Fréttir

Hagn­að­ur Lands­bréfa 1.410 millj­ón­ir á ár­inu 2021

25. mars 2022

Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2021. Helstu niðurstöður eru þessar:

  • Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 1.410 milljónum króna eftir skatta á árinu 2021, samanborið við 768 milljónir á árinu 2020.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 2.937 milljónum króna á árinu 2021, samanborið við 1.964 milljónir króna á árinu 2020.
  • Eigið fé í árslok 2021 var 5.969 milljónir króna samanborið við 5.059 milljónir króna í árslok 2020.
  • Í lok tímabilsins voru eignir í sjóðastýringu rúmir 306 milljarðar króna samanborið við 210 milljarða króna árið áður og auk þess voru í lok árs um 238 milljarðar króna í stýringu samkvæmt eignastýringarsamningum samanborið við 195 milljarða króna árið áður.
  • Starfsmenn voru 21 talsins í árslok og fjölgaði um einn á árinu.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

„Árið 2021 var farsælt fyrir Landsbréf og eins fyrir þá fjölmörgu einstaklinga og lögaðila sem fjárfest hafa í sjóðum Landsbréfa. Eignir í sjóðastýringu jukust um 45% á árinu sem endurspeglar bæði góða ávöxtun sjóða Landsbréfa og ekki síður þá staðreynd að stöðugt fleiri velja sjóði Landsbréfa til að ávaxta fjármuni sína. Við erum einstaklega þakklát því trausti sem fjárfestar sýna okkur hjá Landsbréfum og höfum einsett okkur að leggja áfram metnað okkar í að ávaxta á ábyrgan hátt þá fjármuni sem okkur er falið að stýra.

Landsbréf leggja metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytt úrval sjóða fyrir mismunandi þarfir fjárfesta og á árinu 2021 tóku nokkrir nýir sjóðir til starfa. Þar á meðal er Horn IV slhf. sem 15 milljarða framtakssjóður og Brunnur vaxtarsjóður II slhf., sem er 8,3 milljarða vísisjóður. Af sjóðum fyrir almenna fjárfesta má nefna sérhæfða sjóðinn Landsbréf – Eignadreifing sjálfbær hs. sem er eignadreifingarsjóður sem hefur sérstakar áherslur á sjálfbærni í fjárfestingastefnu sinni. Það er ánægjulegt að sjá þær góðu viðtökur sem sjóðurinn hefur fengið, sem endurspeglar þá vitundarvakningu sem er að eiga sér stað í íslensku samfélagi um að ábyrgar fjárfestingar með áherslur á sjálfbærni er framtíðin og á því sviði viljum við hjá Landsbréfum halda áfram að vera í fararbroddi.“

Fjárhagsupplýsingar á vef Landsbréfa

Þú gætir einnig haft áhuga á
Gluggar
24. nóv. 2023
Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn zaprasza 29 listopada o godz. 18.00–19.00 na zebranie informacyjne na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego. Zebranie odbędzie się w sali Klubu Sportowego „Leiknir” w Breiðholt przy Austurberg 1, 111 Reykjavík. Zebranie prowadzone będzie w języku polskim.
Gluggar
24. nóv. 2023
Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Fræðslufundur Landsbankans um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi. Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 kl. 18.00-19.00. Fundurinn verður haldinn í sal Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti, Austurbergi 1, 111 Reykjavík. Fundurinn verður haldinn á pólsku.
Grindavík
24. nóv. 2023
Bez odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych dla mieszkańców Grindavíku przez trzy miesiące
W związku z niepewną sytuacją wskutek klęski żywiołowej w Grindavíku Landsbankinn, Arion banki oraz Íslandsbanki we współpracy ze Związkiem Przedsiębiorstw Finansowych (SFF) doszły do porozumienia w sprawie zniesienia odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych mieszkańców Grindavíku na okres trzech miesięcy. Wczoraj, tj. 22 listopada br., zostało zawarte porozumienie tejże treści.
Grindavík
23. nóv. 2023
Engir vextir eða verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði
Vegna óvissuástands og náttúruhamfara í Grindavík hafa Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var gert í gær, 22. nóvember.
Magnús Baldvin Friðriksson
23. nóv. 2023
Magnús Baldvin til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf
Magnús Baldvin Friðriksson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf bankans.
Togari við Vestmannaeyjar
22. nóv. 2023
Hlutafjárútboð Ísfélags hf.
Ísfélag, elsta starfandi hlutafélag landsins, hefur birt lýsingu vegna almenns útboðs og fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Félagið er leiðandi í veiðum og vinnslu gæðaafurða úr uppsjávar- og bolfiski. Skráning hlutabréfa Ísfélags á Aðalmarkað gerir áhugasömum fjárfestum kleift að taka þátt í vexti félagsins og styðja það til frekari sóknar.
Netbanki
22. nóv. 2023
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt fimmtudags
Vegna viðhalds á gagnagrunnum verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt fimmtudagsins 23. nóvember. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 4.00.
Netbanki
18. nóv. 2023
Ograniczone usługi z powodu prac konserwacyjnych w nocy z soboty na niedzielę
Z powodu prac konserwacyjnych baz danych Centralnego Ośrodka Przetwarzania Danych pewne usługi bankowe nie będą dostępne w nocy z soboty na niedzielę dnia 19 listopada br. Planowane ograniczenia usług obowiązywać będą od godz. 2.00 do 9.00 w niedzielę rano.
Grindavík
18. nóv. 2023
Viðbrögð við stöðu Grindvíkinga eru til skoðunar
Það er mjög erfitt að gera sér í hugarlund þá óvissu sem ríkir meðal Grindvíkinga. Hugur alls starfsfólks bankans er hjá bæjarbúum. Við erum stolt af öflugu útibúi okkar í Grindavík og af að eiga marga trausta og góða viðskiptavini í bæjarfélaginu, bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Netbanki
17. nóv. 2023
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna viðhalds á gagnagrunnum verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 19. nóvember. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 2.00 til um kl. 9.00 á sunnudagsmorgun.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur