Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Vel heppn­að­ur fund­ur um netör­yggi fyr­ir­tækja

12. október 2022 - Landsbankinn

Ríflega 120 manns sóttu fræðslufund um netöryggismál fyrirtækja sem við héldum miðvikudaginn 12. október. Fundargestir voru ýmist mættir á staðinn eða fylgdust með beinu streymi.

Á fundinum fjallaði Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs Landsbankans, um áherslur bankans í netöryggismálum. Hann sagði of algengt að umræður og umfjöllun um netöryggismál væri bundin við tæknifólk. Málefnið væri síður en svo einkamál þeirra og varðaði allt starfsfólk. Hjá Landsbankanum væru þrjár stoðir undir netöryggismálum: gott og vel þjálfað starfsfólk, öflug umgjörð upplýsingaöryggis og tæknilegar varnir.

Dóra Gunnarsdóttir, viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði Landsbankans.

Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs Landsbankans.

Reynslusögur og hagnýt ráð

Þeir Hákon L. Aakerlund, hópstjóri í öryggismálum, og Ægir Þórðarson, forstöðumaður Kerfisrekstrar hjá bankanum fjölluðu um hvernig fyrirtæki geta varið sig, sögðu reynslusögur og gáfu hagnýt ráð. Landsbankinn, eins og mörg önnur íslensk fyrirtæki, hefur orðið fyrir því að netsvikarar misnota vörumerki bankans og setja upp síður eða leiki á samfélagsmiðlum til að lokka fólk til að gefa upp kortaupplýsingar eða ginna það til að „fjárfesta“ í rafmyntum eða hlutabréfum. Þeir fjölluðu um hvernig vakta má vörumerkjanotkun á samfélagsmiðlum, hvað þarf til að fjarlægja falsaðar síður og fleira í þeim dúr. Þá ræddu þeir um varnir gegn tölvupóstsvikum og kom m.a. fram að frá áramótum hafa varnarkerfi bankans stöðvað um 24 milljón tölvupósta sem ýmist innihéldu vírusa, ruslpóst eða annað slíkt. Þeir ræddu einnig um tilraunir til að koma fyrir spillihugbúnaði með Log4j og Orion Solarwinds, viðbrögð bankans og lærdóm sem við höfum dregið af þessum málum.

Dóra Gunnarsdóttir, viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði Landsbankans, stýrði fundinum sem var haldinn í salnum Háteig á Grand Hóteli Reykjavík.

Hákon L. Aakerlund og Ægir Þórðarson, sérfræðingar í netöryggismálum.

Um 120 manns sóttu fundinn. Sum komu á fundinn en önnur fylgdust með í streymi.

Október er netöryggismánuðurinn

Við í Landsbankanum tökum netöryggi mjög alvarlega. Tilgangurinn með þessum fræðslufundi var að stuðla að umræðu um netöryggi og miðla þeirri þekkingu sem til er á þessum málum hér í bankanum.

Október er helgaður netöryggismálum. Fyrr í þessum mánuði héldum við fræðslufund í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB).

Á vef bankans er mikið og aðgengilegt fræðsluefni um netöryggi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki fyrirtækja
16. jan. 2026
Breyting á fjárhæðum í millibankakerfi Seðlabankans
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að breyta fjárhæðamörkum í millibankakerfi sínu.
16. jan. 2026
Orden vann í hugmyndahraðhlaupi Gulleggsins og Landsbankans
Teymið Orden bar sigur úr býtum í hugmyndahraðhlaupi Gulleggsins og Landsbankans og hlaut að launum 150.000 krónur í verðlaunafé og sæti í 10 liða lokakeppni Gulleggsins.
Dagatal Landsbankans 2025
14. jan. 2026
Sýning á dagatalsmyndunum opnar 20. janúar
Þorvaldur Jónsson listmálari gerði myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans 2026. Þorvaldur mun opna sýningu á myndunum í Landsbankanum Reykjastræti 6 þriðjudaginn 20. janúar klukkan 15.00. Sýningin verður opin á afgreiðslutíma bankans og mun standa fram á vor.
14. jan. 2026
TM er komið í samstarf við Aukakrónur!
Það gleður okkur að segja frá því að nú er TM samstarfsaðili Aukakróna. Allir sem eru með tryggingarnar sínar hjá TM fá 1% endurgreiðslu í formi Aukakróna þegar greitt er með korti tengdu við Aukakrónukerfið. Svo er líka hægt að borga fyrir tryggingarnar sínar með Aukakrónum.
7. jan. 2026
Landsbankinn hefur samstarf við Drift EA
Landsbankinn og Drift EA hafa gert samstarfssamning sem miðar að því að styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi með því að styrkja umgjörð, ráðgjöf og tengslanet fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK og Hjalti Harðarson, forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum
5. jan. 2026
Landsbankinn áfram aðalbakhjarl Gulleggsins
KLAK – Icelandic Startups og Landsbankinn hafa endurnýjað samstarf sitt um frumkvöðlakeppnina Gulleggið með undirritun nýs þriggja ára samnings. Með samningnum treystir Landsbankinn hlutverk sitt sem aðalbak­hjarl keppninnar enn frekar og undirstrikar langvarandi stuðning sinn við íslenska nýsköpun.
Jólakveðja
19. des. 2025
Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Fjölskylda
19. des. 2025
Click to Pay: Ný og öruggari leið til að greiða á netinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.
Samfélagsstyrkir 2025
11. des. 2025
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.