Fréttir

Breyt­ing­ar á inn­skrán­ingu í net­banka og app

28. október 2022

Við vekjum athygli á að ekki er lengur hægt að skrá sig inn í netbankann og appið með  notandanafni og lykilorði. Breytingin tók gildi 10. október síðastliðinn. Tilgangurinn með breytingunni er að auka öryggi við innskráningu.

Nýjar reglur um það sem nefnist sterk auðkenning hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Samhliða þessum breytingum höfum við fjölgað innskráningarleiðum í netbanka og app en jafnramt lokað fyrir innskráningar með notandanafni.

  • Þú getur skráð þig inn í netbankann með því að nota rafræn skilríki eða Auðkennisappið.
  • Þú getur skráð þig inn í appið með því að nota fingrafar, andlitsgreiningu eða rafræn skilríki.

Fram til 10. október sl. var hægt að skrá sig inn í netbanka og app með því að slá inn notandanafn og lykilorð og staðfesta síðan innskráninguna með því að slá inn auðkennisnúmer sem barst með SMS-i. Þetta er ekki lengur hægt, heldur er nú gerð krafa um sterkari auðkenningu. Breytingarnar voru kynntar á innskráningarsíðu netbankans og appsins í september og október.

Öruggari innskráning

Að okkar mati eru SMS-sendingar ekki lengur örugg samskiptaleið við innskráningu. Ástæðan er meðal annars vaxandi fjöldi svika sem byggja á því að send eru SMS og tölvupóstar undir fölskum formerkjum. Þegar smellt er á hlekkinn í póstinum eða SMS-inu opnast fölsuð síða. Ef fólk slær þar inn notandanafn og lykilorð eru svikararnir komnir með þessar upplýsingar og geta notað þær í glæpsamlegum tilgangi. Bönkum ber ekki lagaleg skylda til að hætta að bjóða upp á innskráningu með SMS-um. Við teljum engu að síður rétt að gera það til að auka öryggi og minnka hættu á svikum og misnotkun á þjónustu bankans.

Um leið gerum við okkur grein fyrir að sumir viðskiptavinir geta ekki notað rafræn skilríki, Auðkennisappið eða lífkenni (fingrafar eða andlitsgreiningu). Ef þú ert í þannig stöðu biðjum við þig að hafa samband við okkur í síma 410 4000, senda okkur tölvupóst í landsbankinn@landsbankinn.is eða spjalla við okkur í netspjallinu þar sem þú getur líka pantað tíma.

Nánar um auðkenningarleiðir

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur