Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Opn­um sand­kassa til að und­ir­búa nýj­ar lausn­ir

3. nóvember 2021

Ný lög um greiðsluþjónustu hafa tekið gildi. Af því tilefni höfum við opnað sandkassa sem fjártæknifyrirtæki og önnur fyrirtæki í þessum geira geta nýtt til að þróa fjártæknilausnir til að tengja við kerfi bankans.

Nýju lögin byggja á Evróputilskipun sem gengur undir heitinu PSD2. Lögin tóku gildi 1. nóvember 2021. Þegar reglugerð sem fylgir lögunum kemur að fullu til framkvæmda þann 1. maí 2022 munu fleiri aðilar en aðeins bankar geta boðið einstaklingum og fyrirtækjum upp á helstu greiðsluaðgerðir og yfirlit bankareikninga. Þetta er þjónusta sem hérlendis hefur aðeins verið veitt í netbönkum og bankaöppum, en frá 1. maí 2022 geta viðskiptavinir Landsbankans sem það kjósa væntanlega séð bankareikninga sína í öppum og vefsvæðum utan bankans og millifært af reikningum sínum þar.

Allt mun þetta byggja á að viðskiptavinir vilji nýta sér þessa þjónustu og samþykki sérstaklega að fjártæknifyrirtæki og önnur fyrirtæki fái aðgang að gögnum þeirra hjá Landsbankanum. Aðgengið nær til svonefndra greiðslureikninga en það eru m.a. óbundnir bankareikningar sem eru t.d. notaðir fyrir greiðslur, millifærslur og úttektir með greiðslukortum.

Sýndaraðgangur til að undirbúa lausnir

Til þess að auka möguleikana á að slíkar lausnir verði tilbúnar í vor höfum við, í samræmi við ákvæði laganna, opnað sandkassa (e. sandbox), sem einnig mætti kalla þróunargátt. Í sandkassanum eru engin raunveruleg gögn um viðskiptavini en þar er á hinn bóginn búið að stilla upp sýndaraðgangi að tilteknum kerfum bankans. Þar geta fjártæknifyrirtæki og önnur fyrirtæki eða aðilar í þessum geira kynnt sér hvernig ýmsar aðgerðir bankans virka. Í sandkassanum er líka hægt að prófa að sækja reikningsupplýsingar og færsluyfirlit, prófa innlendar og erlendar millifærslur og margt fleira. Með aðgangi að þessum gögnum er hægt að forrita lausnir sem „tala við“ kerfi bankans.

Prófunarumhverfið er hýst og rekið af kanadíska tæknifyrirtækinu Salt Edge, samstarfsaðila Landsbankans í PSD2-lausnum. Salt Edge er leiðandi á heimsvísu í þróun skilflata fyrir bæði banka og fjártæknifyrirtæki og framleiðir íhluti fyrir fjölbreyttar þarfir fjármálamarkaðar víða um heim. Samstarf við svo stóran og traustan aðila opnar á mikla möguleika fyrir viðskiptavini Landsbankans, þar sem alþjóðleg þekking fjölda sérfræðinga nýtist bankanum við að veita öfluga og lipra þjónustu.

Uppfylla þarf strangar kröfur til að veita þjónustuna

Tilgangur laganna er að auka samkeppni og neytendavernd á fjármálamarkaði, sem og að stuðla að vöruþróun og nýsköpun á greiðslumarkaði. Aðeins leyfisskyldir aðilar innan Evrópska efnahagssvæðisins (ESB og EFTA) geta veitt nýju greiðsluþjónustuna, t.d. fjártæknifyrirtæki. Aðilarnir þurfa sérstakt starfsleyfi eða samþykkta skráningu frá fjármálaeftirliti síns lands og verða að uppfylla ítarlegar kröfur sem settar eru fram í nýju lögunum. Til að gæta jafnræðis innan Evrópu eru aðgerðir og skýringartextar á ensku. Engar aðgangstakmarkanir eru á þróunargáttinni sem er virkilega einföld og auðveld í notkun.

Þú finnur hlekk á prófunarumhverfið á vefslóðinni developers.landsbankinn.is.

Við hlökkum til að sjá þig í sandkassanum!

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.  
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.