Fréttir

Styrkj­um fimmtán framúrsk­ar­andi náms­menn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 15. júní. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og þriðja skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 300 umsóknir í ár.
Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans
16. júní 2022 - Landsbankinn

Veittir eru styrkir í fimm flokkum til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, til háskólanema í framhaldsnámi og listnema.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2022

Styrkir til framhaldsskólanáms – 200.000 kr. hver

 • Guðmundur Brynjar Þórarinsson – Menntaskólinn við Hamrahlíð
 • Orri Þór Eggertsson – Menntaskólinn í Kópavogi
 • Thelma Dögg Hafliðadóttir – Norður-Atlantshafsbekkurinn (NGK)

Styrkir til iðn- og verknáms – 400.000 kr. hver

 • Ástráður Sigurðsson – Atvinnuflugnám í Flugakademíu Íslands
 • Guðmundur Hjalti Jónsson – Þrefalt iðnnám í rennismíði, vélavirkjun, stál- og blikksmíði við Borgarholtsskóla
 • Rikka Sigríksdóttir – Nám til meistararéttinda í bílamálun og bifreiðasmíði í Meistaraskólanum

Styrkir til háskólanáms – 400.000 kr. hver

 • Berglind Bjarnadóttir – BS nám í lífefna- og sameindafræði við Háskóla Íslands
 • Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir – BS nám í rafmagns- og tölvuverkfræði við Loyola Háskólann í Maryland
 • Kári Rögnvaldsson – BS nám í stærðfræði við Háskóla Íslands           

Styrkir til háskólanáms á framhaldsstigi – 500.000 kr. hver

 • Guðni Natan Gunnarsson – Meistaranám í tölvunarfræði við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum
 • Guðrún Höskuldsdóttir – Meistaranám í orkuverkfræði í ETH Zürich í Sviss
 • Magnús Símonarson – Meistaranám í hagfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum 

Styrkir til listnáms – 500.000 kr. hver

 • Ásgerður Arnardóttir – Meistaranám í myndlist við California Institute of the Arts (CalArts).
 • Gréta Kristín Ómarsdóttir – Meistaranám í leikstjórn við leiklistarakademíuna í Uniarts í Helsinki í Finnlandi.
 • Sólveig Steinþórsdóttir – Nám í fiðluleik við einleikaradeild Listháskólans í Zürich í Sviss.

Í dómnefnd sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norðfjörð, markaðsstjóri Forlagsins og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Á myndinni eru styrkþegar eða fulltrúar þeirra ásamt Runólfi Smára Steinþórssyni, prófessor við Háskóla Íslands sem var formaður dómnefndar, Sigríði Guðmundsdóttur, mannauðsstjóri Landsbankans og Helga Teit Helgasyni, framkvæmdastjóra Einstaklingssviðs Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
29. júní 2022

Landsbankinn breytir vöxtum

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,85 prósentustig og verða 6,25%. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20-0,35 prósentustig. Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20 prósentustig en breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir.
29. júní 2022

Nýr forstöðumaður Þjónustuvers

Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Þjónustuvers Landsbankans.
28. júní 2022

Nýir starfsmenn í Fyrirtækjaráðgjöf

Guðmundur Már Þórsson og Júlíus Fjeldsted hafa verið ráðnir til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
Kristín Rut Einarsdóttir
27. júní 2022

Nýr útibússtjóri í Hafnarfirði

Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði.
23. júní 2022

Óskum Alvotech til hamingju með skráningu á First North á Íslandi

Í kjölfar skráningar hlutabréfa Alvotech á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í New York í síðustu viku hefur félagið nú einnig verið skráð á Nasdaq First North Iceland vaxtarmarkaðinn. 
Sjálfbærnistyrkir 2022
20. júní 2022

Fjölbreytt verkefni fá sjálfbærnistyrk Landsbankans

Sex áhugaverð verkefni hafa hlotið styrk úr Sjálfbærnisjóði Landsbankans, alls að upphæð 10 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
16. júní 2022

Vel heppnuð skráning Alvotech á Nasdaq í New York

Hlutabréf í Alvotech voru tekin til viðskipta í kauphöll Nasdaq í New York í dag.
New temp image
16. júní 2022

Breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði – upptaka frá fræðslufundi

Nú er hægt að horfa á upptöku af fræðslufundi sem Stefnir Kristjánsson, gjaldeyrismiðlari hjá Landsbankanum, hélt um breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði fyrr í þessari viku.
New temp image
15. júní 2022

Landsbankinn breytir föstum vöxtum

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,50 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,45 prósentustig. Fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,30 prósentustig.
New temp image
31. maí 2022

Landsbankinn breytir föstum vöxtum íbúðalána

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,35 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,30 prósentustig. Breytingarnar taka gildi frá og með 1. júní.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur