Fréttir

Breyt­ing­ar á inn­skrán­ingu í net­banka og app

28. október 2022

Við vekjum athygli á að ekki er lengur hægt að skrá sig inn í netbankann og appið með  notandanafni og lykilorði. Breytingin tók gildi 10. október síðastliðinn. Tilgangurinn með breytingunni er að auka öryggi við innskráningu.

Nýjar reglur um það sem nefnist sterk auðkenning hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Samhliða þessum breytingum höfum við fjölgað innskráningarleiðum í netbanka og app en jafnramt lokað fyrir innskráningar með notandanafni.

  • Þú getur skráð þig inn í netbankann með því að nota rafræn skilríki eða Auðkennisappið.
  • Þú getur skráð þig inn í appið með því að nota fingrafar, andlitsgreiningu eða rafræn skilríki.

Fram til 10. október sl. var hægt að skrá sig inn í netbanka og app með því að slá inn notandanafn og lykilorð og staðfesta síðan innskráninguna með því að slá inn auðkennisnúmer sem barst með SMS-i. Þetta er ekki lengur hægt, heldur er nú gerð krafa um sterkari auðkenningu. Breytingarnar voru kynntar á innskráningarsíðu netbankans og appsins í september og október.

Öruggari innskráning

Að okkar mati eru SMS-sendingar ekki lengur örugg samskiptaleið við innskráningu. Ástæðan er meðal annars vaxandi fjöldi svika sem byggja á því að send eru SMS og tölvupóstar undir fölskum formerkjum. Þegar smellt er á hlekkinn í póstinum eða SMS-inu opnast fölsuð síða. Ef fólk slær þar inn notandanafn og lykilorð eru svikararnir komnir með þessar upplýsingar og geta notað þær í glæpsamlegum tilgangi. Bönkum ber ekki lagaleg skylda til að hætta að bjóða upp á innskráningu með SMS-um. Við teljum engu að síður rétt að gera það til að auka öryggi og minnka hættu á svikum og misnotkun á þjónustu bankans.

Um leið gerum við okkur grein fyrir að sumir viðskiptavinir geta ekki notað rafræn skilríki, Auðkennisappið eða lífkenni (fingrafar eða andlitsgreiningu). Ef þú ert í þannig stöðu biðjum við þig að hafa samband við okkur í síma 410 4000, senda okkur tölvupóst í landsbankinn@landsbankinn.is eða spjalla við okkur í netspjallinu þar sem þú getur líka pantað tíma.

Nánar um auðkenningarleiðir

Þú gætir einnig haft áhuga á
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Netöryggi
23. feb. 2024
Vörum við þjófum við hraðbanka
Við vörum við þjófum sem stela kortum frá fólki sem er að taka út peninga í hraðbanka og ítrekum mikilvægi þess að enginn sjái þegar PIN er slegið inn.
Grindavík
22. feb. 2024
Grindvíkingar halda óbreyttum vaxtakjörum við kaup á nýrri íbúð
Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign.
Krossmói
22. feb. 2024
Zebranie dotyczące finansów: Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn oraz Związek Zawodowy Marynarzy i Rybaków w Keflavíku i okolicach (VSFK) zapraszają na zebranie informacyjne w języku polskim na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego.
Krossmói
22. feb. 2024
Fjármálamót: Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Landsbankinn og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis (VSFK) standa fyrir fræðslufundi á pólsku um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi.
Grænland
13. feb. 2024
Fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjafi í vel heppnuðu hlutafjárútboði Amaroq
Amaroq Minerals Ltd., félag sem starfar á sviði námuvinnslu og er handhafi réttinda til leitar að verðmætum málmum í jörðu á Suður-Grænlandi, lauk í gær vel heppnuðu hlutafjárútboði að andvirði 7,6 milljarða íslenskra króna.
Reykjanesbær
13. feb. 2024
Nasz oddział w Reykjanesbær przy Krossmóar 4a został ponownie otwarty
Serdecznie witamy Klientów w tych samych godzinach otwarcia co wcześniej, tj. w godz. 10.00‒16.00 w każdy dzień roboczy.
Reykjanesbær
12. feb. 2024
Útibú bankans í Reykjanesbæ opið
Útibú okkar í Reykjanesbæ að Krossmóum 4a hefur verið opnað að nýju.
Gulleggið 2024
9. feb. 2024
Sea Growth er sigurvegari Gulleggsins 2024
Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Sjávarklasinn
8. feb. 2024
Landsbankinn hefur samstarf við Íslenska sjávarklasann
Íslenski sjávarklasinn og Landsbankinn hafa hafið samstarf sem miðar að því að styðja við aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu. Áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á þeim áskorunum sem rótgrónari fyrirtæki standa frammi fyrir, auk þess að styðja við frumkvöðla sem vinna verðmæti úr því sem áður var fargað.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur