Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Fjár­fest­inga­fé­lag­ið Kald­bak­ur kaup­ir Lands­banka­hús­ið á Ak­ur­eyri

Akureyri
2. nóvember 2022

Landsbankinn hefur tekið tilboði akureyska fjárfestingafélagsins Kaldbaks í Landsbankahúsið við Ráðhústorg á Akureyri. Sjö tilboð bárust og var tilboð Kaldbaks hæst. Kaupverðið er 685 milljónir króna. Starfsemi Landsbankans verður áfram í húsinu, þar til bankinn flytur á nýjan stað á Akureyri.

Landsbankahúsið er um 2.300 fermetrar að stærð og setur mikinn og fallegan svip á torgið. Fyrstu tillöguuppdrætti að húsinu gerði Guðjón Samúelsson en að honum látnum tók Bárður Ísleifsson við og gerði hann eftir það alla uppdrætti. Bárður gerði einnig teikningar að mögulegri viðbyggingu á austurhlið hússins sem ekki reis.

Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks, segir:

„Landsbankahúsið stendur í hjarta miðbæjarins og er sögulega í stóru hlutverki. Kaldbakur vill leggja sitt af mörkum til að varðveita húsið og glæða það frekara lífi til framtíðar. Við erum vel meðvituð um upphaflega tillöguuppdrætti Guðjóns Samúelssonar sem sýna húsið bæði hærra og stærra. Við munum skoða þessi mál í framhaldinu, þannig að nýting hússins verði sem best og sómi þess og bæjarprýði verði sem mest. Okkar sannfæring er að Akureyri komi til með að vaxa og dafna á komandi árum sem miðstöð búsetu, menningar og atvinnulífs á Norðurlandi og sem helsta þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins. Kaupin á Landsbankahúsinu veitir Kaldbaki kærkomið tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu miðbæjarins og styrkja þannig mikilvægt hlutverk Akureyrar. Þess vegna er um að ræða góða fjárfestingu sem er jú megin ástæða þessara kaupa.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Landsbankahúsið á Akureyri er mikil bæjarprýði og það hefur reynst okkur mjög vel. Útibúið á Akureyri er ein af kjarnastarfstöðvum bankans og þar vinna nú rúmlega 30 manns. Flest vinna í útibúinu sjálfu en einnig er þar stórt þjónustuver sem þjónar viðskiptavinum á öllum landinu og þar starfa líka þrír starfsmenn Upplýsingastæknisviðs bankans í fjarvinnu. Staðreyndin er þó sú að þrátt fyrir að útibúið sé bæði stórt og öflugt, er töluvert síðan að húsið varð of stórt fyrir starfsemina. Okkur líst því vel á áform nýrra eigenda um að glæða húsið nýju lífi og möguleikarnir eru svo sannarlega til staðar. Við munum vera áfram í húsinu um tíma en erum farin að líta í kringum okkur eftir nýju húsnæði í bænum þar sem við munum áfram veita viðskiptavinum okkar á Akureyri og nágrenni framúrskarandi bankaþjónustu.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netsvik
10. nóv. 2025
Leikir sem fræðsla um netöryggi
Landsbankinn er öflugur útgefandi fræðsluefnis, allt frá faglegum greiningum og almennri fræðslu um fjármál, netöryggi og sjálfbærni til umfjöllunar um efni sem er efst á baugi hverju sinni.
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.  
Reykjastræti
22. okt. 2025
Útibúin verða lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls
Vegna kvennaverkfallsins verða útibú Landsbankans lokuð föstudaginn 24. október. Einnig má búast við skertri þjónustu í Þjónustuveri bankans.
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.