Fréttir

Við leys­um úr mál­un­um

Kona
22. desember 2021 - Landsbankinn

Við erum til staðar til að leysa úr málunum. Þú getur fengið aðstoð við bankaþjónustu og fjármálaráðgjöf í síma og á fjarfundum, í gegnum tölvupóst eða í netspjallinu á landsbankinn.is. Vegna samkomutakmarkana þarf að panta tíma til að fá þjónustu í útibúum og Fyrirtækjamiðstöð frá og með 23. desember.

Pantaðu tíma á landsbankinn.is

Þú getur pantað tíma í ráðgjöf, gjaldkeraþjónustu og hjá Fyrirtækjamiðstöðinni á landsbankinn.is/panta-tima. Við mælum með að panta fjarfund eða símtal ef þig vantar ráðgjöf, það er einfalt og sparar tíma. Við hvetjum viðskiptavini til að nota Landsbankaappið, netbankann og hraðbankana eins og hægt er en þannig má leysa fjölmörg erindi á einfaldan og fljótlegan hátt.

Við höfum gjafakortin tilbúin

Gjafakort Landsbankans er tilvalin jólagjöf. Það er einfalt að panta gjafakortin á landsbankinn.is og velja í hvaða útibú þú vilt sækja þau. Við höfum þau tilbúin fyrir þig í fallegum jólaumbúðum. Einnig er hægt að kaupa gjafakort í gjafakortasjálfsölum sem eru aðgengilegir allan sólarhringinn í útibúunum í Mjódd og í Vesturbæ.

Afgreiðslutími um jól og áramót

  • Aðfangadagur 24. desember: Lokað.
  • Gamlársdagur 31. desember: Opið til kl. 12.
  • Panta þarf tíma til að fá afgreiðslu í útibúi.

Þjónusta allan sólarhringinn

Hraðbankar Landsbankans eru staðsettir um allt land og flestir eru aðgengilegir allan sólarhringinn. Hægt er að sjá staðsetningu og fjarlægð í næsta hraðbanka í appinu eða á landsbankinn.is. Í hraðbönkum er m.a. hægt að taka út og leggja inn reiðufé og greiða reikninga. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.

Þarftu aðstoð?

Ef þú þarft aðstoð við að nýta þér rafrænar lausnir hvetjum við þig til að hafa samband við Þjónustuverið í síma 410 4000, með því að panta símtal á landsbankinn.is eða senda okkur tölvupóst í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.

Spurt og svarað um einstaklingsþjónustu

Spurt og svarað um fyrirtækjaþjónustu

Þú gætir einnig haft áhuga á
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur