Styrkjum fimmtán framúrskarandi námsmenn
Veittir eru styrkir í fimm flokkum til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, til háskólanema í framhaldsnámi og listnema.
Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.
Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2022
Styrkir til framhaldsskólanáms – 200.000 kr. hver
- Guðmundur Brynjar Þórarinsson – Menntaskólinn við Hamrahlíð
- Orri Þór Eggertsson – Menntaskólinn í Kópavogi
- Thelma Dögg Hafliðadóttir – Norður-Atlantshafsbekkurinn (NGK)
Styrkir til iðn- og verknáms – 400.000 kr. hver
- Ástráður Sigurðsson – Atvinnuflugnám í Flugakademíu Íslands
- Guðmundur Hjalti Jónsson – Þrefalt iðnnám í rennismíði, vélavirkjun, stál- og blikksmíði við Borgarholtsskóla
- Rikka Sigríksdóttir – Nám til meistararéttinda í bílamálun og bifreiðasmíði í Meistaraskólanum
Styrkir til háskólanáms – 400.000 kr. hver
- Berglind Bjarnadóttir – BS nám í lífefna- og sameindafræði við Háskóla Íslands
- Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir – BS nám í rafmagns- og tölvuverkfræði við Loyola Háskólann í Maryland
- Kári Rögnvaldsson – BS nám í stærðfræði við Háskóla Íslands
Styrkir til háskólanáms á framhaldsstigi – 500.000 kr. hver
- Guðni Natan Gunnarsson – Meistaranám í tölvunarfræði við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum
- Guðrún Höskuldsdóttir – Meistaranám í orkuverkfræði í ETH Zürich í Sviss
- Magnús Símonarson – Meistaranám í hagfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum
Styrkir til listnáms – 500.000 kr. hver
- Ásgerður Arnardóttir – Meistaranám í myndlist við California Institute of the Arts (CalArts).
- Gréta Kristín Ómarsdóttir – Meistaranám í leikstjórn við leiklistarakademíuna í Uniarts í Helsinki í Finnlandi.
- Sólveig Steinþórsdóttir – Nám í fiðluleik við einleikaradeild Listháskólans í Zürich í Sviss.
Í dómnefnd sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norðfjörð, markaðsstjóri Forlagsins og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.
Á myndinni eru styrkþegar eða fulltrúar þeirra ásamt Runólfi Smára Steinþórssyni, prófessor við Háskóla Íslands sem var formaður dómnefndar, Sigríði Guðmundsdóttur, mannauðsstjóri Landsbankans og Helga Teit Helgasyni, framkvæmdastjóra Einstaklingssviðs Landsbankans.