Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Átt­aði sig á bitco­in-svik­un­um á miðj­um fræðslufundi

Það segir sína sögu um hversu algeng netsvik eru að einn fundargesta á fræðslufundi Landsbankans fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, áttaði sig á því á fundinum að hann væri fórnarlamb svika.
Netöryggi
16. maí 2022

Fundurinn var haldinn sl. fimmtudag og tókst afar vel en um 70 manns sóttu fundinn. Á fundinum fjallaði Brynja María Ólafsdóttir í Regluvörslu Landsbankans um algengar aðferðir til netsvika og hvernig mætti varast þær. Hún ræddi m.a. um að svikarar óska oft eftir því að fá að taka yfir tölvur þeirra sem þeir ætla að svíkja, gjarnan með forritinu AnyDesk. Þegar Brynja hafði sagt frá þessu gaf einn fundargesta sig á tal við annan starfsmann bankans, sem einnig var á á fundinum, og lýsti svikum af einmitt þessu tagi.

Um var að ræða viðskiptavin bankans sem hafði fyrir stuttu séð auglýsingu frá erlendu fyrirtæki um fjárfestingar í bitcoin á netinu, smellt á hlekkinn og lýst áhuga á kaupum. Í kjölfarið hafði maður samband og kynnti sig sem starfsmann þessa fyrirtækis. Í kjölfarið óskaði hann eftir að fá að ganga frá kaupunum á bitcoin með því taka yfir tölvuna með AnyDesk og notaði hann þennan aðgang til að færa 1.000 evrur af greiðslukortinu. Nokkrum dögum síðar var aftur hringt frá fyrirtækinu og nú snerist símtalið um að hann ætti að taka lán upp á eina milljón og fjárfesta meira – enda gróðavonin mikil. Þessu var fylgt eftir með fleiri símtölum. Viðskiptavininn fór að gruna að ekki væri allt með felldu og áttaði sig endanlega á svikunum á fundinum, að hann væri í raun staddur í miðri svikamyllu. Peningurinn sem tekinn var af kortinu hans var aldrei fjárfest í bitcoin heldur var um hrein og klár svikabrögð að ræða.

Á fundinum gátum við lokað netbankanum hans, maðurinn frysti greiðslukortið sitt í appinu og fékk leiðbeiningar um að láta fagaðila fara yfir tölvuna til að farga mögulegum vírusum og fleira. Hann fór síðan í næsta útibú bankans til að stofna nýjan aðgang að netbanka og fá frekari aðstoð.

Því miður er peningurinn að öllum líkindum glataður en komið var í veg fyrir meira tjón. Þau svik sem maðurinn varð fyrir nefnast fjárfestasvik og eru því miður alltof algeng hér á landi. Dæmi eru um að einstaklingar hafi tapað tugum milljóna í svikum sem þessum.

Besta vörnin gegn netsvikum er fræðsla og umræða. Í nýrri grein fjallar Brynja um hættu á netsvikum, m.a. um mikilvægi þess að ræða um hætturnar við ættingja og vini sem ekki eru vön að stunda verslun eða viðskipti á netinu.

Ekki smella á hlekkinn – og ekki falla í gildruna (grein eftir Brynju um netöryggismál).

Brynja ræddi um netöryggi og fræðslufundinn í Samfélaginu á Rás 1, mánudaginn 16. maí 2022.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
28. apríl 2025
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í A-
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.