Fréttir

Út­hlut­að úr Gleði­göngupotti Hinseg­in daga og Lands­bank­ans

Gleðigangan
27. júlí 2022 - Landsbankinn

Tólf félög og atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2022. Hinsegin dagar hefjast þriðjudaginn 2. ágúst en hápunkturinn er Gleðigangan laugardaginn 6. ágúst.

Að öllu jöfnu hefur verið úthlutað 1.500.000 krónum úr pottinum árlega en vegna heimsfaraldursins var potturinn hvorki tæmdur árið 2020 né 2021. Hluta fjárhæðarinnar var þó úthlutað, m.a. vegna þess að félög og skipuleggjendur atriða höfðu þegar lagt út fyrir kostnaði þótt ekkert yrði af göngunum þá. Í einhverjum tilvikum er búnaður sem keyptur var fyrir úthlutunarféð enn til reiðu og nýtist í göngunni nú. Í ár var öllu ráðstöfunarfé ársins og því sem sat eftir frá síðustu tveimur árum, úthlutað og fyrir vikið var hægt að styðja fleiri stærri atriði en ella.

Eftirtalin félög og atriði hlutu styrki úr Gleðigöngupottinum 2022:

 • Ásar á Íslandi - 65.000 krónur.
 • Bangsafélagið - 200.000 krónur.
 • BDSM á Íslandi - 150.000 krónur.
 • Hinsegin félagsmiðstöð - 500.000 krónur.
 • Hinsegin Félak - 150.000 krónur.
 • Hinsegin kórinn - 350.000 krónur.
 • Hópur tví- og pankynhneigðra - 65.000 krónur.
 • Minningarstund - Dragdrottning Íslands - 450.000 krónur.
 • Minority Voice Iceland (MVI) - 350.000 krónur.
 • Pilkington Props - 400.000 krónur.
 • Trans Ísland - 20.000 krónur.
 • Æði vagninn - 350.000 krónur.

Gleðigöngupotturinn er samvinnuverkefni Landsbankans og Hinsegin daga en bankinn hefur verið stoltur bakhjarl Hinsegin daga frá upphafi. Auglýst var eftir umsóknum í júní og styrkþegar voru valdir af dómnefnd sem í sátu Andrean Sigurgeirsson, Anna Eir Guðfinnudóttir, Leifur Örn Gunnarsson, Sigurður Starr Guðjónson og Viima Lampinen.

Við óskum styrkþegunum til hamingju og hlökkum til að sjá atriðin í Gleðigöngunni!

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grafísk mynd af Dyrfjöllum
21. sept. 2022

Spennandi dagskrá á sjálfbærnidegi Landsbankans

Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 22. september og verður einnig aðgengilegur í beinu vefstreymi. Dagskráin hefst kl. 9.00 en boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.30.
Grafísk mynd af Dyrfjöllum
9. sept. 2022

Betri árangur með sjálfbærni - Fyrirtækjarekstur og fjárfestingar

Við stöndum fyrir spennandi morgunfundi fyrir stjórnendur, fólk í rekstri og fjárfesta um tækifærin til að ná betri árangri með sjálfbærni.
New temp image
1. sept. 2022

Landsbankinn breytir vöxtum

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,75 prósentustig og verða 7,00%. Breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,20 prósentusig. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra og verðtryggðra íbúðalána eru óbreyttir.
Landsbankinn fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum
29. ágúst 2022

Landsbankinn fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Landsbankinn hefur fengið endurnýjaða viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans og Berglind Svavarsdóttir, varaformaður, tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd bankans við hátíðlega athöfn á Nauthóli þann 26. ágúst.
25. ágúst 2022

Varist svik í gegnum samfélagsmiðla

Meðal aðferða sem netsvikarar beita er að taka yfir aðgang einstaklinga að Facebook, Messenger eða Instagram og senda síðan skilaboð í þeirra nafni þar sem beðið er um greiðslukortaupplýsingar, auðkennisnúmer og fleira sem hægt er að nota til að svíkja út fé.
24. ágúst 2022

Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu í netbankanum

Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og einnig til að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
24. ágúst 2022

Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins

Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2022.
24. ágúst 2022

Fyrsta farþegaflug rafmagnsflugvélar á Íslandi

Mörkuð voru tímamót í flugsögu Íslands 23. september þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, voru fyrstu farþegar rafmagnsflugvélar á Íslandi í fyrstu tveimur farþegaflugunum. Viðburðurinn fór fram á Reykjavíkurflugvelli og þar voru stigin mikilvæg skref í orkuskiptum flugsamgangna.
New temp image
19. ágúst 2022

Breytingar á föstum vöxtum á nýjum íbúðalánum

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða og 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig.
16. ágúst 2022

Menningarnótt í Landsbankanum Austurstræti 11

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 20. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá í Austurstræti 11.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur