Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Þrjú ný mynd­bönd á Ice­land Airwaves vef bank­ans

26. október 2022

Við frumsýnum þrjú ný myndbönd á Iceland Airwaves-vef bankans. Frá árinu 2014 höfum við framleitt 38 tónlistarmyndbönd í samstarfi við íslenskt tónlistarfólk sem kemur fram á Iceland Airwaves og alls hafa þessi myndbönd verið spiluð 3,3 milljón sinnum.

KUSK x Óviti

Kolbrún Óskarsdóttir gefur út draumkennt rafpopp sem hún semur, framleiðir og syngur sjálf undir listamannsnafninu KUSK. Hún og Hrannar Máni deila stúdíói, vinna náið saman og mynda saman dúóið KUSK x ÓVITI.

Superserious

Hljómsveitin Superserious er skipuð fjórum vinum úr Garðabænum og var stofnuð árið 2021. Superserious var sigurvegari tónlistarkeppninnar Sykurmolinn sama ár. Hljómsveitin spilar melódískt indírokki og tekur sig að sjálfsögðu afar alvarlega …

Una Torfa

Una Torfa hefur skrifað tónlist síðan hún man eftir sér. Það eru mannlegir textar og grípandi laglínur sem einkenna lögin hennar. Hún semur flest sín lög á gítar inni í herberginu sínu, helst með dagbók opna fyrir framan sig.

Öll spila þau á Off Venue tónleikum í Landsbankanum í Austurstræti 11 þann 5. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00.

Leikstjóri myndbandanna er Baldvin Vernharðsson.

Vinsælasta myndbandið spilað oftar en milljón sinnum

Tilgangurinn með samstarfinu er að gera ungu og upprennandi tónlistarfólki kleift að framleiða myndbönd til að koma tónlist sinni á framfæri en bankinn greiðir allan kostnað vegna þeirra. Við erum mjög stolt og ánægð með þetta verkefni sem við teljum að hafi tekist vel.

Alls hafa 28 listamenn tekið þátt og 38 myndbönd litið dagsins ljós. Myndböndin hafa alls verið spiluð 3,3 milljón sinnum á Youtube. Langvinsælasta myndbandið er með Kælunni Miklu að flytja Næturblóm en það hefur verið verið spilað í meira en 1,1 milljón skipti.

Iceland Airwaves-vefur bankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.