Fréttir

Styrkj­um fimmtán framúrsk­ar­andi náms­menn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 15. júní. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og þriðja skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 300 umsóknir í ár.
Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans
16. júní 2022 - Landsbankinn

Veittir eru styrkir í fimm flokkum til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, til háskólanema í framhaldsnámi og listnema.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2022

Styrkir til framhaldsskólanáms – 200.000 kr. hver

 • Guðmundur Brynjar Þórarinsson – Menntaskólinn við Hamrahlíð
 • Orri Þór Eggertsson – Menntaskólinn í Kópavogi
 • Thelma Dögg Hafliðadóttir – Norður-Atlantshafsbekkurinn (NGK)

Styrkir til iðn- og verknáms – 400.000 kr. hver

 • Ástráður Sigurðsson – Atvinnuflugnám í Flugakademíu Íslands
 • Guðmundur Hjalti Jónsson – Þrefalt iðnnám í rennismíði, vélavirkjun, stál- og blikksmíði við Borgarholtsskóla
 • Rikka Sigríksdóttir – Nám til meistararéttinda í bílamálun og bifreiðasmíði í Meistaraskólanum

Styrkir til háskólanáms – 400.000 kr. hver

 • Berglind Bjarnadóttir – BS nám í lífefna- og sameindafræði við Háskóla Íslands
 • Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir – BS nám í rafmagns- og tölvuverkfræði við Loyola Háskólann í Maryland
 • Kári Rögnvaldsson – BS nám í stærðfræði við Háskóla Íslands           

Styrkir til háskólanáms á framhaldsstigi – 500.000 kr. hver

 • Guðni Natan Gunnarsson – Meistaranám í tölvunarfræði við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum
 • Guðrún Höskuldsdóttir – Meistaranám í orkuverkfræði í ETH Zürich í Sviss
 • Magnús Símonarson – Meistaranám í hagfræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum 

Styrkir til listnáms – 500.000 kr. hver

 • Ásgerður Arnardóttir – Meistaranám í myndlist við California Institute of the Arts (CalArts).
 • Gréta Kristín Ómarsdóttir – Meistaranám í leikstjórn við leiklistarakademíuna í Uniarts í Helsinki í Finnlandi.
 • Sólveig Steinþórsdóttir – Nám í fiðluleik við einleikaradeild Listháskólans í Zürich í Sviss.

Í dómnefnd sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norðfjörð, markaðsstjóri Forlagsins og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Á myndinni eru styrkþegar eða fulltrúar þeirra ásamt Runólfi Smára Steinþórssyni, prófessor við Háskóla Íslands sem var formaður dómnefndar, Sigríði Guðmundsdóttur, mannauðsstjóri Landsbankans og Helga Teit Helgasyni, framkvæmdastjóra Einstaklingssviðs Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur