Fréttir

Ný skýrsla Hag­fræði­deild­ar um stöðu versl­un­ar og þjón­ustu

6. desember 2022 - Landsbankinn

Hagfræðideild Landsbankans hefur tekið saman skýrslu um stöðu verslunar og þjónustu á Íslandi. Áskoranir á borð við heimsfaraldur, verðhækkanir erlendis og miklar og mismunandi hækkanir launa hafa litað reksturinn síðustu misseri. Greinin hefur þó sýnt seiglu og aðlagast nýjum veruleika hverju sinni.

Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, segir:

„Vöxtur innlendrar verslunar og þjónustu er að stórum hluta háður því hversu margir ferðamenn koma til landsins, hversu lengi þeir dvelja og hversu miklu þeir eyða á ferðalaginu. Það skiptir líka miklu máli fyrir orðspor Íslands meðal ferðamanna og vinsældir landsins sem áfangastaðar að ferðamenn geti hér gengið að góðri þjónustu og verslun sem höfðar til þeirra. Hagur ferðaþjónustunnar annars vegar og innlendrar verslunar og þjónustu hins vegar er því nátengdur. Áskoranir hafa verið miklar á síðustu árum og er með ólíkindum hversu vel íslensk verslun og þjónusta hefur komist í gegnum þær.“

Ýtir undir blómlega verslun og þjónustu

Atvinnuvegir landsins hafa gengið í gegnum miklar breytingar á síðustu árum. Ferðamannabylgjan hófst fyrir tæpum áratug og náði hámarki árið 2018 þegar 2,3 milljónir ferðamanna heimsóttu landið. Þegar mest lét má ætla að 28.000 ferðamenn hafi að jafnaði verið á landinu á degi hverjum sem jafngilti 8% af öllum heimamönnum. Aukin aðsókn ferðamanna kallar á og ýtir undir blómlega matar-, verslunar- og skemmtanamenningu og óhætt er að segja að heimamenn hafi notið góðs af auknum fjölbreytileika í íslenskri verslun og þjónustu.

Þegar faraldurinn skall á með öllum sínum ferða- og samkomutakmörkunum urðu greinar tengdar verslun og þjónustu fyrir miklu höggi, enda treysta þær mikið á straum ferðamanna til landsins. Neysla Íslendinga dró þó úr áfallinu fyrir greinina, m.a. vegna þess að takmarkanir á ferðalögum til útlanda opnuðu tækifæri til annarrar neyslu innanlands. Fólk ferðast í auknum mæli innanlands, gerði upp húsin sín, pantaði vörur í netverslun og fékk heimsendan mat. Sumar af þessum neysluvenjum hafa fest sig í sessi, aðrar gætu enn fjarað út.

Nokkrar niðurstöður skýrslunnar:

  • Neysla Íslendinga í verslunum innanlands hefur verið að dragast saman nær allt þetta ár eftir að hafa færst í aukana þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samdráttinn má meðal annars skýra með auknum ferðalögum og neyslu erlendis.
  • Þrátt fyrir það eyða Íslendingar meiru nú en á sama tíma fyrir faraldur og mælist aukningin einna mest í verslunum sem selja heimilisbúnað og tæki.
  • Á tímabilinu júlí-september 2022 keyptu Íslendingar 24% meira í slíkum verslunum en þeir gerðu á sama tíma árið 2019.
  • Þjónustukaup drógust talsvert saman þegar faraldurinn skall á með öllum sínum samkomutakmörkunum, en viðsnúningur hefur orðið á þeirri þróun. Mest áberandi eru kaup á þjónustu ferðaskrifstofa, sem hafa aukist um allt að 570% milli ára, mest á fjórða ársfjórðungi 2020.
  • Kaup á hótelgistingu mældist 60% meiri nú á þriðja ársfjórðungi en á sama tíma 2019, þrátt fyrir samdrátt miðað við síðasta ár. Mögulega hefur faraldurinn aukið kaup Íslendinga á innlendri gistingu varanlega.
  • Netverslun jókst gífurlega í faraldrinum.
  • Fjöldi erlendra ferðamanna í hverjum mánuði er mjög nálægt fjöldanum í sama mánuði 2019, síðasta árið fyrir faraldur. Það stefnir í að ferðamenn verði um 1,7 milljónir á þessu ári og við spáum því að þeim fjölgi í 2,5 milljónir árið 2025. Gangi spáin eftir eru horfurnar bjartar fyrir innlenda verslun og þjónustu.
  • Kortavelta erlendra ferðamanna hefur aukist hratt á síðustu mánuðum og drifið áfram aukninguna í heildarkortaveltu á landinu. Ferðamenn virðast gera betur við sig á ferðalögum um Ísland en fyrir faraldur, auk þess að dvelja almennt lengur.
  • Norðmenn eyða mestu á hverjum degi en stoppa einna styst. Ferðamenn frá Þýskalandi dvelja einna lengst en dagleg velta með þýsk greiðslukort er aðeins um þriðjungur þeirra norsku.
  • Efnahagshorfur hafa samt versnað verulega víða um heim á árinu, ekki síst í Evrópu, þaðan sem við fáum ríflega helming þeirra ferðamanna sem sækja landið heim. Bandaríkjamenn eru þó í annarri stöðu en vísitala fyrirhugaðra utanlandsferða þeirra er nálægt sögulegu hámarki. Það hefði því mikið að segja ef ferðalög þeirra hingað til lands færðust í aukana og gæti það linað mögulegt högg vegna fækkunar ferðamanna frá Evrópu.
  • Fjöldi starfandi í heild- og smásöluverslun er nú meiri en þegar hann var mestur fyrir faraldur. Störf í ferðaþjónustu eru aftur á móti enn færri en þau voru þegar þau voru flest en ekki vantar mikið upp á.
  • Laun afgreiðslu- og þjónustufólks, sem eru algeng störf í verslun og ferðaþjónustu, hafa hækkað um u.þ.b. 32% á síðasta samningstímabili. Laun skrifstofufólks hafa hækkað mun minna, eða um 27%, sem er álíka hækkun og fyrir vinnumarkaðinn allan.

Sterk staða verslunar og þjónustu – ferðaþjónustan leikur lykilhlutverk í vextinum

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Á mynd er stjórn sjóðsins: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Vigdís S. Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins,  Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.  
11. nóv. 2024
Háskólasjóður Eimskipafélagsins 60 ára
Í dag, 11. nóvember, eru 60 ár liðin frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins.
11. nóv. 2024
Nýjung í útgáfu Greiningardeildar – fréttabréf á ensku
Mánaðarlegt fréttabréf Greiningardeildar Landsbankans kemur nú einnig út á ensku. Um er að ræða vandaða samantekt á öllum helstu hagstærðum, þróun og horfum í efnahagsmálum.
Fjölskylda
8. nóv. 2024
Netspjallið í appinu – og fleiri nýjungar!
Netspjall Landsbankans er nú aðgengilegt í Landsbankaappinu en þar er bæði hægt að spjalla við starfsfólk í Þjónustuveri og spjallmenni bankans. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum í appinu sem verður sífellt öflugra.
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur