Fréttir

Fjár­fest­inga­fé­lag­ið Kald­bak­ur kaup­ir Lands­banka­hús­ið á Ak­ur­eyri

Akureyri
2. nóvember 2022

Landsbankinn hefur tekið tilboði akureyska fjárfestingafélagsins Kaldbaks í Landsbankahúsið við Ráðhústorg á Akureyri. Sjö tilboð bárust og var tilboð Kaldbaks hæst. Kaupverðið er 685 milljónir króna. Starfsemi Landsbankans verður áfram í húsinu, þar til bankinn flytur á nýjan stað á Akureyri.

Landsbankahúsið er um 2.300 fermetrar að stærð og setur mikinn og fallegan svip á torgið. Fyrstu tillöguuppdrætti að húsinu gerði Guðjón Samúelsson en að honum látnum tók Bárður Ísleifsson við og gerði hann eftir það alla uppdrætti. Bárður gerði einnig teikningar að mögulegri viðbyggingu á austurhlið hússins sem ekki reis.

Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks, segir:

„Landsbankahúsið stendur í hjarta miðbæjarins og er sögulega í stóru hlutverki. Kaldbakur vill leggja sitt af mörkum til að varðveita húsið og glæða það frekara lífi til framtíðar. Við erum vel meðvituð um upphaflega tillöguuppdrætti Guðjóns Samúelssonar sem sýna húsið bæði hærra og stærra. Við munum skoða þessi mál í framhaldinu, þannig að nýting hússins verði sem best og sómi þess og bæjarprýði verði sem mest. Okkar sannfæring er að Akureyri komi til með að vaxa og dafna á komandi árum sem miðstöð búsetu, menningar og atvinnulífs á Norðurlandi og sem helsta þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins. Kaupin á Landsbankahúsinu veitir Kaldbaki kærkomið tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu miðbæjarins og styrkja þannig mikilvægt hlutverk Akureyrar. Þess vegna er um að ræða góða fjárfestingu sem er jú megin ástæða þessara kaupa.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Landsbankahúsið á Akureyri er mikil bæjarprýði og það hefur reynst okkur mjög vel. Útibúið á Akureyri er ein af kjarnastarfstöðvum bankans og þar vinna nú rúmlega 30 manns. Flest vinna í útibúinu sjálfu en einnig er þar stórt þjónustuver sem þjónar viðskiptavinum á öllum landinu og þar starfa líka þrír starfsmenn Upplýsingastæknisviðs bankans í fjarvinnu. Staðreyndin er þó sú að þrátt fyrir að útibúið sé bæði stórt og öflugt, er töluvert síðan að húsið varð of stórt fyrir starfsemina. Okkur líst því vel á áform nýrra eigenda um að glæða húsið nýju lífi og möguleikarnir eru svo sannarlega til staðar. Við munum vera áfram í húsinu um tíma en erum farin að líta í kringum okkur eftir nýju húsnæði í bænum þar sem við munum áfram veita viðskiptavinum okkar á Akureyri og nágrenni framúrskarandi bankaþjónustu.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur