Fréttir

Breytt­ar að­stæð­ur á gjald­eyr­is­mark­aði – upp­taka frá fræðslufundi

16. júní 2022 - Landsbankinn

Nú er hægt að horfa á upptöku af fræðslufundi sem Stefnir Kristjánsson, gjaldeyrismiðlari hjá Landsbankanum, hélt um breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði fyrr í þessari viku.

Stefnir hefur starfað á fjármálamarkaði í 22 ár, aðallega við gjaldeyris- og afleiðumiðlun. Hann skrifar vikulegan pistil um gjaldeyrismál sem hann sendir áskrifendum í tölvupósti.

Stefnir Kristjánsson

Breytingar með afléttingu hafta

Á fundinum fjallaði Stefnir um hvernig nýta megi gjaldeyrisvarnir eftir að gjaldeyrishöftum var alfarið aflétt síðastliðið sumar með tilheyrandi breytingum. Hann benti m.a. á að ólíkir hópar væru á gjaldeyrismarkaði og að markaðsaðilum hefði fjölgað mikið eftir að gjaldeyrishöftum var alfarið aflétt. Á einum endanum væru spákaupmenn sem reyndu að hagnast á skammtímasveiflum en á hinum endanum væri fólk í fyrirtækjarekstri sem þyrfti að stunda viðskipti með gjaldeyri vegna rekstursins. Þarna einhvers staðar á milli væru fjárfestingarsjóðir og lífeyrissjóðir. Spákaupmenn reyni að vera á undan raunhagkerfinu og hjá þeim hefðu væntingar meira vægi. Hann tók sem dæmi að ef tilkynnt væri um stóraukinn loðnukvóta mætti sjá fyrir sér að spákaupmenn myndu strax kaupa mikið af íslenskri krónu, í þeirri von að krónan myndi styrkjast við innflæði gjaldeyris vegna aukinna veiða. Þannig gæti gengi krónunnar styrkst löngu áður en eitt einasta loðnutonn kæmi á land. Sjávarútvegsfyrirtækið sem veiddi loðnuna myndi aftur á móti selja gjaldeyri og kaupa krónur seint í ferlinu og þannig verða af hagnaði (þar sem krónan hefði þegar styrkst í krafti væntinga um góða loðnuvertíð). Þegar fyrirtækið hefur loksins keypt krónur fyrir gjaldeyrinn getur vel verið að krónan veikist aftur, þrátt fyrir mikinn meðbyr í hagkerfinu. Með þessu móti yrði sjávarútvegsfyrirtækið af hagnaði en spákaupmaðurinn gæti hagnast.

Stefnir lagði áherslu á að fyrirtæki sem stundar viðskipti á alþjóðavettvangi hugi að þessum málum, myndi stefnu og útvegi sér gjaldeyrisvarnir ef þörf er á. Hann fjallaði um spár um gjaldeyrisþróun, framvirka gjaldeyrissamninga, valrétti og ýmislegt fleira.

Ef þú vilt vera áskrifandi að vikulegum gjaldeyrispistli Stefnis getur þú sent honum tölvupóst í netfangið stefnir.kristjansson@landsbankinn.is.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur