Vörum við fölskum SMS skilaboðum
Við vörum við fölskum SMS skilaboðum sem send hafa verið þar sem fólki er bent á að uppfæra öryggisupplýsingar sínar með því að smella á hlekk. Ef smellt er á hlekkinn opnast fölsk innskráningarsíða.
Við sendum aldrei tölvupóst eða SMS með hlekk yfir á innskráningarsíðu netbankans.
Ef þú hefur opnað hlekkinn og skráð þig inn á fölsku síðuna þá eru svikararnir komnir með aðgangsupplýsingarnar þínar. Þá er mikilvægt að þú skráir þig inn með venjulegum hætti, í appinu eða með því að fara á vef bankans og skrá þig inn í netbankann, og breytir lykilorðinu strax.
Þú skalt líka hafa samband við okkur, með því að hringja í s. 410 4000, senda okkur póst á landsbankinn@landsbankinn.is eða í gegnum netspjallið hér á vefnum.
Hér fyrir neðan má sjá mynd af fölsku skilaboðunum og fölsku innskráningarsíðunni. Takið sérstaklega eftir vefslóðinni.