Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Ljós­leið­ar­inn fær sjálf­bærni­merki Lands­bank­ans

Árni Þór Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Landsbankans, Birna Bragadóttir stjórnarformaður Ljósleiðarans og Reynir Smári Atlason sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum.
9. desember 2021 - Landsbankinn

Ljósleiðarinn ehf. hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans vegna uppsetningar og rekstrar ljósleiðara. Merkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.

Birna Bragadóttir, stjórnarformaður Ljósleiðarans:

„Við erum afar ánægð með að fá þessa viðurkenningu frá Landsbankanum. Hún staðfestir að starfsemi Ljósleiðarans stenst strangar kröfur um samfélagslega ábyrgð. Við stefnum að því að reksturinn hjá okkur verði kolefnishlutlaus innan skamms en í eðli sínu er rekstur okkar öfluga ljósleiðaranets, sem knúið er grænni orku, umhverfisvænn því hann hefur gert svo gríðarlega mörgum kleift að smækka líka sín kolefnisspor.“

Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Landsbankans:

„Það er mjög ánægjulegt að veita Ljósleiðaranum sjálfbærnimerki bankans vegna lagningar og rekstrar á ljósleiðara. Með sjálfbærnimerkinu viljum við styðja viðskiptavini okkar í sjálfbærnivinnu þeirra.  Ljósleiðarinn hefur frá stofnun veitt heimilum og fyrirtækjum aðgang að hágæða ljósleiðara í stað samskiptakerfa sem nýta koparbúnað. Það samræmist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun vel.“

Sjálfbær fjármögnun

Fyrirtæki geta óskað eftir því að fá sjálfbærnimerki Landsbankans ef fyrirtækið, eða verkefnið sem verið er að fjármagna, uppfyllir skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans. Dæmi um sjálfbær verkefni eru til að mynda orkuskipti í samgöngum, endurnýjanleg raforkuframleiðsla, sjálfbærnivottaðar fiskveiðar, vistvænar byggingar og verkefni sem stuðla að félagslegri uppbyggingu.

Á meðfylgjandi mynd að ofan eru Árni Þór Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Landsbankans, Birna Bragadóttir stjórnarformaður Ljósleiðarans og Reynir Smári Atlason sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum.
Þú gætir einnig haft áhuga á
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.