Fréttir

Fyr­ir­tækja­ráð­gjöf Lands­bank­ans var um­sjón­ar­að­ili með sölu­ferli og ráð­gjafi við sölu á Freyju

30. nóvember 2022

Eigendur sælgætisgerðarinnar Freyju og Langasjávar ehf. hafa komist að samkomulagi um kaup Langasjávar á K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og einnig fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin eru háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans var umsjónaraðili með söluferli K-102 ehf. og ráðgjafi seljenda.

Freyja er fjölskyldufyrirtæki í eigu Ævars Guðmundssonar og fjölskyldu. Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi og þar starfa um 50 manns. Hún var stofnuð árið 1918 og er eitt þekktasta vörumerki landsins.

Í sameiginlegri tilkynningu frá Freyju og Langasjó sagði Ævar Guðmundsson, stjórnarformaður Freyju: „Eftir yfir 40 ára uppbyggingu okkar fjölskyldunnar á Freyju er fyrirtækið komið á mjög góðan stað en jafnframt með gríðarlega mörg ónýtt tækifæri í augsýn. Sérstaklega í vöruþróun og stöðugum vexti í útflutningi eftir 15 ára vinnu við að byggja upp viðskiptatengsl. Því finnst mér þetta góður tími til að hefja nýjan kafla í lífinu og koma fyrirtækinu í hendur á traustum eigendum. Mér er umhugað um fjölskylduleg gildi og að koma vel fram við starfsfólkið mitt og þess vegna líður mér mjög vel með að setja Freyju í hendur fjölskyldufyrirtækisins Langasjávar sem ég veit að hefur líðan starfsfólksins í forgrunni.“

Langisjór er móðurfélag fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum og sinnir einnig útleigu og uppbyggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag hf., Brimgarðar ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf. og Síld og fiskur ehf. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra.

Vefur sælgætisgerðarinnar Freyju

Freyja á Facebook

Freyja á Instagram

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur