Fréttir

Breyt­ing­ar á inn­skrán­ingu í net­banka og app

28. október 2022

Við vekjum athygli á að ekki er lengur hægt að skrá sig inn í netbankann og appið með  notandanafni og lykilorði. Breytingin tók gildi 10. október síðastliðinn. Tilgangurinn með breytingunni er að auka öryggi við innskráningu.

Nýjar reglur um það sem nefnist sterk auðkenning hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Samhliða þessum breytingum höfum við fjölgað innskráningarleiðum í netbanka og app en jafnramt lokað fyrir innskráningar með notandanafni.

  • Þú getur skráð þig inn í netbankann með því að nota rafræn skilríki eða Auðkennisappið.
  • Þú getur skráð þig inn í appið með því að nota fingrafar, andlitsgreiningu eða rafræn skilríki.

Fram til 10. október sl. var hægt að skrá sig inn í netbanka og app með því að slá inn notandanafn og lykilorð og staðfesta síðan innskráninguna með því að slá inn auðkennisnúmer sem barst með SMS-i. Þetta er ekki lengur hægt, heldur er nú gerð krafa um sterkari auðkenningu. Breytingarnar voru kynntar á innskráningarsíðu netbankans og appsins í september og október.

Öruggari innskráning

Að okkar mati eru SMS-sendingar ekki lengur örugg samskiptaleið við innskráningu. Ástæðan er meðal annars vaxandi fjöldi svika sem byggja á því að send eru SMS og tölvupóstar undir fölskum formerkjum. Þegar smellt er á hlekkinn í póstinum eða SMS-inu opnast fölsuð síða. Ef fólk slær þar inn notandanafn og lykilorð eru svikararnir komnir með þessar upplýsingar og geta notað þær í glæpsamlegum tilgangi. Bönkum ber ekki lagaleg skylda til að hætta að bjóða upp á innskráningu með SMS-um. Við teljum engu að síður rétt að gera það til að auka öryggi og minnka hættu á svikum og misnotkun á þjónustu bankans.

Um leið gerum við okkur grein fyrir að sumir viðskiptavinir geta ekki notað rafræn skilríki, Auðkennisappið eða lífkenni (fingrafar eða andlitsgreiningu). Ef þú ert í þannig stöðu biðjum við þig að hafa samband við okkur í síma 410 4000, senda okkur tölvupóst í landsbankinn@landsbankinn.is eða spjalla við okkur í netspjallinu þar sem þú getur líka pantað tíma.

Nánar um auðkenningarleiðir

Þú gætir einnig haft áhuga á
30. nóv. 2022

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans var umsjónaraðili með söluferli og ráðgjafi við sölu á Freyju

Eigendur sælgætisgerðarinnar Freyju og Langasjávar ehf. hafa komist að samkomulagi um kaup Langasjávar á K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og einnig fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin eru háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans var umsjónaraðili með söluferli K-102 ehf. og ráðgjafi seljenda.
28. nóv. 2022

Um 100 manns í sögugöngu um Austurstræti 11

Mikill áhugi var á sögugöngum um Austurstræti 11 síðastliðinn sunnudag, 27. nóvember. Boðið var upp á tvær göngur og var fullt í þær báðar og rúmlega það.
Austurstræti 11
21. nóv. 2022

Söguganga um Austurstræti 11 með Pétri H. Ármannssyni

Við bjóðum upp á tvær sögugöngur um Austurstræti 11 með Pétri H. Ármannssyni, arkitekt, fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember 2022.
Greitt með Aukakrónum
16. nóv. 2022

Aukakrónurnar eru komnar í símann

Nú getur þú notað símann þinn til að borga með Aukakrónum! Þú bætir Aukakrónukortinu einfaldlega við Google Wallet eða Apple Wallet í gegnum Landsbankaappið og velur síðan Aukakrónur þegar þú borgar fyrir vörur eða þjónustu hjá um 200 samstarfsaðilum um allt land.
11. nóv. 2022

Viggó Ásgeirsson til liðs við bankann

Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans.
11. nóv. 2022

Guðrún og Hildur verða forstöðumenn hjá bankanum

Guðrún S. Ólafsdóttir og Hildur Sveinsdóttir hafa tekið við sem forstöðumenn á Einstaklingssviði Landsbankans. Báðar hafa þær mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði.
New temp image
11. nóv. 2022

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans aðstoðar við undirbúning að skráningu Bláa Lónsins

Bláa Lónið hefur ráðið Landsbankann til að annast undirbúning að fyrirhugaðri skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
New temp image
9. nóv. 2022

Breyting á föstum vöxtum nýrra íbúðalána

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig.
Bergið
4. nóv. 2022

Landsbankinn styrkir Bergið headspace í nafni Framúrskarandi fyrirtækja

Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrki til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Bergsins headspace.
New temp image
2. nóv. 2022

Óskum Amaroq Minerals til hamingju með skráningu á First North á Íslandi

Amaroq Minerals Ltd. var skráð á First North markaðinn í gær, 1. nóvember. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans aðstoðaði félagið við hlutafjáraukningu þess í aðdraganda skráningar og þakkar félaginu kærlega fyrir ánægjulegt samstarf.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur