Fréttir

Ell­ert Arn­ar­son nýr for­stöðu­mað­ur Fyr­ir­tækja­ráð­gjaf­ar

Ellert Arnarson
2. febrúar 2022

Ellert Arnarson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hann hefja störf á næstu vikum.

Ellert hefur mikla og víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Á árunum 2013-2019 var hann verkefna- og sjóðstjóri hjá GAMMA Capital Management en þar byggði hann m.a. upp og stýrði teymi á sviði sérhæfðra fjárfestinga sem bar ábyrgð á uppbyggingu nokkurra fyrirtækja og lánasafna. Frá árinu 2019 hefur hann starfað við eignastýringu hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Áður starfaði Ellert m.a. sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf fyrir Straum fjárfestingarbanka. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands frá árinu 2008 og m.a. haft umsjón með námskeiði um skuldabréf fyrir meistaranema í Viðskipta- og hagfræðideild skólans.

Ellert lauk B.Sc. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 2010. Hann lauk M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði frá sama skóla árið 2013 og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Um Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans veitir yfirgripsmikla og vandaða ráðgjöf um kaup, sölu og samruna fyrirtækja, sem og um skráningu á verðbréfamarkað og fjárhagslega endurskipulagningu. Meðal verkefna á árinu 2021 var vel heppnað hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hf. og skráning félagsins á Aðallista Kauphallarinnar. Þá var Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans ráðgjafi við framkvæmd nýtingar áskriftarréttinda Icelandair, sá um vel heppnuð skuldabréfaútboð fyrir ýmis félög og hafði umsjón með útgáfu og töku skuldabréfa þeirra til viðskipta í Kauphöll.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur