Fréttir

Lands­banka­hús­ið við Strand­götu á Ak­ur­eyri til sölu

Akureyri
6. október 2022

Hús Landsbankans við Strandgötu 1 á Akureyri verður auglýst til sölu um helgina. Húsið stendur við Ráðhústorgið og setur mikinn og fallegan svip á torgið.

Húsið er um 2.300 fermetrar að stærð, kjallari, þrjár hæðir og ris. Ef til sölu kemur mun bankinn leigja húsnæði á fyrstu hæð og hluta af kjallara og annarri hæð. Útibúið verður því áfram í húsinu þar til annað verður ákveðið.

Stórt útibú og þjónustuver

Útibú Landsbankans á Akureyri er stærsta bankaútibú landsins utan Suðvesturhornsins. Þar starfa nú rúmlega 30 manns, aðallega við þjónustu í útibúinu og í Þjónustuveri en einnig hafa þrír starfsmenn Upplýsingatæknisviðs bankans starfsstöð í húsinu. Starfsfólk Þjónustuversins veitir viðskiptavinum um allt land þjónustu og í útibúinu eru reynslumiklir sérfræðingar í fjármálum einstaklinga og fyrirtækja. Þar er líka aðgengi að sjálfsafgreiðslutækjum allan sólarhringinn. Þrátt fyrir umfangsmikla starfsemi hafa breytingar á bankaþjónustu gert það að verkum að húsakosturinn er óþarflega stór.

Tók til starfa á Akureyri árið 1902

Fyrstu tillöguuppdrætti að Landsbankahúsinu við Strandgötu gerði Guðjón Samúelsson en að honum látnum tók Bárður Ísleifsson við og gerði hann eftir það alla uppdrætti. Bárður gerði einnig teikningar að mögulegri viðbyggingu á austurhlið hússins sem ekki reis.

Þegar húsið var tekið í notkun árið 1954 voru fjárhirslur og geymsluhólf í kjallara. Á fyrstu hæð voru afgreiðslusalur og skrifstofur bankans. Á annarri og þriðju hæð voru skrifstofur Akureyrarkaupstaðar og fundarsalur bæjarstjórnar var í risinu og má því segja að á þessum árum hafi verið ráðhús við Ráðhústorg. Árið 1975 var viðbygging við húsið tekin í notkun og stækkaði afgreiðslusalurinn þá um helming.

Landsbanki Íslands tók til starfa á Akureyri árið 1902. Fyrstu tvö árin var bankinn til húsa í suðurhluta hússins að Hafnarstræti 2. Árið 1904 flutti bankinn í Hafnarstræti 107, við Ráðhústorg. Þar var bankinn til ársins 1931 þegar hann flutti yfir torgið á neðri hæð hússins Ráðhústorg 7a þar sem hann var til ársins 1954.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur