Fréttir

Átt­aði sig á bitco­in-svik­un­um á miðj­um fræðslufundi

Það segir sína sögu um hversu algeng netsvik eru að einn fundargesta á fræðslufundi Landsbankans fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, áttaði sig á því á fundinum að hann væri fórnarlamb svika.
Netöryggi
16. maí 2022

Fundurinn var haldinn sl. fimmtudag og tókst afar vel en um 70 manns sóttu fundinn. Á fundinum fjallaði Brynja María Ólafsdóttir í Regluvörslu Landsbankans um algengar aðferðir til netsvika og hvernig mætti varast þær. Hún ræddi m.a. um að svikarar óska oft eftir því að fá að taka yfir tölvur þeirra sem þeir ætla að svíkja, gjarnan með forritinu AnyDesk. Þegar Brynja hafði sagt frá þessu gaf einn fundargesta sig á tal við annan starfsmann bankans, sem einnig var á á fundinum, og lýsti svikum af einmitt þessu tagi.

Um var að ræða viðskiptavin bankans sem hafði fyrir stuttu séð auglýsingu frá erlendu fyrirtæki um fjárfestingar í bitcoin á netinu, smellt á hlekkinn og lýst áhuga á kaupum. Í kjölfarið hafði maður samband og kynnti sig sem starfsmann þessa fyrirtækis. Í kjölfarið óskaði hann eftir að fá að ganga frá kaupunum á bitcoin með því taka yfir tölvuna með AnyDesk og notaði hann þennan aðgang til að færa 1.000 evrur af greiðslukortinu. Nokkrum dögum síðar var aftur hringt frá fyrirtækinu og nú snerist símtalið um að hann ætti að taka lán upp á eina milljón og fjárfesta meira – enda gróðavonin mikil. Þessu var fylgt eftir með fleiri símtölum. Viðskiptavininn fór að gruna að ekki væri allt með felldu og áttaði sig endanlega á svikunum á fundinum, að hann væri í raun staddur í miðri svikamyllu. Peningurinn sem tekinn var af kortinu hans var aldrei fjárfest í bitcoin heldur var um hrein og klár svikabrögð að ræða.

Á fundinum gátum við lokað netbankanum hans, maðurinn frysti greiðslukortið sitt í appinu og fékk leiðbeiningar um að láta fagaðila fara yfir tölvuna til að farga mögulegum vírusum og fleira. Hann fór síðan í næsta útibú bankans til að stofna nýjan aðgang að netbanka og fá frekari aðstoð.

Því miður er peningurinn að öllum líkindum glataður en komið var í veg fyrir meira tjón. Þau svik sem maðurinn varð fyrir nefnast fjárfestasvik og eru því miður alltof algeng hér á landi. Dæmi eru um að einstaklingar hafi tapað tugum milljóna í svikum sem þessum.

Besta vörnin gegn netsvikum er fræðsla og umræða. Í nýrri grein fjallar Brynja um hættu á netsvikum, m.a. um mikilvægi þess að ræða um hætturnar við ættingja og vini sem ekki eru vön að stunda verslun eða viðskipti á netinu.

Ekki smella á hlekkinn – og ekki falla í gildruna (grein eftir Brynju um netöryggismál).

Brynja ræddi um netöryggi og fræðslufundinn í Samfélaginu á Rás 1, mánudaginn 16. maí 2022.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Togari við Vestmannaeyjar
2. des. 2023
Tæplega fjórföld eftirspurn í hlutafjárútboði Ísfélags hf.
Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk kl. 14.00 þann 1. desember. Alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 ma.kr. sem samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. Rúmlega fimmföld eftirspurn var eftir þeim hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók A og rúmlega þreföld eftirspurn var eftir hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók B.
Fjármálamót á pólsku
1. des. 2023
Udana Konferencja Finansowa w języku polskim
Konferencja Finansowa to nazwa cyklu zebrań informacyjnych Landsbankinn, takich jak to, które odbyło się wczoraj, czyli w środę, dnia 29 listopada 2023 roku, po raz pierwszy po polsku dla polskich klientów. Zebranie przebiegło bardzo dobrze i cieszyło się niezłą frekwencją. Zebrani zadawali dużo pytań dotyczących nie tylko kredytów hipotecznych, różnych rodzajów kart kredytowych czy dobrowolnego funduszu emerytalnego.
Fjármálamót á pólsku
30. nóv. 2023
Vel heppnað Fjármálamót á pólsku
Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og í gær, miðvikudaginn 29. nóvember 2023, héldum við slíkan fund í fyrsta sinn á pólsku fyrir pólskumælandi viðskiptavini. Fundurinn tókst afar vel, var vel sóttur og fundargestir spurðu mikið, ekki síst um íbúðalán, mismunandi kreditkort og viðbótarlífeyrissparnað.
Tölva á borði
30. nóv. 2023
Umræðuvefur Landsbankans einnig á ensku – „The Forum“
Nú birtist Umræðan, efnis- og fréttaveita Landsbankans, einnig á ensku. Við viljum leggja okkar af mörkum til að fræða alla landsmenn um fjármál, efnahagsmál, netöryggi og annað sem er efst á baugi hverju sinni.
28. nóv. 2023
Opið söluferli á 35% eignarhlut Landsbankans í Keahótelum ehf.
Eignarhlutur Landsbankans í hótelkeðjunni Keahótel ehf. er nú til sölu. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu bankans um sölu eigna.
Gluggar
24. nóv. 2023
Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn zaprasza 29 listopada o godz. 18.00–19.00 na zebranie informacyjne na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego. Zebranie odbędzie się w sali Klubu Sportowego „Leiknir” w Breiðholt przy Austurberg 1, 111 Reykjavík. Zebranie prowadzone będzie w języku polskim.
Gluggar
24. nóv. 2023
Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Fræðslufundur Landsbankans um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi. Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 kl. 18.00-19.00. Fundurinn verður haldinn í sal Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti, Austurbergi 1, 111 Reykjavík. Fundurinn verður haldinn á pólsku.
Grindavík
24. nóv. 2023
Bez odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych dla mieszkańców Grindavíku przez trzy miesiące
W związku z niepewną sytuacją wskutek klęski żywiołowej w Grindavíku Landsbankinn, Arion banki oraz Íslandsbanki we współpracy ze Związkiem Przedsiębiorstw Finansowych (SFF) doszły do porozumienia w sprawie zniesienia odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych mieszkańców Grindavíku na okres trzech miesięcy. Wczoraj, tj. 22 listopada br., zostało zawarte porozumienie tejże treści.
Grindavík
23. nóv. 2023
Engir vextir eða verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði
Vegna óvissuástands og náttúruhamfara í Grindavík hafa Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var gert í gær, 22. nóvember.
Magnús Baldvin Friðriksson
23. nóv. 2023
Magnús Baldvin til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf
Magnús Baldvin Friðriksson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf bankans.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur