Fréttir

Styrkj­um fimmtán framúrsk­ar­andi náms­menn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 15. júní. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og þriðja skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 300 umsóknir í ár.
Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans
16. júní 2022 - Landsbankinn

Veittir eru styrkir í fimm flokkum til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, til háskólanema í framhaldsnámi og listnema.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2022

Styrkir til framhaldsskólanáms – 200.000 kr. hver

 • Guðmundur Brynjar Þórarinsson – Menntaskólinn við Hamrahlíð
 • Orri Þór Eggertsson – Menntaskólinn í Kópavogi
 • Thelma Dögg Hafliðadóttir – Norður-Atlantshafsbekkurinn (NGK)

Styrkir til iðn- og verknáms – 400.000 kr. hver

 • Ástráður Sigurðsson – Atvinnuflugnám í Flugakademíu Íslands
 • Guðmundur Hjalti Jónsson – Þrefalt iðnnám í rennismíði, vélavirkjun, stál- og blikksmíði við Borgarholtsskóla
 • Rikka Sigríksdóttir – Nám til meistararéttinda í bílamálun og bifreiðasmíði í Meistaraskólanum

Styrkir til háskólanáms – 400.000 kr. hver

 • Berglind Bjarnadóttir – BS nám í lífefna- og sameindafræði við Háskóla Íslands
 • Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir – BS nám í rafmagns- og tölvuverkfræði við Loyola Háskólann í Maryland
 • Kári Rögnvaldsson – BS nám í stærðfræði við Háskóla Íslands           

Styrkir til háskólanáms á framhaldsstigi – 500.000 kr. hver

 • Guðni Natan Gunnarsson – Meistaranám í tölvunarfræði við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum
 • Guðrún Höskuldsdóttir – Meistaranám í orkuverkfræði í ETH Zürich í Sviss
 • Magnús Símonarson – Meistaranám í hagfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum 

Styrkir til listnáms – 500.000 kr. hver

 • Ásgerður Arnardóttir – Meistaranám í myndlist við California Institute of the Arts (CalArts).
 • Gréta Kristín Ómarsdóttir – Meistaranám í leikstjórn við leiklistarakademíuna í Uniarts í Helsinki í Finnlandi.
 • Sólveig Steinþórsdóttir – Nám í fiðluleik við einleikaradeild Listháskólans í Zürich í Sviss.

Í dómnefnd sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norðfjörð, markaðsstjóri Forlagsins og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Á myndinni eru styrkþegar eða fulltrúar þeirra ásamt Runólfi Smára Steinþórssyni, prófessor við Háskóla Íslands sem var formaður dómnefndar, Sigríði Guðmundsdóttur, mannauðsstjóri Landsbankans og Helga Teit Helgasyni, framkvæmdastjóra Einstaklingssviðs Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
16. ágúst 2022

Menningarnótt í Landsbankanum Austurstræti 11

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 20. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá í Austurstræti 11.
New temp image
11. ágúst 2022

Vörumst netsvik - er netslóðin örugglega rétt?

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum sem viðskiptavinir urðu fyrir í sumar miðar vel, eins og fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Vegna þessa máls bendum við á að við mælum með að viðskiptavinir fari inn í netbanka Landsbankans í gegnum vef bankans, þ.e. með því að slá inn landsbankinn.is í gluggann sem sýnir netslóðina.
Gleðigangan
27. júlí 2022

Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans

Tólf félög og atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2022. Hinsegin dagar hefjast þriðjudaginn 2. ágúst en hápunkturinn er Gleðigangan laugardaginn 6. ágúst.
New temp image
27. júlí 2022

Vörum við svikum - ekki samþykkja greiðslur og innskráningu í hugsunarleysi

Við vörum við svikum sem hafa átt sér stað í nafni Landsbankans og ítrekum að aldrei skal staðfesta innskráningu eða millifærslu nema þú ætlir þér raunverulega að skrá þig inn eða millifæra. 
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
25. júlí 2022

Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna

Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi föstudaginn 29. júlí. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 1. ágúst. Við minnum á að viðskiptavinir bankans geta sinnt bankaviðskiptum hvar og hvenær sem er í Landsbankaappinu eða í netbankanum. Nánari upplýsingar um útibúanet Landsbankans, app bankans, hraðbanka og netbanka má finna hér á vefnum.
21. júlí 2022

Úthlutað úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar

Alls fengu 22 verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar að þessu sinni.
7. júlí 2022

Fjölbreyttari leiðir til að nýta sér bankaþjónustu

Við höfum nú opnað fyrir þann möguleika að aðrir þjónustuaðilar en bankinn geti birt upplýsingar um greiðslureikninga viðskiptavina okkar í sínum eigin lausnum, hafi viðskiptavinur samþykkt það.
New temp image
29. júní 2022

Landsbankinn breytir vöxtum

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,85 prósentustig og verða 6,25%. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20-0,35 prósentustig. Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20 prósentustig en breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir.
29. júní 2022

Nýr forstöðumaður Þjónustuvers

Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Þjónustuvers Landsbankans.
28. júní 2022

Nýir starfsmenn í Fyrirtækjaráðgjöf

Guðmundur Már Þórsson og Júlíus Fjeldsted hafa verið ráðnir til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur