Fréttir

Vel heppn­að­ur fund­ur um netör­yggi fyr­ir­tækja

12. október 2022 - Landsbankinn

Ríflega 120 manns sóttu fræðslufund um netöryggismál fyrirtækja sem við héldum miðvikudaginn 12. október. Fundargestir voru ýmist mættir á staðinn eða fylgdust með beinu streymi.

Á fundinum fjallaði Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs Landsbankans, um áherslur bankans í netöryggismálum. Hann sagði of algengt að umræður og umfjöllun um netöryggismál væri bundin við tæknifólk. Málefnið væri síður en svo einkamál þeirra og varðaði allt starfsfólk. Hjá Landsbankanum væru þrjár stoðir undir netöryggismálum: gott og vel þjálfað starfsfólk, öflug umgjörð upplýsingaöryggis og tæknilegar varnir.

Dóra Gunnarsdóttir, viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði Landsbankans.

Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs Landsbankans.

Reynslusögur og hagnýt ráð

Þeir Hákon L. Aakerlund, hópstjóri í öryggismálum, og Ægir Þórðarson, forstöðumaður Kerfisrekstrar hjá bankanum fjölluðu um hvernig fyrirtæki geta varið sig, sögðu reynslusögur og gáfu hagnýt ráð. Landsbankinn, eins og mörg önnur íslensk fyrirtæki, hefur orðið fyrir því að netsvikarar misnota vörumerki bankans og setja upp síður eða leiki á samfélagsmiðlum til að lokka fólk til að gefa upp kortaupplýsingar eða ginna það til að „fjárfesta“ í rafmyntum eða hlutabréfum. Þeir fjölluðu um hvernig vakta má vörumerkjanotkun á samfélagsmiðlum, hvað þarf til að fjarlægja falsaðar síður og fleira í þeim dúr. Þá ræddu þeir um varnir gegn tölvupóstsvikum og kom m.a. fram að frá áramótum hafa varnarkerfi bankans stöðvað um 24 milljón tölvupósta sem ýmist innihéldu vírusa, ruslpóst eða annað slíkt. Þeir ræddu einnig um tilraunir til að koma fyrir spillihugbúnaði með Log4j og Orion Solarwinds, viðbrögð bankans og lærdóm sem við höfum dregið af þessum málum.

Dóra Gunnarsdóttir, viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði Landsbankans, stýrði fundinum sem var haldinn í salnum Háteig á Grand Hóteli Reykjavík.

Hákon L. Aakerlund og Ægir Þórðarson, sérfræðingar í netöryggismálum.

Um 120 manns sóttu fundinn. Sum komu á fundinn en önnur fylgdust með í streymi.

Október er netöryggismánuðurinn

Við í Landsbankanum tökum netöryggi mjög alvarlega. Tilgangurinn með þessum fræðslufundi var að stuðla að umræðu um netöryggi og miðla þeirri þekkingu sem til er á þessum málum hér í bankanum.

Október er helgaður netöryggismálum. Fyrr í þessum mánuði héldum við fræðslufund í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB).

Á vef bankans er mikið og aðgengilegt fræðsluefni um netöryggi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
30. nóv. 2022

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans var umsjónaraðili með söluferli og ráðgjafi við sölu á Freyju

Eigendur sælgætisgerðarinnar Freyju og Langasjávar ehf. hafa komist að samkomulagi um kaup Langasjávar á K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og einnig fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin eru háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans var umsjónaraðili með söluferli K-102 ehf. og ráðgjafi seljenda.
28. nóv. 2022

Um 100 manns í sögugöngu um Austurstræti 11

Mikill áhugi var á sögugöngum um Austurstræti 11 síðastliðinn sunnudag, 27. nóvember. Boðið var upp á tvær göngur og var fullt í þær báðar og rúmlega það.
Austurstræti 11
21. nóv. 2022

Söguganga um Austurstræti 11 með Pétri H. Ármannssyni

Við bjóðum upp á tvær sögugöngur um Austurstræti 11 með Pétri H. Ármannssyni, arkitekt, fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember 2022.
Greitt með Aukakrónum
16. nóv. 2022

Aukakrónurnar eru komnar í símann

Nú getur þú notað símann þinn til að borga með Aukakrónum! Þú bætir Aukakrónukortinu einfaldlega við Google Wallet eða Apple Wallet í gegnum Landsbankaappið og velur síðan Aukakrónur þegar þú borgar fyrir vörur eða þjónustu hjá um 200 samstarfsaðilum um allt land.
11. nóv. 2022

Viggó Ásgeirsson til liðs við bankann

Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans.
11. nóv. 2022

Guðrún og Hildur verða forstöðumenn hjá bankanum

Guðrún S. Ólafsdóttir og Hildur Sveinsdóttir hafa tekið við sem forstöðumenn á Einstaklingssviði Landsbankans. Báðar hafa þær mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði.
New temp image
11. nóv. 2022

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans aðstoðar við undirbúning að skráningu Bláa Lónsins

Bláa Lónið hefur ráðið Landsbankann til að annast undirbúning að fyrirhugaðri skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
New temp image
9. nóv. 2022

Breyting á föstum vöxtum nýrra íbúðalána

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig.
Bergið
4. nóv. 2022

Landsbankinn styrkir Bergið headspace í nafni Framúrskarandi fyrirtækja

Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrki til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Bergsins headspace.
New temp image
2. nóv. 2022

Óskum Amaroq Minerals til hamingju með skráningu á First North á Íslandi

Amaroq Minerals Ltd. var skráð á First North markaðinn í gær, 1. nóvember. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans aðstoðaði félagið við hlutafjáraukningu þess í aðdraganda skráningar og þakkar félaginu kærlega fyrir ánægjulegt samstarf.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur