Fréttir

Þrjú ný mynd­bönd á Ice­land Airwaves vef bank­ans

26. október 2022

Við frumsýnum þrjú ný myndbönd á Iceland Airwaves-vef bankans. Frá árinu 2014 höfum við framleitt 38 tónlistarmyndbönd í samstarfi við íslenskt tónlistarfólk sem kemur fram á Iceland Airwaves og alls hafa þessi myndbönd verið spiluð 3,3 milljón sinnum.

KUSK x Óviti

Kolbrún Óskarsdóttir gefur út draumkennt rafpopp sem hún semur, framleiðir og syngur sjálf undir listamannsnafninu KUSK. Hún og Hrannar Máni deila stúdíói, vinna náið saman og mynda saman dúóið KUSK x ÓVITI.

Superserious

Hljómsveitin Superserious er skipuð fjórum vinum úr Garðabænum og var stofnuð árið 2021. Superserious var sigurvegari tónlistarkeppninnar Sykurmolinn sama ár. Hljómsveitin spilar melódískt indírokki og tekur sig að sjálfsögðu afar alvarlega …

Una Torfa

Una Torfa hefur skrifað tónlist síðan hún man eftir sér. Það eru mannlegir textar og grípandi laglínur sem einkenna lögin hennar. Hún semur flest sín lög á gítar inni í herberginu sínu, helst með dagbók opna fyrir framan sig.

Öll spila þau á Off Venue tónleikum í Landsbankanum í Austurstræti 11 þann 5. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00.

Leikstjóri myndbandanna er Baldvin Vernharðsson.

Vinsælasta myndbandið spilað oftar en milljón sinnum

Tilgangurinn með samstarfinu er að gera ungu og upprennandi tónlistarfólki kleift að framleiða myndbönd til að koma tónlist sinni á framfæri en bankinn greiðir allan kostnað vegna þeirra. Við erum mjög stolt og ánægð með þetta verkefni sem við teljum að hafi tekist vel.

Alls hafa 28 listamenn tekið þátt og 38 myndbönd litið dagsins ljós. Myndböndin hafa alls verið spiluð 3,3 milljón sinnum á Youtube. Langvinsælasta myndbandið er með Kælunni Miklu að flytja Næturblóm en það hefur verið verið spilað í meira en 1,1 milljón skipti.

Iceland Airwaves-vefur bankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fjármálamót Hvernig stækkað ég fyrirtækið mitt
14. feb. 2025
Hvernig stækka ég fyrirtækið mitt? Opinn fundur á Akureyri 20. febrúar
Á opnum fundi Landsbankans næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar kl. 16.30, ætla eigendur og stjórnendur þriggja fyrirtækja á Akureyri og í Eyjafirði fjalla um hvernig þeir stækkuðu sín fyrirtæki og hvaða áskoranir þeir tókust á við á þeirri vegferð.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Landsbankinn
5. feb. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
4. feb. 2025
Morgunfundur um fjármögnun og uppbyggingu innviða
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.
Landsbankinn
4. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn lokuð snemma á miðvikudagsmorgun
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni miðvikudagsins 5. febrúar frá kl. 06.00 til 07.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Dagatal Landsbankans 2025 sýning
3. feb. 2025
Sýning á dagatalsmyndunum – listamannaspjall 3. febrúar
Myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans í ár eru nú til sýnis í Landsbankanum Reykjastræti 6. Stefán „Mottan“ Óli Baldursson, sem málaði myndirnar, verður í bankanum mánudaginn 3. febrúar, frá kl. 13-15.30, og þar verður hægt að spjalla við hann um myndirnar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur