Fréttir

Loks mögu­legt að þing­lýsa íbúðalán­um ra­f­rænt

Fjölskylda
17. maí 2022 - Landsbankinn

Landsbankinn býður nú upp á rafrænar þinglýsingar við endurfjármögnun íbúðalána og er bankinn fyrstur til að taka þetta skref. Unnið er að því að hægt verði að þinglýsa rafrænt öllum íbúðalánum bankans.

Þetta þýðir að nú geta viðskiptavinir okkar endurfjármagnað íbúðalánin sín, gengið frá skjölunum og bankinn svo þinglýst rafrænt. Ekki er lengur þörf á að fara til sýslumanns til að þinglýsa. Um er að ræða stórt og viðamikið verkefni sem markvisst hefur verið unnið að frá árinu 2019 í góðu samstarfi við sýslumannsembættin og fleiri.

Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Áhersla okkar á að bjóða samkeppnishæf kjör og framúrskarandi þjónustu hefur leitt til þess að markaðshlutdeild Landsbankans á íbúðalánamarkaði hefur aukist hratt. Starfsfólk bankans um allt land getur sinnt íbúðalánaráðgjöf og afgreiðslu íbúðalána óháð staðsetningu sem hefur haldið biðtíma í lágmarki. Þrátt fyrir stóraukna eftirspurn hefur okkur því tekist að gera ferlið við íbúðalánatöku og endurfjármögnun einfaldara og fljótlegra. Með rafrænum þinglýsingum íbúðalána styttist biðtími enn frekar og sporin sparast. Okkar markmið er að einfalda viðskiptavinum lífið og rafrænar þinglýsingar íbúðalána gera það svo sannarlega.“

Um íbúðalán Landsbankans

Landsbankinn lánar allt að 85% af kaupverði eignar, 70% grunnlán til allt að 40 ára og 15% viðbótarlán til allt að 15 ára. Við endurfjármögnun getur hámarks veðsetning verið 70% af fasteignamati eignar. Vextir geta ýmist verið verðtryggðir eða óverðtryggðir, fastir eða breytilegir. Ef lánshlutfallið er lægra en 60% af fasteignamati íbúðarinnar og þú ert með lán á föstum vöxtum greiðir þú lægri vexti. Föstu vextirnir lækka enn frekar ef lánshlutfallið er lægra en 50% af fasteignamati.

Um íbúðalán Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur