Fréttir

Breyt­ing­ar á inn­skrán­ingu í net­banka og app

28. október 2022

Við vekjum athygli á að ekki er lengur hægt að skrá sig inn í netbankann og appið með  notandanafni og lykilorði. Breytingin tók gildi 10. október síðastliðinn. Tilgangurinn með breytingunni er að auka öryggi við innskráningu.

Nýjar reglur um það sem nefnist sterk auðkenning hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Samhliða þessum breytingum höfum við fjölgað innskráningarleiðum í netbanka og app en jafnramt lokað fyrir innskráningar með notandanafni.

  • Þú getur skráð þig inn í netbankann með því að nota rafræn skilríki eða Auðkennisappið.
  • Þú getur skráð þig inn í appið með því að nota fingrafar, andlitsgreiningu eða rafræn skilríki.

Fram til 10. október sl. var hægt að skrá sig inn í netbanka og app með því að slá inn notandanafn og lykilorð og staðfesta síðan innskráninguna með því að slá inn auðkennisnúmer sem barst með SMS-i. Þetta er ekki lengur hægt, heldur er nú gerð krafa um sterkari auðkenningu. Breytingarnar voru kynntar á innskráningarsíðu netbankans og appsins í september og október.

Öruggari innskráning

Að okkar mati eru SMS-sendingar ekki lengur örugg samskiptaleið við innskráningu. Ástæðan er meðal annars vaxandi fjöldi svika sem byggja á því að send eru SMS og tölvupóstar undir fölskum formerkjum. Þegar smellt er á hlekkinn í póstinum eða SMS-inu opnast fölsuð síða. Ef fólk slær þar inn notandanafn og lykilorð eru svikararnir komnir með þessar upplýsingar og geta notað þær í glæpsamlegum tilgangi. Bönkum ber ekki lagaleg skylda til að hætta að bjóða upp á innskráningu með SMS-um. Við teljum engu að síður rétt að gera það til að auka öryggi og minnka hættu á svikum og misnotkun á þjónustu bankans.

Um leið gerum við okkur grein fyrir að sumir viðskiptavinir geta ekki notað rafræn skilríki, Auðkennisappið eða lífkenni (fingrafar eða andlitsgreiningu). Ef þú ert í þannig stöðu biðjum við þig að hafa samband við okkur í síma 410 4000, senda okkur tölvupóst í landsbankinn@landsbankinn.is eða spjalla við okkur í netspjallinu þar sem þú getur líka pantað tíma.

Nánar um auðkenningarleiðir

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur