Algalíf fær sjálfbærnimerki Landsbankans
Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans fyrir framleiðslu á umhverfisvottaðri vöru.
Algalíf framleiðir fæðubótarefnið astaxanthín úr örþörungum. Framleiðslan hefur fengið vottun CarbonNeutral.
Sjálfbærnimerki Landsbankans er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
„Þessi viðurkenning sýnir okkur að það eru góð viðskipti að vinna af heilindum að samfélagsábyrgð, umhverfismálum og sjálfbærni og hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut,“ segir Orri Björnsson, forstjóri Algalífs.
Á myndinni hér að ofan eru Hrafn Harðarson viðskiptastjóri hjá Landsbankanum og Orri Björnsson forstjóri Algalífs.