Fréttir

Þrír nýir stjórn­end­ur hjá Lands­bank­an­um

21. desember 2021

Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til starfa hjá Landsbankanum, hjá Áhættustýringu, Eignastýringu og miðlun og í Markaðsdeild.

Forstöðumaður Viðskiptalausna hjá Eignastýringu og miðlun

Guðlaug Arnþrúður Guðmundsdóttir

Guðlaug Arnþrúður Guðmundsdóttir (Adda) hefur tekið við starfi forstöðumanns Viðskiptalausna hjá Eignastýringu og miðlun. Adda hefur starfað hjá bankanum frá árinu 2011, síðast sem sérfræðingur hjá Viðskiptalausnum á Einstaklingssviði en áður starfaði hún sem sérfræðingur í rekstraráhættu. Hún hefur töluverða reynslu af þróun og rekstri á þjónustu bankans og hefur leitt umfangsmikil sjálfsafgreiðsluverkefni fyrir Landsbankann, s.s. innleiðingu á Apple Pay og Sparað í appi.

Adda er með B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er að ljúka prófi í verðbréfaviðskiptum frá sama skóla.

Forstöðumaður Markaðsáhættu

Guðrún Anny Hálfdánardóttir

Guðrún Anny Hálfdánardóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Markaðsáhættu sem tilheyrir Áhættustýringu bankans. Guðrún hefur unnið hjá bankanum frá árinu 2007 en var áður hjá Kaupþingi frá 2005. Hún var sérfræðingur hjá Áhættustýringu frá 2007-2019, fyrst í eigna- og skuldaáhættu og síðar markaðsáhættu. Árið 2019 starfaði hún hjá Viðskiptalausnum á Einstaklingssviði við framþróun og sjálfvirknivæðingu, m.a. við innleiðingu á Aukalánum.

Guðrún er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind frá sama skóla, sem og próf í verðbréfaviðskiptum.

Forstöðumaður Markaðsdeildar

Hjalti Harðarson

Hjalti Harðarson hefur verið ráðinn forstöðumaður Markaðsdeildar Landsbankans en hann hefur 15 ára reynslu af markaðsmálum og þróun í stafrænu umhverfi. Undanfarið hefur Hjalti starfað sem teymisstjóri stafrænnar grósku í markaðsdeild Arion banka en þar leiddi hann m.a. vinnu við gagnadrifna markaðssetningu. Áður var hann markaðsstjóri Öskju, markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Sahara, framkvæmdastjóri Kjarnans miðla og deildarstjóri hjá Símanum. 

Hjalti er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar (CBS) og M.Sc. gráðu frá sama skóla í alþjóðamarkaðssetningu og stjórnun.

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
31. mars 2023

Landsbankinn breytir vöxtum

Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Fjármálamót 2023
31. mars 2023

Vel heppnað Fjármálamót með stúdentum

Fyrsti fundur í Fjármálamóti, fræðslufundaröð Landsbankans, var haldinn í Stúdentakjallaranum við Háskóla Íslands á miðvikudaginn, í samstarfi við Stúdentaráð HÍ. Á þessu fyrsta Fjármálamóti var farið yfir fjármál ungs fólks, fasteignamarkaðinn og fyrstu kaup.
Tölva með Aukakrónusamstarfsaðilum
29. mars 2023

Landsbankinn hlýtur tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna

Vefur Landsbankans hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna árið 2022 í flokki stórra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt ár hvert af Samtökum vefiðnaðarins (SVEF), fagsamtökum þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi.
New temp image
27. mars 2023

Vegna falsaðrar myndar af hraðbanka Landsbankans

Í dag hefur birst falsað myndskeið og fölsuð ljósmynd af hraðbanka Landsbankans. Á myndinni og myndskeiðinu er texti sem vísar til starfa nafngreindrar konu. Um er að ræða fölsun og að sjálfsögðu hefur slíkur texti aldrei birst í hraðbanka Landsbankans.
New temp image
22. mars 2023

Landsbankinn gefur út víkjandi skuldabréf fyrir 12 milljarða króna

Landsbankinn lauk hinn 17. mars 2023 útboði á tveimur flokkum víkjandi skuldabréfa sem telja til eiginfjárþáttar 2.
17. mars 2023

Félagar Blindrafélagsins áhugasamir um netöryggi

Líflegar umræður spunnust á vel sóttum fundi sem Landsbankinn hélt með Blindrafélaginu – samtökum blindra og sjónskertra á miðvikudaginn um netöryggismál annars vegar og aðgengismál í sjálfsafgreiðslulausnum hins vegar.
New temp image
15. mars 2023

Rafræn skilríki notuð við kortagreiðslur í netverslun

Nú er beðið um rafræn skilríki við staðfestingu á greiðslum sem gerðar eru með greiðslukortum í netverslun. Áður voru greiðslur staðfestar með því að slá inn kóða sem barst með SMS-i.
Sjálfbærnimerki
14. mars 2023

AB-Fasteignir fá sjálfbærnimerki Landsbankans

AB-Fasteignir hafa fengið sjálfbærnimerki Landsbankans vegna framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Merkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
Sjálfbærniteymi
2. mars 2023

Öflugt sjálfbærniteymi vinnur að vaxandi verkefnum

Landsbankinn leggur mikla áherslu á sjálfbærni, enda gerir markaðurinn kröfu um að málaflokknum sé sinnt vel, viðskiptavinir hafa áhuga á þessum málum og regluverk í kringum málaflokkinn færist í aukanna. Sjálfbærnistarf bankans hefur aukist að umfangi og hjá bankanum starfar öflugt sjálfbærniteymi.
Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands
27. feb. 2023

Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands styrkir stúdenta um 127,5 milljónir

Stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að verja 127,5 milljónum króna í styrki til doktorsnema við Háskóla Íslands í ár.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur