Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Styrkj­um fimmtán framúrsk­ar­andi náms­menn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 15. júní. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og þriðja skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 300 umsóknir í ár.
Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans
16. júní 2022 - Landsbankinn

Veittir eru styrkir í fimm flokkum til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, til háskólanema í framhaldsnámi og listnema.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2022

Styrkir til framhaldsskólanáms – 200.000 kr. hver

  • Guðmundur Brynjar Þórarinsson – Menntaskólinn við Hamrahlíð
  • Orri Þór Eggertsson – Menntaskólinn í Kópavogi
  • Thelma Dögg Hafliðadóttir – Norður-Atlantshafsbekkurinn (NGK)

Styrkir til iðn- og verknáms – 400.000 kr. hver

  • Ástráður Sigurðsson – Atvinnuflugnám í Flugakademíu Íslands
  • Guðmundur Hjalti Jónsson – Þrefalt iðnnám í rennismíði, vélavirkjun, stál- og blikksmíði við Borgarholtsskóla
  • Rikka Sigríksdóttir – Nám til meistararéttinda í bílamálun og bifreiðasmíði í Meistaraskólanum

Styrkir til háskólanáms – 400.000 kr. hver

  • Berglind Bjarnadóttir – BS nám í lífefna- og sameindafræði við Háskóla Íslands
  • Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir – BS nám í rafmagns- og tölvuverkfræði við Loyola Háskólann í Maryland
  • Kári Rögnvaldsson – BS nám í stærðfræði við Háskóla Íslands           

Styrkir til háskólanáms á framhaldsstigi – 500.000 kr. hver

  • Guðni Natan Gunnarsson – Meistaranám í tölvunarfræði við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum
  • Guðrún Höskuldsdóttir – Meistaranám í orkuverkfræði í ETH Zürich í Sviss
  • Magnús Símonarson – Meistaranám í hagfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum 

Styrkir til listnáms – 500.000 kr. hver

  • Ásgerður Arnardóttir – Meistaranám í myndlist við California Institute of the Arts (CalArts).
  • Gréta Kristín Ómarsdóttir – Meistaranám í leikstjórn við leiklistarakademíuna í Uniarts í Helsinki í Finnlandi.
  • Sólveig Steinþórsdóttir – Nám í fiðluleik við einleikaradeild Listháskólans í Zürich í Sviss.

Í dómnefnd sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norðfjörð, markaðsstjóri Forlagsins og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Á myndinni eru styrkþegar eða fulltrúar þeirra ásamt Runólfi Smára Steinþórssyni, prófessor við Háskóla Íslands sem var formaður dómnefndar, Sigríði Guðmundsdóttur, mannauðsstjóri Landsbankans og Helga Teit Helgasyni, framkvæmdastjóra Einstaklingssviðs Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.