Fréttir

Út­hlut­að úr Gleði­göngupotti Hinseg­in daga og Lands­bank­ans

Gleðigangan
27. júlí 2022 - Landsbankinn

Tólf félög og atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2022. Hinsegin dagar hefjast þriðjudaginn 2. ágúst en hápunkturinn er Gleðigangan laugardaginn 6. ágúst.

Að öllu jöfnu hefur verið úthlutað 1.500.000 krónum úr pottinum árlega en vegna heimsfaraldursins var potturinn hvorki tæmdur árið 2020 né 2021. Hluta fjárhæðarinnar var þó úthlutað, m.a. vegna þess að félög og skipuleggjendur atriða höfðu þegar lagt út fyrir kostnaði þótt ekkert yrði af göngunum þá. Í einhverjum tilvikum er búnaður sem keyptur var fyrir úthlutunarféð enn til reiðu og nýtist í göngunni nú. Í ár var öllu ráðstöfunarfé ársins og því sem sat eftir frá síðustu tveimur árum, úthlutað og fyrir vikið var hægt að styðja fleiri stærri atriði en ella.

Eftirtalin félög og atriði hlutu styrki úr Gleðigöngupottinum 2022:

 • Ásar á Íslandi - 65.000 krónur.
 • Bangsafélagið - 200.000 krónur.
 • BDSM á Íslandi - 150.000 krónur.
 • Hinsegin félagsmiðstöð - 500.000 krónur.
 • Hinsegin Félak - 150.000 krónur.
 • Hinsegin kórinn - 350.000 krónur.
 • Hópur tví- og pankynhneigðra - 65.000 krónur.
 • Minningarstund - Dragdrottning Íslands - 450.000 krónur.
 • Minority Voice Iceland (MVI) - 350.000 krónur.
 • Pilkington Props - 400.000 krónur.
 • Trans Ísland - 20.000 krónur.
 • Æði vagninn - 350.000 krónur.

Gleðigöngupotturinn er samvinnuverkefni Landsbankans og Hinsegin daga en bankinn hefur verið stoltur bakhjarl Hinsegin daga frá upphafi. Auglýst var eftir umsóknum í júní og styrkþegar voru valdir af dómnefnd sem í sátu Andrean Sigurgeirsson, Anna Eir Guðfinnudóttir, Leifur Örn Gunnarsson, Sigurður Starr Guðjónson og Viima Lampinen.

Við óskum styrkþegunum til hamingju og hlökkum til að sjá atriðin í Gleðigöngunni!

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
27. júlí 2022

Vörum við svikum - ekki samþykkja greiðslur og innskráningu í hugsunarleysi

Við vörum við svikum sem hafa átt sér stað í nafni Landsbankans og ítrekum að aldrei skal staðfesta innskráningu eða millifærslu nema þú ætlir þér raunverulega að skrá þig inn eða millifæra. 
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
25. júlí 2022

Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna

Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi föstudaginn 29. júlí. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 1. ágúst. Við minnum á að viðskiptavinir bankans geta sinnt bankaviðskiptum hvar og hvenær sem er í Landsbankaappinu eða í netbankanum. Nánari upplýsingar um útibúanet Landsbankans, app bankans, hraðbanka og netbanka má finna hér á vefnum.
21. júlí 2022

Úthlutað úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar

Alls fengu 22 verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar að þessu sinni.
7. júlí 2022

Fjölbreyttari leiðir til að nýta sér bankaþjónustu

Við höfum nú opnað fyrir þann möguleika að aðrir þjónustuaðilar en bankinn geti birt upplýsingar um greiðslureikninga viðskiptavina okkar í sínum eigin lausnum, hafi viðskiptavinur samþykkt það.
New temp image
29. júní 2022

Landsbankinn breytir vöxtum

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,85 prósentustig og verða 6,25%. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20-0,35 prósentustig. Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20 prósentustig en breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir.
29. júní 2022

Nýr forstöðumaður Þjónustuvers

Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Þjónustuvers Landsbankans.
28. júní 2022

Nýir starfsmenn í Fyrirtækjaráðgjöf

Guðmundur Már Þórsson og Júlíus Fjeldsted hafa verið ráðnir til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
Kristín Rut Einarsdóttir
27. júní 2022

Nýr útibússtjóri í Hafnarfirði

Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði.
23. júní 2022

Óskum Alvotech til hamingju með skráningu á First North á Íslandi

Í kjölfar skráningar hlutabréfa Alvotech á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í New York í síðustu viku hefur félagið nú einnig verið skráð á Nasdaq First North Iceland vaxtarmarkaðinn. 
Sjálfbærnistyrkir 2022
20. júní 2022

Fjölbreytt verkefni fá sjálfbærnistyrk Landsbankans

Sex áhugaverð verkefni hafa hlotið styrk úr Sjálfbærnisjóði Landsbankans, alls að upphæð 10 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur