Fréttir

Loks mögu­legt að þing­lýsa íbúðalán­um ra­f­rænt

Fjölskylda
17. maí 2022 - Landsbankinn

Landsbankinn býður nú upp á rafrænar þinglýsingar við endurfjármögnun íbúðalána og er bankinn fyrstur til að taka þetta skref. Unnið er að því að hægt verði að þinglýsa rafrænt öllum íbúðalánum bankans.

Þetta þýðir að nú geta viðskiptavinir okkar endurfjármagnað íbúðalánin sín, gengið frá skjölunum og bankinn svo þinglýst rafrænt. Ekki er lengur þörf á að fara til sýslumanns til að þinglýsa. Um er að ræða stórt og viðamikið verkefni sem markvisst hefur verið unnið að frá árinu 2019 í góðu samstarfi við sýslumannsembættin og fleiri.

Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Áhersla okkar á að bjóða samkeppnishæf kjör og framúrskarandi þjónustu hefur leitt til þess að markaðshlutdeild Landsbankans á íbúðalánamarkaði hefur aukist hratt. Starfsfólk bankans um allt land getur sinnt íbúðalánaráðgjöf og afgreiðslu íbúðalána óháð staðsetningu sem hefur haldið biðtíma í lágmarki. Þrátt fyrir stóraukna eftirspurn hefur okkur því tekist að gera ferlið við íbúðalánatöku og endurfjármögnun einfaldara og fljótlegra. Með rafrænum þinglýsingum íbúðalána styttist biðtími enn frekar og sporin sparast. Okkar markmið er að einfalda viðskiptavinum lífið og rafrænar þinglýsingar íbúðalána gera það svo sannarlega.“

Um íbúðalán Landsbankans

Landsbankinn lánar allt að 85% af kaupverði eignar, 70% grunnlán til allt að 40 ára og 15% viðbótarlán til allt að 15 ára. Við endurfjármögnun getur hámarks veðsetning verið 70% af fasteignamati eignar. Vextir geta ýmist verið verðtryggðir eða óverðtryggðir, fastir eða breytilegir. Ef lánshlutfallið er lægra en 60% af fasteignamati íbúðarinnar og þú ert með lán á föstum vöxtum greiðir þú lægri vexti. Föstu vextirnir lækka enn frekar ef lánshlutfallið er lægra en 50% af fasteignamati.

Um íbúðalán Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
29. júní 2022

Landsbankinn breytir vöxtum

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,85 prósentustig og verða 6,25%. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20-0,35 prósentustig. Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20 prósentustig en breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir.
29. júní 2022

Nýr forstöðumaður Þjónustuvers

Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Þjónustuvers Landsbankans.
28. júní 2022

Nýir starfsmenn í Fyrirtækjaráðgjöf

Guðmundur Már Þórsson og Júlíus Fjeldsted hafa verið ráðnir til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
Kristín Rut Einarsdóttir
27. júní 2022

Nýr útibússtjóri í Hafnarfirði

Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði.
23. júní 2022

Óskum Alvotech til hamingju með skráningu á First North á Íslandi

Í kjölfar skráningar hlutabréfa Alvotech á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í New York í síðustu viku hefur félagið nú einnig verið skráð á Nasdaq First North Iceland vaxtarmarkaðinn. 
Sjálfbærnistyrkir 2022
20. júní 2022

Fjölbreytt verkefni fá sjálfbærnistyrk Landsbankans

Sex áhugaverð verkefni hafa hlotið styrk úr Sjálfbærnisjóði Landsbankans, alls að upphæð 10 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
16. júní 2022

Vel heppnuð skráning Alvotech á Nasdaq í New York

Hlutabréf í Alvotech voru tekin til viðskipta í kauphöll Nasdaq í New York í dag.
Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans
16. júní 2022

Styrkjum fimmtán framúrskarandi námsmenn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 15. júní. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og þriðja skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 300 umsóknir í ár.
New temp image
16. júní 2022

Breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði – upptaka frá fræðslufundi

Nú er hægt að horfa á upptöku af fræðslufundi sem Stefnir Kristjánsson, gjaldeyrismiðlari hjá Landsbankanum, hélt um breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði fyrr í þessari viku.
New temp image
15. júní 2022

Landsbankinn breytir föstum vöxtum

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,50 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,45 prósentustig. Fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,30 prósentustig.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur