Fréttir

Fjár­fest­inga­fé­lag­ið Kald­bak­ur kaup­ir Lands­banka­hús­ið á Ak­ur­eyri

Akureyri
2. nóvember 2022

Landsbankinn hefur tekið tilboði akureyska fjárfestingafélagsins Kaldbaks í Landsbankahúsið við Ráðhústorg á Akureyri. Sjö tilboð bárust og var tilboð Kaldbaks hæst. Kaupverðið er 685 milljónir króna. Starfsemi Landsbankans verður áfram í húsinu, þar til bankinn flytur á nýjan stað á Akureyri.

Landsbankahúsið er um 2.300 fermetrar að stærð og setur mikinn og fallegan svip á torgið. Fyrstu tillöguuppdrætti að húsinu gerði Guðjón Samúelsson en að honum látnum tók Bárður Ísleifsson við og gerði hann eftir það alla uppdrætti. Bárður gerði einnig teikningar að mögulegri viðbyggingu á austurhlið hússins sem ekki reis.

Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks, segir:

„Landsbankahúsið stendur í hjarta miðbæjarins og er sögulega í stóru hlutverki. Kaldbakur vill leggja sitt af mörkum til að varðveita húsið og glæða það frekara lífi til framtíðar. Við erum vel meðvituð um upphaflega tillöguuppdrætti Guðjóns Samúelssonar sem sýna húsið bæði hærra og stærra. Við munum skoða þessi mál í framhaldinu, þannig að nýting hússins verði sem best og sómi þess og bæjarprýði verði sem mest. Okkar sannfæring er að Akureyri komi til með að vaxa og dafna á komandi árum sem miðstöð búsetu, menningar og atvinnulífs á Norðurlandi og sem helsta þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins. Kaupin á Landsbankahúsinu veitir Kaldbaki kærkomið tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu miðbæjarins og styrkja þannig mikilvægt hlutverk Akureyrar. Þess vegna er um að ræða góða fjárfestingu sem er jú megin ástæða þessara kaupa.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Landsbankahúsið á Akureyri er mikil bæjarprýði og það hefur reynst okkur mjög vel. Útibúið á Akureyri er ein af kjarnastarfstöðvum bankans og þar vinna nú rúmlega 30 manns. Flest vinna í útibúinu sjálfu en einnig er þar stórt þjónustuver sem þjónar viðskiptavinum á öllum landinu og þar starfa líka þrír starfsmenn Upplýsingastæknisviðs bankans í fjarvinnu. Staðreyndin er þó sú að þrátt fyrir að útibúið sé bæði stórt og öflugt, er töluvert síðan að húsið varð of stórt fyrir starfsemina. Okkur líst því vel á áform nýrra eigenda um að glæða húsið nýju lífi og möguleikarnir eru svo sannarlega til staðar. Við munum vera áfram í húsinu um tíma en erum farin að líta í kringum okkur eftir nýju húsnæði í bænum þar sem við munum áfram veita viðskiptavinum okkar á Akureyri og nágrenni framúrskarandi bankaþjónustu.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur