Fréttir

Hagspá 2022-2024: Hag­vöxt­ur í skugga verð­bólgu

Verðbólga mun ná hámarki í haust og verður þá rúmlega 8% en lækkar síðan aftur. Stýrivextir munu halda áfram að hækka og verða 6% í lok þessa árs. Hagvöxtur verður töluverður og atvinnuleysi mun halda áfram að minnka. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri hagspá Hagfræðideildar sem nær til ársloka 2024.
19. maí 2022 - Landsbankinn

Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, segir: „Almennt má segja að útlitið sé bjart. Við spáum því að hagvöxtur verði 5,1% í ár, sem er nokkuð meiri vöxtur en í fyrra, og að hann verði drifinn áfram af fjölgun ferðamanna. Við gerum ráð fyrir að á þessu ári komi 1,5 milljón ferðamanna til landsins og að þeim fjölgi í 2,4 milljónir árið 2024 – sem yrði metfjöldi á einu ári. Við gerum ráð fyrir að Seðlabankinn muni bregðast við meiri og þrálátari verðbólgu með því að hækka vexti verulega, eða upp í 6%, áður en hægt verður að lækka vexti á nýjan leik. Það flækir stöðuna talsvert að kjarasamningar eru lausir, á sama tíma og verðbólgudraugurinn herjar á landann. Við gerum ráð fyrir kaupmáttur vaxi hægt til ársins 2024.“

Helstu niðurstöður

  • Við gerum ráð fyrir að landsframleiðslan hér á landi aukist um 5,1% á árinu 2022. Útflutningur eykst um 19,4%, einkaneysla um 3,5% og heildarfjármunamyndun um 6,2%. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu tvö árin, 3,7% á næsta ári og 2,8% árið 2024.
  • Við gerum ráð fyrir um 1,5 milljónum erlendra ferðamanna í ár, 2 milljónum á næsta ári og um 2,4 milljónum árið 2024, fleiri en nokkru sinni fyrr. Árið 2021 voru erlendir ferðamenn 690 þúsund.
  • Það mun draga úr atvinnuleysi eftir því sem líður á árið og næstu ár en útlit er fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 4,5% á þessu ári, lækki í 4,2% á næsta ári og verði 3,9% árið 2024.
  • Gert er ráð fyrir að viðskiptajöfnuður við útlönd verði jákvæður um að meðaltali 0,7% af landsframleiðslu á spátímanum.
  • Verðbólgan mun ná hámarki á þriðja ársfjórðungi og verður yfir markmiði Seðlabankans (2,5%) út spátímann. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 7,4% í ár, 5,8% á næsta ári og 4% árið 2024.
  • Spáin gerir ráð fyrir að stýrivextir muni hækka talsvert á þessu ári og verði 6% í árslok. Á næsta ári gætum við byrjað að sjá vaxtalækkanir og spáum við því að stýrivextir verði 5,5% við árslok 2023 og 4% í lok árs 2024.
  • Íbúðaverð hefur hækkað mikið. Við gerum ráð fyrir að nokkurs konar þolmörkum hafi verið náð og að nú megi búast við hægari vexti. Við gerum ráð fyrir 20% hækkun í ár, milli ársmeðaltala, 8% á næsta ári og 4% árið 2024.
  • Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á að draga úr hallarekstri ríkissjóðs á spátímanum. Það gerir það að verkum að við spáum nokkuð hægum vexti samneyslu, eða 1,5% árlega, út spátímann.

Hagvöxtur í skugga verðbólgu: Þjóðhags- og verðbólguspá 2022-2024

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur