Fréttir

Breytt­ar að­stæð­ur á gjald­eyr­is­mark­aði – upp­taka frá fræðslufundi

16. júní 2022 - Landsbankinn

Nú er hægt að horfa á upptöku af fræðslufundi sem Stefnir Kristjánsson, gjaldeyrismiðlari hjá Landsbankanum, hélt um breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði fyrr í þessari viku.

Stefnir hefur starfað á fjármálamarkaði í 22 ár, aðallega við gjaldeyris- og afleiðumiðlun. Hann skrifar vikulegan pistil um gjaldeyrismál sem hann sendir áskrifendum í tölvupósti.

Stefnir Kristjánsson

Breytingar með afléttingu hafta

Á fundinum fjallaði Stefnir um hvernig nýta megi gjaldeyrisvarnir eftir að gjaldeyrishöftum var alfarið aflétt síðastliðið sumar með tilheyrandi breytingum. Hann benti m.a. á að ólíkir hópar væru á gjaldeyrismarkaði og að markaðsaðilum hefði fjölgað mikið eftir að gjaldeyrishöftum var alfarið aflétt. Á einum endanum væru spákaupmenn sem reyndu að hagnast á skammtímasveiflum en á hinum endanum væri fólk í fyrirtækjarekstri sem þyrfti að stunda viðskipti með gjaldeyri vegna rekstursins. Þarna einhvers staðar á milli væru fjárfestingarsjóðir og lífeyrissjóðir. Spákaupmenn reyni að vera á undan raunhagkerfinu og hjá þeim hefðu væntingar meira vægi. Hann tók sem dæmi að ef tilkynnt væri um stóraukinn loðnukvóta mætti sjá fyrir sér að spákaupmenn myndu strax kaupa mikið af íslenskri krónu, í þeirri von að krónan myndi styrkjast við innflæði gjaldeyris vegna aukinna veiða. Þannig gæti gengi krónunnar styrkst löngu áður en eitt einasta loðnutonn kæmi á land. Sjávarútvegsfyrirtækið sem veiddi loðnuna myndi aftur á móti selja gjaldeyri og kaupa krónur seint í ferlinu og þannig verða af hagnaði (þar sem krónan hefði þegar styrkst í krafti væntinga um góða loðnuvertíð). Þegar fyrirtækið hefur loksins keypt krónur fyrir gjaldeyrinn getur vel verið að krónan veikist aftur, þrátt fyrir mikinn meðbyr í hagkerfinu. Með þessu móti yrði sjávarútvegsfyrirtækið af hagnaði en spákaupmaðurinn gæti hagnast.

Stefnir lagði áherslu á að fyrirtæki sem stundar viðskipti á alþjóðavettvangi hugi að þessum málum, myndi stefnu og útvegi sér gjaldeyrisvarnir ef þörf er á. Hann fjallaði um spár um gjaldeyrisþróun, framvirka gjaldeyrissamninga, valrétti og ýmislegt fleira.

Ef þú vilt vera áskrifandi að vikulegum gjaldeyrispistli Stefnis getur þú sent honum tölvupóst í netfangið stefnir.kristjansson@landsbankinn.is.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grafísk mynd af Dyrfjöllum
21. sept. 2022

Spennandi dagskrá á sjálfbærnidegi Landsbankans

Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 22. september og verður einnig aðgengilegur í beinu vefstreymi. Dagskráin hefst kl. 9.00 en boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.30.
Grafísk mynd af Dyrfjöllum
9. sept. 2022

Betri árangur með sjálfbærni - Fyrirtækjarekstur og fjárfestingar

Við stöndum fyrir spennandi morgunfundi fyrir stjórnendur, fólk í rekstri og fjárfesta um tækifærin til að ná betri árangri með sjálfbærni.
New temp image
1. sept. 2022

Landsbankinn breytir vöxtum

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,75 prósentustig og verða 7,00%. Breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,20 prósentusig. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra og verðtryggðra íbúðalána eru óbreyttir.
Landsbankinn fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum
29. ágúst 2022

Landsbankinn fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Landsbankinn hefur fengið endurnýjaða viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans og Berglind Svavarsdóttir, varaformaður, tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd bankans við hátíðlega athöfn á Nauthóli þann 26. ágúst.
25. ágúst 2022

Varist svik í gegnum samfélagsmiðla

Meðal aðferða sem netsvikarar beita er að taka yfir aðgang einstaklinga að Facebook, Messenger eða Instagram og senda síðan skilaboð í þeirra nafni þar sem beðið er um greiðslukortaupplýsingar, auðkennisnúmer og fleira sem hægt er að nota til að svíkja út fé.
24. ágúst 2022

Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu í netbankanum

Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og einnig til að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
24. ágúst 2022

Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins

Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2022.
24. ágúst 2022

Fyrsta farþegaflug rafmagnsflugvélar á Íslandi

Mörkuð voru tímamót í flugsögu Íslands 23. september þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, voru fyrstu farþegar rafmagnsflugvélar á Íslandi í fyrstu tveimur farþegaflugunum. Viðburðurinn fór fram á Reykjavíkurflugvelli og þar voru stigin mikilvæg skref í orkuskiptum flugsamgangna.
New temp image
19. ágúst 2022

Breytingar á föstum vöxtum á nýjum íbúðalánum

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða og 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig.
16. ágúst 2022

Menningarnótt í Landsbankanum Austurstræti 11

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 20. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá í Austurstræti 11.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur