Fréttir

Út­hlutað úr Gleði­göngupotti Hinseg­in daga og Lands­bank­ans

Gleðigangan
27. júlí 2022 - Landsbankinn

Tólf félög og atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2022. Hinsegin dagar hefjast þriðjudaginn 2. ágúst en hápunkturinn er Gleðigangan laugardaginn 6. ágúst.

Að öllu jöfnu hefur verið úthlutað 1.500.000 krónum úr pottinum árlega en vegna heimsfaraldursins var potturinn hvorki tæmdur árið 2020 né 2021. Hluta fjárhæðarinnar var þó úthlutað, m.a. vegna þess að félög og skipuleggjendur atriða höfðu þegar lagt út fyrir kostnaði þótt ekkert yrði af göngunum þá. Í einhverjum tilvikum er búnaður sem keyptur var fyrir úthlutunarféð enn til reiðu og nýtist í göngunni nú. Í ár var öllu ráðstöfunarfé ársins og því sem sat eftir frá síðustu tveimur árum, úthlutað og fyrir vikið var hægt að styðja fleiri stærri atriði en ella.

Eftirtalin félög og atriði hlutu styrki úr Gleðigöngupottinum 2022:

  • Ásar á Íslandi - 65.000 krónur.
  • Bangsafélagið - 200.000 krónur.
  • BDSM á Íslandi - 150.000 krónur.
  • Hinsegin félagsmiðstöð - 500.000 krónur.
  • Hinsegin Félak - 150.000 krónur.
  • Hinsegin kórinn - 350.000 krónur.
  • Hópur tví- og pankynhneigðra - 65.000 krónur.
  • Minningarstund - Dragdrottning Íslands - 450.000 krónur.
  • Minority Voice Iceland (MVI) - 350.000 krónur.
  • Pilkington Props - 400.000 krónur.
  • Trans Ísland - 20.000 krónur.
  • Æði vagninn - 350.000 krónur.

Gleðigöngupotturinn er samvinnuverkefni Landsbankans og Hinsegin daga en bankinn hefur verið stoltur bakhjarl Hinsegin daga frá upphafi. Auglýst var eftir umsóknum í júní og styrkþegar voru valdir af dómnefnd sem í sátu Andrean Sigurgeirsson, Anna Eir Guðfinnudóttir, Leifur Örn Gunnarsson, Sigurður Starr Guðjónson og Viima Lampinen.

Við óskum styrkþegunum til hamingju og hlökkum til að sjá atriðin í Gleðigöngunni!

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur