Fréttir

Hagn­að­ur Lands­bréfa 1.410 millj­ón­ir á ár­inu 2021

25. mars 2022

Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2021. Helstu niðurstöður eru þessar:

  • Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 1.410 milljónum króna eftir skatta á árinu 2021, samanborið við 768 milljónir á árinu 2020.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 2.937 milljónum króna á árinu 2021, samanborið við 1.964 milljónir króna á árinu 2020.
  • Eigið fé í árslok 2021 var 5.969 milljónir króna samanborið við 5.059 milljónir króna í árslok 2020.
  • Í lok tímabilsins voru eignir í sjóðastýringu rúmir 306 milljarðar króna samanborið við 210 milljarða króna árið áður og auk þess voru í lok árs um 238 milljarðar króna í stýringu samkvæmt eignastýringarsamningum samanborið við 195 milljarða króna árið áður.
  • Starfsmenn voru 21 talsins í árslok og fjölgaði um einn á árinu.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

„Árið 2021 var farsælt fyrir Landsbréf og eins fyrir þá fjölmörgu einstaklinga og lögaðila sem fjárfest hafa í sjóðum Landsbréfa. Eignir í sjóðastýringu jukust um 45% á árinu sem endurspeglar bæði góða ávöxtun sjóða Landsbréfa og ekki síður þá staðreynd að stöðugt fleiri velja sjóði Landsbréfa til að ávaxta fjármuni sína. Við erum einstaklega þakklát því trausti sem fjárfestar sýna okkur hjá Landsbréfum og höfum einsett okkur að leggja áfram metnað okkar í að ávaxta á ábyrgan hátt þá fjármuni sem okkur er falið að stýra.

Landsbréf leggja metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytt úrval sjóða fyrir mismunandi þarfir fjárfesta og á árinu 2021 tóku nokkrir nýir sjóðir til starfa. Þar á meðal er Horn IV slhf. sem 15 milljarða framtakssjóður og Brunnur vaxtarsjóður II slhf., sem er 8,3 milljarða vísisjóður. Af sjóðum fyrir almenna fjárfesta má nefna sérhæfða sjóðinn Landsbréf – Eignadreifing sjálfbær hs. sem er eignadreifingarsjóður sem hefur sérstakar áherslur á sjálfbærni í fjárfestingastefnu sinni. Það er ánægjulegt að sjá þær góðu viðtökur sem sjóðurinn hefur fengið, sem endurspeglar þá vitundarvakningu sem er að eiga sér stað í íslensku samfélagi um að ábyrgar fjárfestingar með áherslur á sjálfbærni er framtíðin og á því sviði viljum við hjá Landsbréfum halda áfram að vera í fararbroddi.“

Fjárhagsupplýsingar á vef Landsbréfa

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Netöryggi
23. feb. 2024
Vörum við þjófum við hraðbanka
Við vörum við þjófum sem stela kortum frá fólki sem er að taka út peninga í hraðbanka og ítrekum mikilvægi þess að enginn sjái þegar PIN er slegið inn.
Grindavík
22. feb. 2024
Grindvíkingar halda óbreyttum vaxtakjörum við kaup á nýrri íbúð
Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign.
Krossmói
22. feb. 2024
Zebranie dotyczące finansów: Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn oraz Związek Zawodowy Marynarzy i Rybaków w Keflavíku i okolicach (VSFK) zapraszają na zebranie informacyjne w języku polskim na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur