Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Átt­aði sig á bitco­in-svik­un­um á miðj­um fræðslufundi

Það segir sína sögu um hversu algeng netsvik eru að einn fundargesta á fræðslufundi Landsbankans fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, áttaði sig á því á fundinum að hann væri fórnarlamb svika.
Netöryggi
16. maí 2022

Fundurinn var haldinn sl. fimmtudag og tókst afar vel en um 70 manns sóttu fundinn. Á fundinum fjallaði Brynja María Ólafsdóttir í Regluvörslu Landsbankans um algengar aðferðir til netsvika og hvernig mætti varast þær. Hún ræddi m.a. um að svikarar óska oft eftir því að fá að taka yfir tölvur þeirra sem þeir ætla að svíkja, gjarnan með forritinu AnyDesk. Þegar Brynja hafði sagt frá þessu gaf einn fundargesta sig á tal við annan starfsmann bankans, sem einnig var á á fundinum, og lýsti svikum af einmitt þessu tagi.

Um var að ræða viðskiptavin bankans sem hafði fyrir stuttu séð auglýsingu frá erlendu fyrirtæki um fjárfestingar í bitcoin á netinu, smellt á hlekkinn og lýst áhuga á kaupum. Í kjölfarið hafði maður samband og kynnti sig sem starfsmann þessa fyrirtækis. Í kjölfarið óskaði hann eftir að fá að ganga frá kaupunum á bitcoin með því taka yfir tölvuna með AnyDesk og notaði hann þennan aðgang til að færa 1.000 evrur af greiðslukortinu. Nokkrum dögum síðar var aftur hringt frá fyrirtækinu og nú snerist símtalið um að hann ætti að taka lán upp á eina milljón og fjárfesta meira – enda gróðavonin mikil. Þessu var fylgt eftir með fleiri símtölum. Viðskiptavininn fór að gruna að ekki væri allt með felldu og áttaði sig endanlega á svikunum á fundinum, að hann væri í raun staddur í miðri svikamyllu. Peningurinn sem tekinn var af kortinu hans var aldrei fjárfest í bitcoin heldur var um hrein og klár svikabrögð að ræða.

Á fundinum gátum við lokað netbankanum hans, maðurinn frysti greiðslukortið sitt í appinu og fékk leiðbeiningar um að láta fagaðila fara yfir tölvuna til að farga mögulegum vírusum og fleira. Hann fór síðan í næsta útibú bankans til að stofna nýjan aðgang að netbanka og fá frekari aðstoð.

Því miður er peningurinn að öllum líkindum glataður en komið var í veg fyrir meira tjón. Þau svik sem maðurinn varð fyrir nefnast fjárfestasvik og eru því miður alltof algeng hér á landi. Dæmi eru um að einstaklingar hafi tapað tugum milljóna í svikum sem þessum.

Besta vörnin gegn netsvikum er fræðsla og umræða. Í nýrri grein fjallar Brynja um hættu á netsvikum, m.a. um mikilvægi þess að ræða um hætturnar við ættingja og vini sem ekki eru vön að stunda verslun eða viðskipti á netinu.

Ekki smella á hlekkinn – og ekki falla í gildruna (grein eftir Brynju um netöryggismál).

Brynja ræddi um netöryggi og fræðslufundinn í Samfélaginu á Rás 1, mánudaginn 16. maí 2022.

Þú gætir einnig haft áhuga á
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.
Yayland
4. júní 2025
YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag – Yayland
Fjártæknifyrirtækið YAY og Landsbankinn hafa stofnað nýtt félag, Yayland ehf., sem mun sérhæfa sig í þróun, sölu, útgáfu og rekstri á stafrænum og hefðbundnum inneignarkortum, gjafabréfum og vildarkortum. Yayland mun taka yfir alla gjafakortastarfsemi YAY á Íslandi og jafnframt alla útgáfu og rekstur á inneignarkortum Landsbankans.
Námsstyrkir 2025
3. júní 2025
8 milljónum úthlutað í námsstyrki
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán hæfileikaríkra námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 28. maí. Námsstyrkirnir voru veittir í þrítugasta og sjötta sinn og heildarupphæð styrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 450 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2025
26. maí 2025
Holtaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti 2025
Holtaskóli er sigurvegari Skólahreysti 2025 og ber því titillinn Skólahreystimeistari með rentu! Úrslitin réðust í æsispennandi lokakeppni tólf grunnskóla fyrir troðfullum sal í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ, laugardagskvöldið 24. maí.
Landsbankinn
23. maí 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 3. júní 2025.
Nasdaq bjalla
16. maí 2025
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans ráðgjafi ríkisins í vel heppnuðu Íslandsbankaútboði
Áhugi fjárfesta reyndist mjög mikill og skilaði sér í heildareftirspurn upp á um 190 milljarða króna. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá mikinn áhuga og þátttöku almennings. Í útboðinu voru seldir 850.000.007 hlutir á genginu 106,56 krónur á hlut, sem samsvarar heildarvirði upp á 90,6 milljarða króna. Þetta er stærsta hlutafjárútboð sem haldið hefur verið á Íslandi.
Austurstræti 11
15. maí 2025
Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 til sölu
Landsbankinn auglýsir til sölu hús bankans við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 í Reykjavík. Heildarstærð húsanna er 5.836 fermetrar og þar ef eru 1.380 fermetrar í kjallara. Húsin verða seld í einu lagi.
Nasdaq bjalla
13. maí 2025
Upplýsingar um útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka
Útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst kl. 8.30 þriðjudaginn 13. maí og gert er ráð fyrir að því ljúki kl. 17.00 fimmtudaginn 15. maí.