Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Vel heppn­að­ur fund­ur um netör­yggi fyr­ir­tækja

12. október 2022 - Landsbankinn

Ríflega 120 manns sóttu fræðslufund um netöryggismál fyrirtækja sem við héldum miðvikudaginn 12. október. Fundargestir voru ýmist mættir á staðinn eða fylgdust með beinu streymi.

Á fundinum fjallaði Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs Landsbankans, um áherslur bankans í netöryggismálum. Hann sagði of algengt að umræður og umfjöllun um netöryggismál væri bundin við tæknifólk. Málefnið væri síður en svo einkamál þeirra og varðaði allt starfsfólk. Hjá Landsbankanum væru þrjár stoðir undir netöryggismálum: gott og vel þjálfað starfsfólk, öflug umgjörð upplýsingaöryggis og tæknilegar varnir.

Dóra Gunnarsdóttir, viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði Landsbankans.

Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs Landsbankans.

Reynslusögur og hagnýt ráð

Þeir Hákon L. Aakerlund, hópstjóri í öryggismálum, og Ægir Þórðarson, forstöðumaður Kerfisrekstrar hjá bankanum fjölluðu um hvernig fyrirtæki geta varið sig, sögðu reynslusögur og gáfu hagnýt ráð. Landsbankinn, eins og mörg önnur íslensk fyrirtæki, hefur orðið fyrir því að netsvikarar misnota vörumerki bankans og setja upp síður eða leiki á samfélagsmiðlum til að lokka fólk til að gefa upp kortaupplýsingar eða ginna það til að „fjárfesta“ í rafmyntum eða hlutabréfum. Þeir fjölluðu um hvernig vakta má vörumerkjanotkun á samfélagsmiðlum, hvað þarf til að fjarlægja falsaðar síður og fleira í þeim dúr. Þá ræddu þeir um varnir gegn tölvupóstsvikum og kom m.a. fram að frá áramótum hafa varnarkerfi bankans stöðvað um 24 milljón tölvupósta sem ýmist innihéldu vírusa, ruslpóst eða annað slíkt. Þeir ræddu einnig um tilraunir til að koma fyrir spillihugbúnaði með Log4j og Orion Solarwinds, viðbrögð bankans og lærdóm sem við höfum dregið af þessum málum.

Dóra Gunnarsdóttir, viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði Landsbankans, stýrði fundinum sem var haldinn í salnum Háteig á Grand Hóteli Reykjavík.

Hákon L. Aakerlund og Ægir Þórðarson, sérfræðingar í netöryggismálum.

Um 120 manns sóttu fundinn. Sum komu á fundinn en önnur fylgdust með í streymi.

Október er netöryggismánuðurinn

Við í Landsbankanum tökum netöryggi mjög alvarlega. Tilgangurinn með þessum fræðslufundi var að stuðla að umræðu um netöryggi og miðla þeirri þekkingu sem til er á þessum málum hér í bankanum.

Október er helgaður netöryggismálum. Fyrr í þessum mánuði héldum við fræðslufund í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB).

Á vef bankans er mikið og aðgengilegt fræðsluefni um netöryggi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.