Pétur Kristinn og Sigurður Óli til liðs við Markaðsviðskipti bankans
Pétur Kristinn Guðmarsson og Sigurður Óli Sigurðarson hafa gengið til liðs við Markaðsviðskipti Landsbankans, Pétur sem miðlari en Sigurður Óli sem hlutabréfagreinandi.
Pétur hefur síðustu ár starfað hjá Dohop, ýmist sem fjármála-, rekstrar- eða mannauðsstjóri. Áður var hann í tíu ár hjá Arion banka og Kaupþingi, m.a. í fyrirtækjaráðgjöf og við eigin viðskipti bankans. Pétur er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Coastal Carolina University í Suður-Karólínu, M.Sc.-gráðu í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Sigurður Óli hefur frá árinu 2005 starfað við fyrirtækjaráðgjöf hjá PwC og verið sviðsstjóri þar síðustu árin. Hann er því margreyndur í greiningum á fyrirtækjum og gerð verðmata. Sigurður Óli er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Coastal Carolina University í Suður-Karólínu og M.Sc.-gráðu í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.