Fréttir

Hagspá 2022-2024: Hag­vöxt­ur í skugga verð­bólgu

Verðbólga mun ná hámarki í haust og verður þá rúmlega 8% en lækkar síðan aftur. Stýrivextir munu halda áfram að hækka og verða 6% í lok þessa árs. Hagvöxtur verður töluverður og atvinnuleysi mun halda áfram að minnka. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri hagspá Hagfræðideildar sem nær til ársloka 2024.
19. maí 2022 - Landsbankinn

Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, segir: „Almennt má segja að útlitið sé bjart. Við spáum því að hagvöxtur verði 5,1% í ár, sem er nokkuð meiri vöxtur en í fyrra, og að hann verði drifinn áfram af fjölgun ferðamanna. Við gerum ráð fyrir að á þessu ári komi 1,5 milljón ferðamanna til landsins og að þeim fjölgi í 2,4 milljónir árið 2024 – sem yrði metfjöldi á einu ári. Við gerum ráð fyrir að Seðlabankinn muni bregðast við meiri og þrálátari verðbólgu með því að hækka vexti verulega, eða upp í 6%, áður en hægt verður að lækka vexti á nýjan leik. Það flækir stöðuna talsvert að kjarasamningar eru lausir, á sama tíma og verðbólgudraugurinn herjar á landann. Við gerum ráð fyrir kaupmáttur vaxi hægt til ársins 2024.“

Helstu niðurstöður

  • Við gerum ráð fyrir að landsframleiðslan hér á landi aukist um 5,1% á árinu 2022. Útflutningur eykst um 19,4%, einkaneysla um 3,5% og heildarfjármunamyndun um 6,2%. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu tvö árin, 3,7% á næsta ári og 2,8% árið 2024.
  • Við gerum ráð fyrir um 1,5 milljónum erlendra ferðamanna í ár, 2 milljónum á næsta ári og um 2,4 milljónum árið 2024, fleiri en nokkru sinni fyrr. Árið 2021 voru erlendir ferðamenn 690 þúsund.
  • Það mun draga úr atvinnuleysi eftir því sem líður á árið og næstu ár en útlit er fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 4,5% á þessu ári, lækki í 4,2% á næsta ári og verði 3,9% árið 2024.
  • Gert er ráð fyrir að viðskiptajöfnuður við útlönd verði jákvæður um að meðaltali 0,7% af landsframleiðslu á spátímanum.
  • Verðbólgan mun ná hámarki á þriðja ársfjórðungi og verður yfir markmiði Seðlabankans (2,5%) út spátímann. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 7,4% í ár, 5,8% á næsta ári og 4% árið 2024.
  • Spáin gerir ráð fyrir að stýrivextir muni hækka talsvert á þessu ári og verði 6% í árslok. Á næsta ári gætum við byrjað að sjá vaxtalækkanir og spáum við því að stýrivextir verði 5,5% við árslok 2023 og 4% í lok árs 2024.
  • Íbúðaverð hefur hækkað mikið. Við gerum ráð fyrir að nokkurs konar þolmörkum hafi verið náð og að nú megi búast við hægari vexti. Við gerum ráð fyrir 20% hækkun í ár, milli ársmeðaltala, 8% á næsta ári og 4% árið 2024.
  • Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á að draga úr hallarekstri ríkissjóðs á spátímanum. Það gerir það að verkum að við spáum nokkuð hægum vexti samneyslu, eða 1,5% árlega, út spátímann.

Hagvöxtur í skugga verðbólgu: Þjóðhags- og verðbólguspá 2022-2024

Þú gætir einnig haft áhuga á
Togari við Vestmannaeyjar
2. des. 2023
Tæplega fjórföld eftirspurn í hlutafjárútboði Ísfélags hf.
Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk kl. 14.00 þann 1. desember. Alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 ma.kr. sem samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. Rúmlega fimmföld eftirspurn var eftir þeim hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók A og rúmlega þreföld eftirspurn var eftir hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók B.
Fjármálamót á pólsku
1. des. 2023
Udana Konferencja Finansowa w języku polskim
Konferencja Finansowa to nazwa cyklu zebrań informacyjnych Landsbankinn, takich jak to, które odbyło się wczoraj, czyli w środę, dnia 29 listopada 2023 roku, po raz pierwszy po polsku dla polskich klientów. Zebranie przebiegło bardzo dobrze i cieszyło się niezłą frekwencją. Zebrani zadawali dużo pytań dotyczących nie tylko kredytów hipotecznych, różnych rodzajów kart kredytowych czy dobrowolnego funduszu emerytalnego.
Fjármálamót á pólsku
30. nóv. 2023
Vel heppnað Fjármálamót á pólsku
Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og í gær, miðvikudaginn 29. nóvember 2023, héldum við slíkan fund í fyrsta sinn á pólsku fyrir pólskumælandi viðskiptavini. Fundurinn tókst afar vel, var vel sóttur og fundargestir spurðu mikið, ekki síst um íbúðalán, mismunandi kreditkort og viðbótarlífeyrissparnað.
Tölva á borði
30. nóv. 2023
Umræðuvefur Landsbankans einnig á ensku – „The Forum“
Nú birtist Umræðan, efnis- og fréttaveita Landsbankans, einnig á ensku. Við viljum leggja okkar af mörkum til að fræða alla landsmenn um fjármál, efnahagsmál, netöryggi og annað sem er efst á baugi hverju sinni.
28. nóv. 2023
Opið söluferli á 35% eignarhlut Landsbankans í Keahótelum ehf.
Eignarhlutur Landsbankans í hótelkeðjunni Keahótel ehf. er nú til sölu. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu bankans um sölu eigna.
Gluggar
24. nóv. 2023
Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn zaprasza 29 listopada o godz. 18.00–19.00 na zebranie informacyjne na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego. Zebranie odbędzie się w sali Klubu Sportowego „Leiknir” w Breiðholt przy Austurberg 1, 111 Reykjavík. Zebranie prowadzone będzie w języku polskim.
Gluggar
24. nóv. 2023
Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Fræðslufundur Landsbankans um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi. Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 kl. 18.00-19.00. Fundurinn verður haldinn í sal Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti, Austurbergi 1, 111 Reykjavík. Fundurinn verður haldinn á pólsku.
Grindavík
24. nóv. 2023
Bez odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych dla mieszkańców Grindavíku przez trzy miesiące
W związku z niepewną sytuacją wskutek klęski żywiołowej w Grindavíku Landsbankinn, Arion banki oraz Íslandsbanki we współpracy ze Związkiem Przedsiębiorstw Finansowych (SFF) doszły do porozumienia w sprawie zniesienia odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych mieszkańców Grindavíku na okres trzech miesięcy. Wczoraj, tj. 22 listopada br., zostało zawarte porozumienie tejże treści.
Grindavík
23. nóv. 2023
Engir vextir eða verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði
Vegna óvissuástands og náttúruhamfara í Grindavík hafa Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var gert í gær, 22. nóvember.
Magnús Baldvin Friðriksson
23. nóv. 2023
Magnús Baldvin til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf
Magnús Baldvin Friðriksson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf bankans.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur