Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Átt­aði sig á bitco­in-svik­un­um á miðj­um fræðslufundi

Það segir sína sögu um hversu algeng netsvik eru að einn fundargesta á fræðslufundi Landsbankans fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, áttaði sig á því á fundinum að hann væri fórnarlamb svika.
Netöryggi
16. maí 2022

Fundurinn var haldinn sl. fimmtudag og tókst afar vel en um 70 manns sóttu fundinn. Á fundinum fjallaði Brynja María Ólafsdóttir í Regluvörslu Landsbankans um algengar aðferðir til netsvika og hvernig mætti varast þær. Hún ræddi m.a. um að svikarar óska oft eftir því að fá að taka yfir tölvur þeirra sem þeir ætla að svíkja, gjarnan með forritinu AnyDesk. Þegar Brynja hafði sagt frá þessu gaf einn fundargesta sig á tal við annan starfsmann bankans, sem einnig var á á fundinum, og lýsti svikum af einmitt þessu tagi.

Um var að ræða viðskiptavin bankans sem hafði fyrir stuttu séð auglýsingu frá erlendu fyrirtæki um fjárfestingar í bitcoin á netinu, smellt á hlekkinn og lýst áhuga á kaupum. Í kjölfarið hafði maður samband og kynnti sig sem starfsmann þessa fyrirtækis. Í kjölfarið óskaði hann eftir að fá að ganga frá kaupunum á bitcoin með því taka yfir tölvuna með AnyDesk og notaði hann þennan aðgang til að færa 1.000 evrur af greiðslukortinu. Nokkrum dögum síðar var aftur hringt frá fyrirtækinu og nú snerist símtalið um að hann ætti að taka lán upp á eina milljón og fjárfesta meira – enda gróðavonin mikil. Þessu var fylgt eftir með fleiri símtölum. Viðskiptavininn fór að gruna að ekki væri allt með felldu og áttaði sig endanlega á svikunum á fundinum, að hann væri í raun staddur í miðri svikamyllu. Peningurinn sem tekinn var af kortinu hans var aldrei fjárfest í bitcoin heldur var um hrein og klár svikabrögð að ræða.

Á fundinum gátum við lokað netbankanum hans, maðurinn frysti greiðslukortið sitt í appinu og fékk leiðbeiningar um að láta fagaðila fara yfir tölvuna til að farga mögulegum vírusum og fleira. Hann fór síðan í næsta útibú bankans til að stofna nýjan aðgang að netbanka og fá frekari aðstoð.

Því miður er peningurinn að öllum líkindum glataður en komið var í veg fyrir meira tjón. Þau svik sem maðurinn varð fyrir nefnast fjárfestasvik og eru því miður alltof algeng hér á landi. Dæmi eru um að einstaklingar hafi tapað tugum milljóna í svikum sem þessum.

Besta vörnin gegn netsvikum er fræðsla og umræða. Í nýrri grein fjallar Brynja um hættu á netsvikum, m.a. um mikilvægi þess að ræða um hætturnar við ættingja og vini sem ekki eru vön að stunda verslun eða viðskipti á netinu.

Ekki smella á hlekkinn – og ekki falla í gildruna (grein eftir Brynju um netöryggismál).

Brynja ræddi um netöryggi og fræðslufundinn í Samfélaginu á Rás 1, mánudaginn 16. maí 2022.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki fyrirtækja
16. jan. 2026
Breyting á fjárhæðum í millibankakerfi Seðlabankans
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að breyta fjárhæðamörkum í millibankakerfi sínu.
16. jan. 2026
Orden vann í hugmyndahraðhlaupi Gulleggsins og Landsbankans
Teymið Orden bar sigur úr býtum í hugmyndahraðhlaupi Gulleggsins og Landsbankans og hlaut að launum 150.000 krónur í verðlaunafé og sæti í 10 liða lokakeppni Gulleggsins.
Dagatal Landsbankans 2025
14. jan. 2026
Sýning á dagatalsmyndunum opnar 20. janúar
Þorvaldur Jónsson listmálari gerði myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans 2026. Þorvaldur mun opna sýningu á myndunum í Landsbankanum Reykjastræti 6 þriðjudaginn 20. janúar klukkan 15.00. Sýningin verður opin á afgreiðslutíma bankans og mun standa fram á vor.
14. jan. 2026
TM er komið í samstarf við Aukakrónur!
Það gleður okkur að segja frá því að nú er TM samstarfsaðili Aukakróna. Allir sem eru með tryggingarnar sínar hjá TM fá 1% endurgreiðslu í formi Aukakróna þegar greitt er með korti tengdu við Aukakrónukerfið. Svo er líka hægt að borga fyrir tryggingarnar sínar með Aukakrónum.
7. jan. 2026
Landsbankinn hefur samstarf við Drift EA
Landsbankinn og Drift EA hafa gert samstarfssamning sem miðar að því að styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi með því að styrkja umgjörð, ráðgjöf og tengslanet fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK og Hjalti Harðarson, forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum
5. jan. 2026
Landsbankinn áfram aðalbakhjarl Gulleggsins
KLAK – Icelandic Startups og Landsbankinn hafa endurnýjað samstarf sitt um frumkvöðlakeppnina Gulleggið með undirritun nýs þriggja ára samnings. Með samningnum treystir Landsbankinn hlutverk sitt sem aðalbak­hjarl keppninnar enn frekar og undirstrikar langvarandi stuðning sinn við íslenska nýsköpun.
Jólakveðja
19. des. 2025
Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Fjölskylda
19. des. 2025
Click to Pay: Ný og öruggari leið til að greiða á netinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.
Samfélagsstyrkir 2025
11. des. 2025
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.