Fréttir

Orku­veita Reykja­vík­ur fær sjálf­bærni­merki Lands­bank­ans

Orkuveitan fær sjálfbærnimerki bankans
16. desember 2021

Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans vegna framleiðslu á rafmagni og hita með lágu kolefnisspori. Merkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR:

„Orkuveita Reykjavíkur er stolt af þeirri viðurkenningu sem í þessu felst. Við höfum þegar skuldbundið okkur til að standa undir ströngum kröfum lánveitenda um samfélagsábyrgð. Fyrirtækið var þannig brautryðjandi í útgáfu grænna skuldabréfa hér á landi og stenst kröfur Norræna fjárfestingarbankans um græna fjármögnun. Það er afar ánægjulegt að lánastofnanir séu í vaxandi mæli að horfa til áhrifa peninganna sem þær lána á umhverfi og samfélag. Framtak Landsbankans í þessa veru er lofsvert.“

Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Landsbankans:

„Það er ánægjulegt að veita Orkuveitu Reykjavíkur sjálfbærnimerki bankans vegna raforku- og hitaframleiðslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Með sjálfbærnimerkinu viljum við styðja viðskiptavini okkar í sjálfbærnivinnu þeirra. Orkuveita Reykjavíkur hefur um langt skeið sýnt eftirtektarvert frumkvæði í sjálfbærnimálum og gert íslenskum almenningi og fyrirtækjum kleift að nýta raforku og hita með mjög lágu kolefnisspori.“

Sjálfbær fjármögnun

Fyrirtæki geta óskað eftir því að fá sjálfbærnimerki Landsbankans ef fyrirtækið, eða verkefnið sem verið er að fjármagna, uppfyllir skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans. Dæmi um sjálfbær verkefni eru til að mynda orkuskipti í samgöngum, endurnýjanleg raforkuframleiðsla, sjálfbærnivottaðar fiskveiðar, vistvænar byggingar og verkefni sem stuðla að félagslegri uppbyggingu.

Á meðfylgjandi mynd að ofan eru Bjarni Bjarnason forstjori Orkuveitu Reykjavíkur, Árni Þór Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Landsbankans og Aðalheiður Snæbjarnardóttir sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum.Sjálfbærnimerki
Þú gætir einnig haft áhuga á
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur