Fréttir

Breytt­ar að­stæð­ur á gjald­eyr­is­mark­aði – upp­taka frá fræðslufundi

16. júní 2022 - Landsbankinn

Nú er hægt að horfa á upptöku af fræðslufundi sem Stefnir Kristjánsson, gjaldeyrismiðlari hjá Landsbankanum, hélt um breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði fyrr í þessari viku.

Stefnir hefur starfað á fjármálamarkaði í 22 ár, aðallega við gjaldeyris- og afleiðumiðlun. Hann skrifar vikulegan pistil um gjaldeyrismál sem hann sendir áskrifendum í tölvupósti.

Stefnir Kristjánsson

Breytingar með afléttingu hafta

Á fundinum fjallaði Stefnir um hvernig nýta megi gjaldeyrisvarnir eftir að gjaldeyrishöftum var alfarið aflétt síðastliðið sumar með tilheyrandi breytingum. Hann benti m.a. á að ólíkir hópar væru á gjaldeyrismarkaði og að markaðsaðilum hefði fjölgað mikið eftir að gjaldeyrishöftum var alfarið aflétt. Á einum endanum væru spákaupmenn sem reyndu að hagnast á skammtímasveiflum en á hinum endanum væri fólk í fyrirtækjarekstri sem þyrfti að stunda viðskipti með gjaldeyri vegna rekstursins. Þarna einhvers staðar á milli væru fjárfestingarsjóðir og lífeyrissjóðir. Spákaupmenn reyni að vera á undan raunhagkerfinu og hjá þeim hefðu væntingar meira vægi. Hann tók sem dæmi að ef tilkynnt væri um stóraukinn loðnukvóta mætti sjá fyrir sér að spákaupmenn myndu strax kaupa mikið af íslenskri krónu, í þeirri von að krónan myndi styrkjast við innflæði gjaldeyris vegna aukinna veiða. Þannig gæti gengi krónunnar styrkst löngu áður en eitt einasta loðnutonn kæmi á land. Sjávarútvegsfyrirtækið sem veiddi loðnuna myndi aftur á móti selja gjaldeyri og kaupa krónur seint í ferlinu og þannig verða af hagnaði (þar sem krónan hefði þegar styrkst í krafti væntinga um góða loðnuvertíð). Þegar fyrirtækið hefur loksins keypt krónur fyrir gjaldeyrinn getur vel verið að krónan veikist aftur, þrátt fyrir mikinn meðbyr í hagkerfinu. Með þessu móti yrði sjávarútvegsfyrirtækið af hagnaði en spákaupmaðurinn gæti hagnast.

Stefnir lagði áherslu á að fyrirtæki sem stundar viðskipti á alþjóðavettvangi hugi að þessum málum, myndi stefnu og útvegi sér gjaldeyrisvarnir ef þörf er á. Hann fjallaði um spár um gjaldeyrisþróun, framvirka gjaldeyrissamninga, valrétti og ýmislegt fleira.

Ef þú vilt vera áskrifandi að vikulegum gjaldeyrispistli Stefnis getur þú sent honum tölvupóst í netfangið stefnir.kristjansson@landsbankinn.is.

Þú gætir einnig haft áhuga á
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Netöryggi
23. feb. 2024
Vörum við þjófum við hraðbanka
Við vörum við þjófum sem stela kortum frá fólki sem er að taka út peninga í hraðbanka og ítrekum mikilvægi þess að enginn sjái þegar PIN er slegið inn.
Grindavík
22. feb. 2024
Grindvíkingar halda óbreyttum vaxtakjörum við kaup á nýrri íbúð
Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign.
Krossmói
22. feb. 2024
Zebranie dotyczące finansów: Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn oraz Związek Zawodowy Marynarzy i Rybaków w Keflavíku i okolicach (VSFK) zapraszają na zebranie informacyjne w języku polskim na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego.
Krossmói
22. feb. 2024
Fjármálamót: Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Landsbankinn og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis (VSFK) standa fyrir fræðslufundi á pólsku um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi.
Grænland
13. feb. 2024
Fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjafi í vel heppnuðu hlutafjárútboði Amaroq
Amaroq Minerals Ltd., félag sem starfar á sviði námuvinnslu og er handhafi réttinda til leitar að verðmætum málmum í jörðu á Suður-Grænlandi, lauk í gær vel heppnuðu hlutafjárútboði að andvirði 7,6 milljarða íslenskra króna.
Reykjanesbær
13. feb. 2024
Nasz oddział w Reykjanesbær przy Krossmóar 4a został ponownie otwarty
Serdecznie witamy Klientów w tych samych godzinach otwarcia co wcześniej, tj. w godz. 10.00‒16.00 w każdy dzień roboczy.
Reykjanesbær
12. feb. 2024
Útibú bankans í Reykjanesbæ opið
Útibú okkar í Reykjanesbæ að Krossmóum 4a hefur verið opnað að nýju.
Gulleggið 2024
9. feb. 2024
Sea Growth er sigurvegari Gulleggsins 2024
Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Sjávarklasinn
8. feb. 2024
Landsbankinn hefur samstarf við Íslenska sjávarklasann
Íslenski sjávarklasinn og Landsbankinn hafa hafið samstarf sem miðar að því að styðja við aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu. Áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á þeim áskorunum sem rótgrónari fyrirtæki standa frammi fyrir, auk þess að styðja við frumkvöðla sem vinna verðmæti úr því sem áður var fargað.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur