Fréttir

Ný skýrsla Hag­fræði­deild­ar um stöðu versl­un­ar og þjón­ustu

6. desember 2022 - Landsbankinn

Hagfræðideild Landsbankans hefur tekið saman skýrslu um stöðu verslunar og þjónustu á Íslandi. Áskoranir á borð við heimsfaraldur, verðhækkanir erlendis og miklar og mismunandi hækkanir launa hafa litað reksturinn síðustu misseri. Greinin hefur þó sýnt seiglu og aðlagast nýjum veruleika hverju sinni.

Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, segir:

„Vöxtur innlendrar verslunar og þjónustu er að stórum hluta háður því hversu margir ferðamenn koma til landsins, hversu lengi þeir dvelja og hversu miklu þeir eyða á ferðalaginu. Það skiptir líka miklu máli fyrir orðspor Íslands meðal ferðamanna og vinsældir landsins sem áfangastaðar að ferðamenn geti hér gengið að góðri þjónustu og verslun sem höfðar til þeirra. Hagur ferðaþjónustunnar annars vegar og innlendrar verslunar og þjónustu hins vegar er því nátengdur. Áskoranir hafa verið miklar á síðustu árum og er með ólíkindum hversu vel íslensk verslun og þjónusta hefur komist í gegnum þær.“

Ýtir undir blómlega verslun og þjónustu

Atvinnuvegir landsins hafa gengið í gegnum miklar breytingar á síðustu árum. Ferðamannabylgjan hófst fyrir tæpum áratug og náði hámarki árið 2018 þegar 2,3 milljónir ferðamanna heimsóttu landið. Þegar mest lét má ætla að 28.000 ferðamenn hafi að jafnaði verið á landinu á degi hverjum sem jafngilti 8% af öllum heimamönnum. Aukin aðsókn ferðamanna kallar á og ýtir undir blómlega matar-, verslunar- og skemmtanamenningu og óhætt er að segja að heimamenn hafi notið góðs af auknum fjölbreytileika í íslenskri verslun og þjónustu.

Þegar faraldurinn skall á með öllum sínum ferða- og samkomutakmörkunum urðu greinar tengdar verslun og þjónustu fyrir miklu höggi, enda treysta þær mikið á straum ferðamanna til landsins. Neysla Íslendinga dró þó úr áfallinu fyrir greinina, m.a. vegna þess að takmarkanir á ferðalögum til útlanda opnuðu tækifæri til annarrar neyslu innanlands. Fólk ferðast í auknum mæli innanlands, gerði upp húsin sín, pantaði vörur í netverslun og fékk heimsendan mat. Sumar af þessum neysluvenjum hafa fest sig í sessi, aðrar gætu enn fjarað út.

Nokkrar niðurstöður skýrslunnar:

  • Neysla Íslendinga í verslunum innanlands hefur verið að dragast saman nær allt þetta ár eftir að hafa færst í aukana þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samdráttinn má meðal annars skýra með auknum ferðalögum og neyslu erlendis.
  • Þrátt fyrir það eyða Íslendingar meiru nú en á sama tíma fyrir faraldur og mælist aukningin einna mest í verslunum sem selja heimilisbúnað og tæki.
  • Á tímabilinu júlí-september 2022 keyptu Íslendingar 24% meira í slíkum verslunum en þeir gerðu á sama tíma árið 2019.
  • Þjónustukaup drógust talsvert saman þegar faraldurinn skall á með öllum sínum samkomutakmörkunum, en viðsnúningur hefur orðið á þeirri þróun. Mest áberandi eru kaup á þjónustu ferðaskrifstofa, sem hafa aukist um allt að 570% milli ára, mest á fjórða ársfjórðungi 2020.
  • Kaup á hótelgistingu mældist 60% meiri nú á þriðja ársfjórðungi en á sama tíma 2019, þrátt fyrir samdrátt miðað við síðasta ár. Mögulega hefur faraldurinn aukið kaup Íslendinga á innlendri gistingu varanlega.
  • Netverslun jókst gífurlega í faraldrinum.
  • Fjöldi erlendra ferðamanna í hverjum mánuði er mjög nálægt fjöldanum í sama mánuði 2019, síðasta árið fyrir faraldur. Það stefnir í að ferðamenn verði um 1,7 milljónir á þessu ári og við spáum því að þeim fjölgi í 2,5 milljónir árið 2025. Gangi spáin eftir eru horfurnar bjartar fyrir innlenda verslun og þjónustu.
  • Kortavelta erlendra ferðamanna hefur aukist hratt á síðustu mánuðum og drifið áfram aukninguna í heildarkortaveltu á landinu. Ferðamenn virðast gera betur við sig á ferðalögum um Ísland en fyrir faraldur, auk þess að dvelja almennt lengur.
  • Norðmenn eyða mestu á hverjum degi en stoppa einna styst. Ferðamenn frá Þýskalandi dvelja einna lengst en dagleg velta með þýsk greiðslukort er aðeins um þriðjungur þeirra norsku.
  • Efnahagshorfur hafa samt versnað verulega víða um heim á árinu, ekki síst í Evrópu, þaðan sem við fáum ríflega helming þeirra ferðamanna sem sækja landið heim. Bandaríkjamenn eru þó í annarri stöðu en vísitala fyrirhugaðra utanlandsferða þeirra er nálægt sögulegu hámarki. Það hefði því mikið að segja ef ferðalög þeirra hingað til lands færðust í aukana og gæti það linað mögulegt högg vegna fækkunar ferðamanna frá Evrópu.
  • Fjöldi starfandi í heild- og smásöluverslun er nú meiri en þegar hann var mestur fyrir faraldur. Störf í ferðaþjónustu eru aftur á móti enn færri en þau voru þegar þau voru flest en ekki vantar mikið upp á.
  • Laun afgreiðslu- og þjónustufólks, sem eru algeng störf í verslun og ferðaþjónustu, hafa hækkað um u.þ.b. 32% á síðasta samningstímabili. Laun skrifstofufólks hafa hækkað mun minna, eða um 27%, sem er álíka hækkun og fyrir vinnumarkaðinn allan.

Sterk staða verslunar og þjónustu – ferðaþjónustan leikur lykilhlutverk í vextinum

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur