Fréttir

Breytt­ar að­stæð­ur á gjald­eyr­is­mark­aði – upp­taka frá fræðslufundi

16. júní 2022 - Landsbankinn

Nú er hægt að horfa á upptöku af fræðslufundi sem Stefnir Kristjánsson, gjaldeyrismiðlari hjá Landsbankanum, hélt um breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði fyrr í þessari viku.

Stefnir hefur starfað á fjármálamarkaði í 22 ár, aðallega við gjaldeyris- og afleiðumiðlun. Hann skrifar vikulegan pistil um gjaldeyrismál sem hann sendir áskrifendum í tölvupósti.

Stefnir Kristjánsson

Breytingar með afléttingu hafta

Á fundinum fjallaði Stefnir um hvernig nýta megi gjaldeyrisvarnir eftir að gjaldeyrishöftum var alfarið aflétt síðastliðið sumar með tilheyrandi breytingum. Hann benti m.a. á að ólíkir hópar væru á gjaldeyrismarkaði og að markaðsaðilum hefði fjölgað mikið eftir að gjaldeyrishöftum var alfarið aflétt. Á einum endanum væru spákaupmenn sem reyndu að hagnast á skammtímasveiflum en á hinum endanum væri fólk í fyrirtækjarekstri sem þyrfti að stunda viðskipti með gjaldeyri vegna rekstursins. Þarna einhvers staðar á milli væru fjárfestingarsjóðir og lífeyrissjóðir. Spákaupmenn reyni að vera á undan raunhagkerfinu og hjá þeim hefðu væntingar meira vægi. Hann tók sem dæmi að ef tilkynnt væri um stóraukinn loðnukvóta mætti sjá fyrir sér að spákaupmenn myndu strax kaupa mikið af íslenskri krónu, í þeirri von að krónan myndi styrkjast við innflæði gjaldeyris vegna aukinna veiða. Þannig gæti gengi krónunnar styrkst löngu áður en eitt einasta loðnutonn kæmi á land. Sjávarútvegsfyrirtækið sem veiddi loðnuna myndi aftur á móti selja gjaldeyri og kaupa krónur seint í ferlinu og þannig verða af hagnaði (þar sem krónan hefði þegar styrkst í krafti væntinga um góða loðnuvertíð). Þegar fyrirtækið hefur loksins keypt krónur fyrir gjaldeyrinn getur vel verið að krónan veikist aftur, þrátt fyrir mikinn meðbyr í hagkerfinu. Með þessu móti yrði sjávarútvegsfyrirtækið af hagnaði en spákaupmaðurinn gæti hagnast.

Stefnir lagði áherslu á að fyrirtæki sem stundar viðskipti á alþjóðavettvangi hugi að þessum málum, myndi stefnu og útvegi sér gjaldeyrisvarnir ef þörf er á. Hann fjallaði um spár um gjaldeyrisþróun, framvirka gjaldeyrissamninga, valrétti og ýmislegt fleira.

Ef þú vilt vera áskrifandi að vikulegum gjaldeyrispistli Stefnis getur þú sent honum tölvupóst í netfangið stefnir.kristjansson@landsbankinn.is.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur