Fréttir

Vör­umst netsvik - er net­slóð­in ör­ugg­lega rétt?

11. ágúst 2022 - Landsbankinn

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum sem viðskiptavinir urðu fyrir í sumar miðar vel, eins og fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Vegna þessa máls bendum við á að við mælum með að viðskiptavinir fari inn í netbanka Landsbankans í gegnum vef bankans, þ.e. með því að slá inn landsbankinn.is í gluggann sem sýnir netslóðina.

Útbjuggu svikasíður á netinu

Í þessu máli voru settar voru upp svikasíður í nafni Landsbankans og var vefslóðin þannig að við fyrstu sýn mátti villast á raunverulegum vef bankans og svikasíðunum. Dæmi um svikaslóð er t.d. landsbankinnis.co en ekki landsbankinn.is. Í kjölfarið keyptu svikararnir Google-auglýsingu (Google ads) fyrir svikasíðuna. Ef fólk sló inn heiti Landsbankans í leitarvélaglugga Google, þá gat birst hlekkur á Google yfir á svikasíðuna sem sumir smelltu á. Þar var fólk síðan beðið um innskráningarupplýsingar sem svikararnir gátu nýtt sér til að millifæra fjármuni úr netbankanum, þó með tilteknum takmörkunum.

Við mælum eindregið með að viðskiptavinir tengist ávallt netbankanum beint í gegnum vef bankans, með því að slá inn landsbankinn.is. Kjósi fólk að nota leitarvélar er afar mikilvægt að vera viss um að slóðin sé örugglega rétt, og í okkar tilfelli er það landsbankinn.is.

Í þessu máli tókst svikurunum í nokkrum tilfellum að hafa fé af viðskiptavinum. Um leið og bankinn fékk upplýsingar um svikin greip hann til aðgerða sem komu í veg fyrir frekari svik, auk þess sem lögreglu var gert viðvart.

Netsvik færast sífellt í vöxt og mikilvægt er að huga að netöryggi og vera vakandi gagnvart hættunum. Við hvetjum þig til að kynna þér netöryggismál á landsbankinn.is/netoryggi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Fjármálamót Hvernig stækkað ég fyrirtækið mitt
14. feb. 2025
Hvernig stækka ég fyrirtækið mitt? Opinn fundur á Akureyri 20. febrúar
Á opnum fundi Landsbankans næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar kl. 16.30, ætla eigendur og stjórnendur þriggja fyrirtækja á Akureyri og í Eyjafirði fjalla um hvernig þeir stækkuðu sín fyrirtæki og hvaða áskoranir þeir tókust á við á þeirri vegferð.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur