Fréttir

Þrjú ný mynd­bönd á Ice­land Airwaves vef bank­ans

26. október 2022

Við frumsýnum þrjú ný myndbönd á Iceland Airwaves-vef bankans. Frá árinu 2014 höfum við framleitt 38 tónlistarmyndbönd í samstarfi við íslenskt tónlistarfólk sem kemur fram á Iceland Airwaves og alls hafa þessi myndbönd verið spiluð 3,3 milljón sinnum.

KUSK x Óviti

Kolbrún Óskarsdóttir gefur út draumkennt rafpopp sem hún semur, framleiðir og syngur sjálf undir listamannsnafninu KUSK. Hún og Hrannar Máni deila stúdíói, vinna náið saman og mynda saman dúóið KUSK x ÓVITI.

Superserious

Hljómsveitin Superserious er skipuð fjórum vinum úr Garðabænum og var stofnuð árið 2021. Superserious var sigurvegari tónlistarkeppninnar Sykurmolinn sama ár. Hljómsveitin spilar melódískt indírokki og tekur sig að sjálfsögðu afar alvarlega …

Una Torfa

Una Torfa hefur skrifað tónlist síðan hún man eftir sér. Það eru mannlegir textar og grípandi laglínur sem einkenna lögin hennar. Hún semur flest sín lög á gítar inni í herberginu sínu, helst með dagbók opna fyrir framan sig.

Öll spila þau á Off Venue tónleikum í Landsbankanum í Austurstræti 11 þann 5. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00.

Leikstjóri myndbandanna er Baldvin Vernharðsson.

Vinsælasta myndbandið spilað oftar en milljón sinnum

Tilgangurinn með samstarfinu er að gera ungu og upprennandi tónlistarfólki kleift að framleiða myndbönd til að koma tónlist sinni á framfæri en bankinn greiðir allan kostnað vegna þeirra. Við erum mjög stolt og ánægð með þetta verkefni sem við teljum að hafi tekist vel.

Alls hafa 28 listamenn tekið þátt og 38 myndbönd litið dagsins ljós. Myndböndin hafa alls verið spiluð 3,3 milljón sinnum á Youtube. Langvinsælasta myndbandið er með Kælunni Miklu að flytja Næturblóm en það hefur verið verið spilað í meira en 1,1 milljón skipti.

Iceland Airwaves-vefur bankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
30. nóv. 2022

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans var umsjónaraðili með söluferli og ráðgjafi við sölu á Freyju

Eigendur sælgætisgerðarinnar Freyju og Langasjávar ehf. hafa komist að samkomulagi um kaup Langasjávar á K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og einnig fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin eru háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans var umsjónaraðili með söluferli K-102 ehf. og ráðgjafi seljenda.
28. nóv. 2022

Um 100 manns í sögugöngu um Austurstræti 11

Mikill áhugi var á sögugöngum um Austurstræti 11 síðastliðinn sunnudag, 27. nóvember. Boðið var upp á tvær göngur og var fullt í þær báðar og rúmlega það.
Austurstræti 11
21. nóv. 2022

Söguganga um Austurstræti 11 með Pétri H. Ármannssyni

Við bjóðum upp á tvær sögugöngur um Austurstræti 11 með Pétri H. Ármannssyni, arkitekt, fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember 2022.
Greitt með Aukakrónum
16. nóv. 2022

Aukakrónurnar eru komnar í símann

Nú getur þú notað símann þinn til að borga með Aukakrónum! Þú bætir Aukakrónukortinu einfaldlega við Google Wallet eða Apple Wallet í gegnum Landsbankaappið og velur síðan Aukakrónur þegar þú borgar fyrir vörur eða þjónustu hjá um 200 samstarfsaðilum um allt land.
11. nóv. 2022

Viggó Ásgeirsson til liðs við bankann

Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans.
11. nóv. 2022

Guðrún og Hildur verða forstöðumenn hjá bankanum

Guðrún S. Ólafsdóttir og Hildur Sveinsdóttir hafa tekið við sem forstöðumenn á Einstaklingssviði Landsbankans. Báðar hafa þær mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði.
New temp image
11. nóv. 2022

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans aðstoðar við undirbúning að skráningu Bláa Lónsins

Bláa Lónið hefur ráðið Landsbankann til að annast undirbúning að fyrirhugaðri skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
New temp image
9. nóv. 2022

Breyting á föstum vöxtum nýrra íbúðalána

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig.
Bergið
4. nóv. 2022

Landsbankinn styrkir Bergið headspace í nafni Framúrskarandi fyrirtækja

Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrki til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Bergsins headspace.
New temp image
2. nóv. 2022

Óskum Amaroq Minerals til hamingju með skráningu á First North á Íslandi

Amaroq Minerals Ltd. var skráð á First North markaðinn í gær, 1. nóvember. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans aðstoðaði félagið við hlutafjáraukningu þess í aðdraganda skráningar og þakkar félaginu kærlega fyrir ánægjulegt samstarf.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur