Fréttir

Vör­umst netsvik - er net­slóð­in ör­ugg­lega rétt?

11. ágúst 2022 - Landsbankinn

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum sem viðskiptavinir urðu fyrir í sumar miðar vel, eins og fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Vegna þessa máls bendum við á að við mælum með að viðskiptavinir fari inn í netbanka Landsbankans í gegnum vef bankans, þ.e. með því að slá inn landsbankinn.is í gluggann sem sýnir netslóðina.

Útbjuggu svikasíður á netinu

Í þessu máli voru settar voru upp svikasíður í nafni Landsbankans og var vefslóðin þannig að við fyrstu sýn mátti villast á raunverulegum vef bankans og svikasíðunum. Dæmi um svikaslóð er t.d. landsbankinnis.co en ekki landsbankinn.is. Í kjölfarið keyptu svikararnir Google-auglýsingu (Google ads) fyrir svikasíðuna. Ef fólk sló inn heiti Landsbankans í leitarvélaglugga Google, þá gat birst hlekkur á Google yfir á svikasíðuna sem sumir smelltu á. Þar var fólk síðan beðið um innskráningarupplýsingar sem svikararnir gátu nýtt sér til að millifæra fjármuni úr netbankanum, þó með tilteknum takmörkunum.

Við mælum eindregið með að viðskiptavinir tengist ávallt netbankanum beint í gegnum vef bankans, með því að slá inn landsbankinn.is. Kjósi fólk að nota leitarvélar er afar mikilvægt að vera viss um að slóðin sé örugglega rétt, og í okkar tilfelli er það landsbankinn.is.

Í þessu máli tókst svikurunum í nokkrum tilfellum að hafa fé af viðskiptavinum. Um leið og bankinn fékk upplýsingar um svikin greip hann til aðgerða sem komu í veg fyrir frekari svik, auk þess sem lögreglu var gert viðvart.

Netsvik færast sífellt í vöxt og mikilvægt er að huga að netöryggi og vera vakandi gagnvart hættunum. Við hvetjum þig til að kynna þér netöryggismál á landsbankinn.is/netoryggi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
26. apríl 2023

Kortareikningar nú gefnir út af Rapyd Europe en ekki Valitor

Við vekjum athygli á því að þar sem kortafyrirtækin Valitor og Rapyd Europe hafa sameinast verða reikningar vegna notkunar á VISA-kreditkortum framvegis gefnir út af Rapyd Europe en ekki Valitor. 
Landslag
24. apríl 2023

Hagspá 2023-2025: Hægari taktur eftir hraðan viðsnúning

Í nýrri hagspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir 3,2% hagvexti á árinu 2023 sem er töluvert bjartsýnna en spá deildarinnar frá því í haust. Ein helsta ástæðan fyrir bjartsýnni spá er að horfur í ferðaþjónustu eru betri en áður.
New temp image
21. apríl 2023

Rangar færslur á Spáni og Póllandi

Hætta er á að færslur í íslenskum krónum hjá kortahöfum sem staddir eru á Spáni og Póllandi margfaldist og reiknist hundraðfalt. 
New temp image
14. apríl 2023

Greiðslukort virka aftur í Danmörku

Búið er að koma í veg fyrir truflanir á greiðslum með íslenskum greiðslukortum í Danmörku. Ekki er þó útilokað að áfram verði einhverjar truflanir í dag.
New temp image
14. apríl 2023

Truflun á greiðslukerfum í Danmörku

Tímabundin truflun er á greiðslukerfum í Danmörku vegna breytinga á því hvernig íslenskar krónur eru skráðar í kerfum kortafyrirtækisins Visa International.
New temp image
13. apríl 2023

Ekki lengur aurar í kortafærslum hjá Visa

Á morgun, föstudaginn 14. apríl 2023, verða gerðar breytingar á hvernig íslenskar krónur eru skráðar í kerfum kortafyrirtækisins Visa International. Með breytingunum er verið að samræma skráninguna við alþjóðlega gjaldmiðlastaðla.
Hopp Reykjavík fær sjálfbærnimerki Landsbankans
3. apríl 2023

Hopp Reykjavík fær sjálfbærnimerki Landsbankans

Hopp Reykjavík, sem er þekkt fyrir sínar grænu rafskútur, hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans þar sem yfir 90% af tekjum félagsins koma frá sjálfbærum verkefnum. Þar með uppfyllir fjármögnun félagsins í heild skilyrði um sjálfbæra fjármögnun, samkvæmt sjálfbærri fjármálaumgjörð Landsbankans.
New temp image
31. mars 2023

Landsbankinn breytir vöxtum

Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Fjármálamót 2023
31. mars 2023

Vel heppnað Fjármálamót með stúdentum

Fyrsti fundur í Fjármálamóti, fræðslufundaröð Landsbankans, var haldinn í Stúdentakjallaranum við Háskóla Íslands á miðvikudaginn, í samstarfi við Stúdentaráð HÍ. Á þessu fyrsta Fjármálamóti var farið yfir fjármál ungs fólks, fasteignamarkaðinn og fyrstu kaup.
Tölva með Aukakrónusamstarfsaðilum
29. mars 2023

Landsbankinn hlýtur tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna

Vefur Landsbankans hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna árið 2022 í flokki stórra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt ár hvert af Samtökum vefiðnaðarins (SVEF), fagsamtökum þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur