiptavinur fékk bakþanka stuttu seinna og hafði samband við okkur. Vegna skjótra viðbragða viðskiptavinarins, okkar og kauphallarinnar tókst að endurheimta fjármunina.

Við bendum á fræðsluefni um netsvik sem er á vef bankans. Láttu orðið berast ef þú átt ættingja eða vini sem þú telur að hefðu gagn af fræðslu um netöryggi.

Fræðsluefni um netöryggi

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.  
Reykjastræti
22. okt. 2025
Útibúin verða lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls
Vegna kvennaverkfallsins verða útibú Landsbankans lokuð föstudaginn 24. október. Einnig má búast við skertri þjónustu í Þjónustuveri bankans.
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.