Fréttir

Styrkj­um fimmtán framúrsk­ar­andi náms­menn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 15. júní. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og þriðja skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 300 umsóknir í ár.
Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans
16. júní 2022 - Landsbankinn

Veittir eru styrkir í fimm flokkum til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, til háskólanema í framhaldsnámi og listnema.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2022

Styrkir til framhaldsskólanáms – 200.000 kr. hver

 • Guðmundur Brynjar Þórarinsson – Menntaskólinn við Hamrahlíð
 • Orri Þór Eggertsson – Menntaskólinn í Kópavogi
 • Thelma Dögg Hafliðadóttir – Norður-Atlantshafsbekkurinn (NGK)

Styrkir til iðn- og verknáms – 400.000 kr. hver

 • Ástráður Sigurðsson – Atvinnuflugnám í Flugakademíu Íslands
 • Guðmundur Hjalti Jónsson – Þrefalt iðnnám í rennismíði, vélavirkjun, stál- og blikksmíði við Borgarholtsskóla
 • Rikka Sigríksdóttir – Nám til meistararéttinda í bílamálun og bifreiðasmíði í Meistaraskólanum

Styrkir til háskólanáms – 400.000 kr. hver

 • Berglind Bjarnadóttir – BS nám í lífefna- og sameindafræði við Háskóla Íslands
 • Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir – BS nám í rafmagns- og tölvuverkfræði við Loyola Háskólann í Maryland
 • Kári Rögnvaldsson – BS nám í stærðfræði við Háskóla Íslands           

Styrkir til háskólanáms á framhaldsstigi – 500.000 kr. hver

 • Guðni Natan Gunnarsson – Meistaranám í tölvunarfræði við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum
 • Guðrún Höskuldsdóttir – Meistaranám í orkuverkfræði í ETH Zürich í Sviss
 • Magnús Símonarson – Meistaranám í hagfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum 

Styrkir til listnáms – 500.000 kr. hver

 • Ásgerður Arnardóttir – Meistaranám í myndlist við California Institute of the Arts (CalArts).
 • Gréta Kristín Ómarsdóttir – Meistaranám í leikstjórn við leiklistarakademíuna í Uniarts í Helsinki í Finnlandi.
 • Sólveig Steinþórsdóttir – Nám í fiðluleik við einleikaradeild Listháskólans í Zürich í Sviss.

Í dómnefnd sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norðfjörð, markaðsstjóri Forlagsins og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Á myndinni eru styrkþegar eða fulltrúar þeirra ásamt Runólfi Smára Steinþórssyni, prófessor við Háskóla Íslands sem var formaður dómnefndar, Sigríði Guðmundsdóttur, mannauðsstjóri Landsbankans og Helga Teit Helgasyni, framkvæmdastjóra Einstaklingssviðs Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
27. mars 2023

Vegna falsaðrar myndar af hraðbanka Landsbankans

Í dag hefur birst falsað myndskeið og fölsuð ljósmynd af hraðbanka Landsbankans. Á myndinni og myndskeiðinu er texti sem vísar til starfa nafngreindrar konu. Um er að ræða fölsun og að sjálfsögðu hefur slíkur texti aldrei birst í hraðbanka Landsbankans.
New temp image
22. mars 2023

Landsbankinn gefur út víkjandi skuldabréf fyrir 12 milljarða króna

Landsbankinn lauk hinn 17. mars 2023 útboði á tveimur flokkum víkjandi skuldabréfa sem telja til eiginfjárþáttar 2.
17. mars 2023

Félagar Blindrafélagsins áhugasamir um netöryggi

Líflegar umræður spunnust á vel sóttum fundi sem Landsbankinn hélt með Blindrafélaginu – samtökum blindra og sjónskertra á miðvikudaginn um netöryggismál annars vegar og aðgengismál í sjálfsafgreiðslulausnum hins vegar.
New temp image
15. mars 2023

Rafræn skilríki notuð við kortagreiðslur í netverslun

Nú er beðið um rafræn skilríki við staðfestingu á greiðslum sem gerðar eru með greiðslukortum í netverslun. Áður voru greiðslur staðfestar með því að slá inn kóða sem barst með SMS-i.
Sjálfbærnimerki
14. mars 2023

AB-Fasteignir fá sjálfbærnimerki Landsbankans

AB-Fasteignir hafa fengið sjálfbærnimerki Landsbankans vegna framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Merkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
Sjálfbærniteymi
2. mars 2023

Öflugt sjálfbærniteymi vinnur að vaxandi verkefnum

Landsbankinn leggur mikla áherslu á sjálfbærni, enda gerir markaðurinn kröfu um að málaflokknum sé sinnt vel, viðskiptavinir hafa áhuga á þessum málum og regluverk í kringum málaflokkinn færist í aukanna. Sjálfbærnistarf bankans hefur aukist að umfangi og hjá bankanum starfar öflugt sjálfbærniteymi.
Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands
27. feb. 2023

Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands styrkir stúdenta um 127,5 milljónir

Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að verja 127,5 milljónum króna í styrki til doktorsnema við Háskóla Íslands í ár.
Greiðsla
24. feb. 2023

Allt á einum stað með færsluhirðingu bankans

Landsbankinn hefur hleypt af stokkunum eigin færsluhirðingu. Nú geta söluaðilar í viðskiptum við bankann haft alla greiðsluþjónustu á einum stað sem skilar sér í betri yfirsýn og hagræðingu í rekstri.
Hjalti Óskarsson
21. feb. 2023

Hjalti Óskarsson til liðs við Hagfræðideildina

Hjalti Óskarsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn til starfa í Hagfræðideild Landsbankans.  Hjalti lauk B.A.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og M.S.-gráðu í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla 2017.  Frá árinu 2018 starfaði hann á Hagstofu Íslands, fyrst vísitöludeild en síðan í rannsóknardeild. Áður starfaði Hjalti tímabundið hjá Seðlabanka Íslands.
Karítas Ríkharðsdóttir
20. feb. 2023

Karítas til liðs við Landsbankann

Karítas Ríkharðsdóttir hefur gengið til liðs við Landsbankann sem sérfræðingur í samskiptum. Karítas kemur frá Morgunblaðinu og mbl.is þar sem hún starfaði sem blaðamaður auk þess að vera einn þáttastjórnenda Dagmála. Áður starfaði hún sem aðstoðarmaður þingflokks Framsóknarflokksins. Karítas er með B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Karítas mun starfa í samskiptateyminu sem er hluti af Samfélagi Landsbankans en undir sviðið falla einnig mannauðsmál, markaðsmál, fræðsla, sjálfbærni og hagfræðigreining.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur