Fréttir

Vel heppn­að­ur fund­ur um netör­yggi fyr­ir­tækja

12. október 2022 - Landsbankinn

Ríflega 120 manns sóttu fræðslufund um netöryggismál fyrirtækja sem við héldum miðvikudaginn 12. október. Fundargestir voru ýmist mættir á staðinn eða fylgdust með beinu streymi.

Á fundinum fjallaði Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs Landsbankans, um áherslur bankans í netöryggismálum. Hann sagði of algengt að umræður og umfjöllun um netöryggismál væri bundin við tæknifólk. Málefnið væri síður en svo einkamál þeirra og varðaði allt starfsfólk. Hjá Landsbankanum væru þrjár stoðir undir netöryggismálum: gott og vel þjálfað starfsfólk, öflug umgjörð upplýsingaöryggis og tæknilegar varnir.

Dóra Gunnarsdóttir, viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði Landsbankans.

Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs Landsbankans.

Reynslusögur og hagnýt ráð

Þeir Hákon L. Aakerlund, hópstjóri í öryggismálum, og Ægir Þórðarson, forstöðumaður Kerfisrekstrar hjá bankanum fjölluðu um hvernig fyrirtæki geta varið sig, sögðu reynslusögur og gáfu hagnýt ráð. Landsbankinn, eins og mörg önnur íslensk fyrirtæki, hefur orðið fyrir því að netsvikarar misnota vörumerki bankans og setja upp síður eða leiki á samfélagsmiðlum til að lokka fólk til að gefa upp kortaupplýsingar eða ginna það til að „fjárfesta“ í rafmyntum eða hlutabréfum. Þeir fjölluðu um hvernig vakta má vörumerkjanotkun á samfélagsmiðlum, hvað þarf til að fjarlægja falsaðar síður og fleira í þeim dúr. Þá ræddu þeir um varnir gegn tölvupóstsvikum og kom m.a. fram að frá áramótum hafa varnarkerfi bankans stöðvað um 24 milljón tölvupósta sem ýmist innihéldu vírusa, ruslpóst eða annað slíkt. Þeir ræddu einnig um tilraunir til að koma fyrir spillihugbúnaði með Log4j og Orion Solarwinds, viðbrögð bankans og lærdóm sem við höfum dregið af þessum málum.

Dóra Gunnarsdóttir, viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði Landsbankans, stýrði fundinum sem var haldinn í salnum Háteig á Grand Hóteli Reykjavík.

Hákon L. Aakerlund og Ægir Þórðarson, sérfræðingar í netöryggismálum.

Um 120 manns sóttu fundinn. Sum komu á fundinn en önnur fylgdust með í streymi.

Október er netöryggismánuðurinn

Við í Landsbankanum tökum netöryggi mjög alvarlega. Tilgangurinn með þessum fræðslufundi var að stuðla að umræðu um netöryggi og miðla þeirri þekkingu sem til er á þessum málum hér í bankanum.

Október er helgaður netöryggismálum. Fyrr í þessum mánuði héldum við fræðslufund í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB).

Á vef bankans er mikið og aðgengilegt fræðsluefni um netöryggi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur