Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Styrkj­um fimmtán framúrsk­ar­andi náms­menn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 15. júní. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og þriðja skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 300 umsóknir í ár.
Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans
16. júní 2022 - Landsbankinn

Veittir eru styrkir í fimm flokkum til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, til háskólanema í framhaldsnámi og listnema.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2022

Styrkir til framhaldsskólanáms – 200.000 kr. hver

  • Guðmundur Brynjar Þórarinsson – Menntaskólinn við Hamrahlíð
  • Orri Þór Eggertsson – Menntaskólinn í Kópavogi
  • Thelma Dögg Hafliðadóttir – Norður-Atlantshafsbekkurinn (NGK)

Styrkir til iðn- og verknáms – 400.000 kr. hver

  • Ástráður Sigurðsson – Atvinnuflugnám í Flugakademíu Íslands
  • Guðmundur Hjalti Jónsson – Þrefalt iðnnám í rennismíði, vélavirkjun, stál- og blikksmíði við Borgarholtsskóla
  • Rikka Sigríksdóttir – Nám til meistararéttinda í bílamálun og bifreiðasmíði í Meistaraskólanum

Styrkir til háskólanáms – 400.000 kr. hver

  • Berglind Bjarnadóttir – BS nám í lífefna- og sameindafræði við Háskóla Íslands
  • Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir – BS nám í rafmagns- og tölvuverkfræði við Loyola Háskólann í Maryland
  • Kári Rögnvaldsson – BS nám í stærðfræði við Háskóla Íslands           

Styrkir til háskólanáms á framhaldsstigi – 500.000 kr. hver

  • Guðni Natan Gunnarsson – Meistaranám í tölvunarfræði við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum
  • Guðrún Höskuldsdóttir – Meistaranám í orkuverkfræði í ETH Zürich í Sviss
  • Magnús Símonarson – Meistaranám í hagfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum 

Styrkir til listnáms – 500.000 kr. hver

  • Ásgerður Arnardóttir – Meistaranám í myndlist við California Institute of the Arts (CalArts).
  • Gréta Kristín Ómarsdóttir – Meistaranám í leikstjórn við leiklistarakademíuna í Uniarts í Helsinki í Finnlandi.
  • Sólveig Steinþórsdóttir – Nám í fiðluleik við einleikaradeild Listháskólans í Zürich í Sviss.

Í dómnefnd sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norðfjörð, markaðsstjóri Forlagsins og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Á myndinni eru styrkþegar eða fulltrúar þeirra ásamt Runólfi Smára Steinþórssyni, prófessor við Háskóla Íslands sem var formaður dómnefndar, Sigríði Guðmundsdóttur, mannauðsstjóri Landsbankans og Helga Teit Helgasyni, framkvæmdastjóra Einstaklingssviðs Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.
26. nóv. 2025
Ljósin tendruð á Hamborgartrénu 29. nóvember
Ljósin verða tendruð á 60 ára afmæli Hamborgartrésins þann 29. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Landsbankinn
21. nóv. 2025
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti inn- og útlána. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir nýrra íbúðalána lækka um 0,10 -0,20 prósentustig.
18. nóv. 2025
Landsbankinn styrkir Örninn í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Arnarsins.
Landsbankinn
14. nóv. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember 2025. Lokað verður frá miðnætti til um kl. 4.00 á mánudagsmorgun. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Netsvik
10. nóv. 2025
Leikir sem fræðsla um netöryggi
Landsbankinn er öflugur útgefandi fræðsluefnis, allt frá faglegum greiningum og almennri fræðslu um fjármál, netöryggi og sjálfbærni til umfjöllunar um efni sem er efst á baugi hverju sinni.
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.