Fréttir

Spenn­andi dagskrá á sjálf­bærni­degi Lands­bank­ans

Grafísk mynd af Dyrfjöllum
21. september 2022 - Landsbankinn

Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 22. september og verður einnig aðgengilegur í beinu vefstreymi. Dagskráin hefst kl. 9.00 en boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.30.

Fundurinn er sérstaklega ætlaður stjórnendum fyrirtækja, fólki í rekstri og fjárfestum. Markmið okkar er að fundargestir fái betri innsýn í það sem ber hæst í þessum málaflokki og fái skýrari hugmyndir um næstu skref í sjálfbærnimálum fyrir sitt fyrirtæki eða fjárfestingar.

Aðalfyrirlesari er Tjeerd Krumpelman frá ABN AMRO banka í Hollandi en hann hefur einstakt lag á að tala um sjálfbærni fyrirtækja á mannamáli. Hann hefur yfir 20 ára reynslu í fjármálageiranum og annast m.a. sjálfbærniráðgjöf hjá ABN AMRO sem er í fararbroddi fjármálafyrirtækja í sjálfbærum fjármálum.

Í tengslum við fundinn verður fyrsta rafflugvélin á Íslandi til sýnis í Grósku og að fundi loknum býðst gestum að smakka snarl af fyrsta vetnisgrillinu á Íslandi.

Dagskrá

  • Setning
    Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
  • Fjárfestingar og fyrirtækjarekstur fyrir auðgandi framtíð
    Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
  • Creating value for stakeholders through impact assessment
    Tjeerd Krumpelman, alþjóðasviðsstjóri í sjálfbærni hjá ABN AMRO.
  • Sjálfbær sjávarútvegur - tækifæri og áskoranir
    Runólfur V. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur.
  • Vistvænni mannvirkjagerð - út frá sjónarhóli verktaka
    Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk ehf.
  • Bætt orkunýting í skipaflutningum
    Stefán H. Stefánsson, framkvæmdastjóri Cargow.

Fundarstjóri er Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans.

Streymi frá fundinum

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur