Fréttir

Breytt­ar að­stæð­ur á gjald­eyr­is­mark­aði – upp­taka frá fræðslufundi

16. júní 2022 - Landsbankinn

Nú er hægt að horfa á upptöku af fræðslufundi sem Stefnir Kristjánsson, gjaldeyrismiðlari hjá Landsbankanum, hélt um breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði fyrr í þessari viku.

Stefnir hefur starfað á fjármálamarkaði í 22 ár, aðallega við gjaldeyris- og afleiðumiðlun. Hann skrifar vikulegan pistil um gjaldeyrismál sem hann sendir áskrifendum í tölvupósti.

Stefnir Kristjánsson

Breytingar með afléttingu hafta

Á fundinum fjallaði Stefnir um hvernig nýta megi gjaldeyrisvarnir eftir að gjaldeyrishöftum var alfarið aflétt síðastliðið sumar með tilheyrandi breytingum. Hann benti m.a. á að ólíkir hópar væru á gjaldeyrismarkaði og að markaðsaðilum hefði fjölgað mikið eftir að gjaldeyrishöftum var alfarið aflétt. Á einum endanum væru spákaupmenn sem reyndu að hagnast á skammtímasveiflum en á hinum endanum væri fólk í fyrirtækjarekstri sem þyrfti að stunda viðskipti með gjaldeyri vegna rekstursins. Þarna einhvers staðar á milli væru fjárfestingarsjóðir og lífeyrissjóðir. Spákaupmenn reyni að vera á undan raunhagkerfinu og hjá þeim hefðu væntingar meira vægi. Hann tók sem dæmi að ef tilkynnt væri um stóraukinn loðnukvóta mætti sjá fyrir sér að spákaupmenn myndu strax kaupa mikið af íslenskri krónu, í þeirri von að krónan myndi styrkjast við innflæði gjaldeyris vegna aukinna veiða. Þannig gæti gengi krónunnar styrkst löngu áður en eitt einasta loðnutonn kæmi á land. Sjávarútvegsfyrirtækið sem veiddi loðnuna myndi aftur á móti selja gjaldeyri og kaupa krónur seint í ferlinu og þannig verða af hagnaði (þar sem krónan hefði þegar styrkst í krafti væntinga um góða loðnuvertíð). Þegar fyrirtækið hefur loksins keypt krónur fyrir gjaldeyrinn getur vel verið að krónan veikist aftur, þrátt fyrir mikinn meðbyr í hagkerfinu. Með þessu móti yrði sjávarútvegsfyrirtækið af hagnaði en spákaupmaðurinn gæti hagnast.

Stefnir lagði áherslu á að fyrirtæki sem stundar viðskipti á alþjóðavettvangi hugi að þessum málum, myndi stefnu og útvegi sér gjaldeyrisvarnir ef þörf er á. Hann fjallaði um spár um gjaldeyrisþróun, framvirka gjaldeyrissamninga, valrétti og ýmislegt fleira.

Ef þú vilt vera áskrifandi að vikulegum gjaldeyrispistli Stefnis getur þú sent honum tölvupóst í netfangið stefnir.kristjansson@landsbankinn.is.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur