Fréttir

Lands­banka­hús­ið við Strand­götu á Ak­ur­eyri til sölu

Akureyri
6. október 2022

Hús Landsbankans við Strandgötu 1 á Akureyri verður auglýst til sölu um helgina. Húsið stendur við Ráðhústorgið og setur mikinn og fallegan svip á torgið.

Húsið er um 2.300 fermetrar að stærð, kjallari, þrjár hæðir og ris. Ef til sölu kemur mun bankinn leigja húsnæði á fyrstu hæð og hluta af kjallara og annarri hæð. Útibúið verður því áfram í húsinu þar til annað verður ákveðið.

Stórt útibú og þjónustuver

Útibú Landsbankans á Akureyri er stærsta bankaútibú landsins utan Suðvesturhornsins. Þar starfa nú rúmlega 30 manns, aðallega við þjónustu í útibúinu og í Þjónustuveri en einnig hafa þrír starfsmenn Upplýsingatæknisviðs bankans starfsstöð í húsinu. Starfsfólk Þjónustuversins veitir viðskiptavinum um allt land þjónustu og í útibúinu eru reynslumiklir sérfræðingar í fjármálum einstaklinga og fyrirtækja. Þar er líka aðgengi að sjálfsafgreiðslutækjum allan sólarhringinn. Þrátt fyrir umfangsmikla starfsemi hafa breytingar á bankaþjónustu gert það að verkum að húsakosturinn er óþarflega stór.

Tók til starfa á Akureyri árið 1902

Fyrstu tillöguuppdrætti að Landsbankahúsinu við Strandgötu gerði Guðjón Samúelsson en að honum látnum tók Bárður Ísleifsson við og gerði hann eftir það alla uppdrætti. Bárður gerði einnig teikningar að mögulegri viðbyggingu á austurhlið hússins sem ekki reis.

Þegar húsið var tekið í notkun árið 1954 voru fjárhirslur og geymsluhólf í kjallara. Á fyrstu hæð voru afgreiðslusalur og skrifstofur bankans. Á annarri og þriðju hæð voru skrifstofur Akureyrarkaupstaðar og fundarsalur bæjarstjórnar var í risinu og má því segja að á þessum árum hafi verið ráðhús við Ráðhústorg. Árið 1975 var viðbygging við húsið tekin í notkun og stækkaði afgreiðslusalurinn þá um helming.

Landsbanki Íslands tók til starfa á Akureyri árið 1902. Fyrstu tvö árin var bankinn til húsa í suðurhluta hússins að Hafnarstræti 2. Árið 1904 flutti bankinn í Hafnarstræti 107, við Ráðhústorg. Þar var bankinn til ársins 1931 þegar hann flutti yfir torgið á neðri hæð hússins Ráðhústorg 7a þar sem hann var til ársins 1954.

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
30. nóv. 2022

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans var umsjónaraðili með söluferli og ráðgjafi við sölu á Freyju

Eigendur sælgætisgerðarinnar Freyju og Langasjávar ehf. hafa komist að samkomulagi um kaup Langasjávar á K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og einnig fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin eru háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans var umsjónaraðili með söluferli K-102 ehf. og ráðgjafi seljenda.
28. nóv. 2022

Um 100 manns í sögugöngu um Austurstræti 11

Mikill áhugi var á sögugöngum um Austurstræti 11 síðastliðinn sunnudag, 27. nóvember. Boðið var upp á tvær göngur og var fullt í þær báðar og rúmlega það.
Austurstræti 11
21. nóv. 2022

Söguganga um Austurstræti 11 með Pétri H. Ármannssyni

Við bjóðum upp á tvær sögugöngur um Austurstræti 11 með Pétri H. Ármannssyni, arkitekt, fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember 2022.
Greitt með Aukakrónum
16. nóv. 2022

Aukakrónurnar eru komnar í símann

Nú getur þú notað símann þinn til að borga með Aukakrónum! Þú bætir Aukakrónukortinu einfaldlega við Google Wallet eða Apple Wallet í gegnum Landsbankaappið og velur síðan Aukakrónur þegar þú borgar fyrir vörur eða þjónustu hjá um 200 samstarfsaðilum um allt land.
11. nóv. 2022

Viggó Ásgeirsson til liðs við bankann

Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans.
11. nóv. 2022

Guðrún og Hildur verða forstöðumenn hjá bankanum

Guðrún S. Ólafsdóttir og Hildur Sveinsdóttir hafa tekið við sem forstöðumenn á Einstaklingssviði Landsbankans. Báðar hafa þær mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði.
New temp image
11. nóv. 2022

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans aðstoðar við undirbúning að skráningu Bláa Lónsins

Bláa Lónið hefur ráðið Landsbankann til að annast undirbúning að fyrirhugaðri skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
New temp image
9. nóv. 2022

Breyting á föstum vöxtum nýrra íbúðalána

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig.
Bergið
4. nóv. 2022

Landsbankinn styrkir Bergið headspace í nafni Framúrskarandi fyrirtækja

Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrki til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Bergsins headspace.
New temp image
2. nóv. 2022

Óskum Amaroq Minerals til hamingju með skráningu á First North á Íslandi

Amaroq Minerals Ltd. var skráð á First North markaðinn í gær, 1. nóvember. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans aðstoðaði félagið við hlutafjáraukningu þess í aðdraganda skráningar og þakkar félaginu kærlega fyrir ánægjulegt samstarf.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur