Fréttir

Opn­um sand­kassa til að und­ir­búa nýj­ar lausn­ir

3. nóvember 2021

Ný lög um greiðsluþjónustu hafa tekið gildi. Af því tilefni höfum við opnað sandkassa sem fjártæknifyrirtæki og önnur fyrirtæki í þessum geira geta nýtt til að þróa fjártæknilausnir til að tengja við kerfi bankans.

Nýju lögin byggja á Evróputilskipun sem gengur undir heitinu PSD2. Lögin tóku gildi 1. nóvember 2021. Þegar reglugerð sem fylgir lögunum kemur að fullu til framkvæmda þann 1. maí 2022 munu fleiri aðilar en aðeins bankar geta boðið einstaklingum og fyrirtækjum upp á helstu greiðsluaðgerðir og yfirlit bankareikninga. Þetta er þjónusta sem hérlendis hefur aðeins verið veitt í netbönkum og bankaöppum, en frá 1. maí 2022 geta viðskiptavinir Landsbankans sem það kjósa væntanlega séð bankareikninga sína í öppum og vefsvæðum utan bankans og millifært af reikningum sínum þar.

Allt mun þetta byggja á að viðskiptavinir vilji nýta sér þessa þjónustu og samþykki sérstaklega að fjártæknifyrirtæki og önnur fyrirtæki fái aðgang að gögnum þeirra hjá Landsbankanum. Aðgengið nær til svonefndra greiðslureikninga en það eru m.a. óbundnir bankareikningar sem eru t.d. notaðir fyrir greiðslur, millifærslur og úttektir með greiðslukortum.

Sýndaraðgangur til að undirbúa lausnir

Til þess að auka möguleikana á að slíkar lausnir verði tilbúnar í vor höfum við, í samræmi við ákvæði laganna, opnað sandkassa (e. sandbox), sem einnig mætti kalla þróunargátt. Í sandkassanum eru engin raunveruleg gögn um viðskiptavini en þar er á hinn bóginn búið að stilla upp sýndaraðgangi að tilteknum kerfum bankans. Þar geta fjártæknifyrirtæki og önnur fyrirtæki eða aðilar í þessum geira kynnt sér hvernig ýmsar aðgerðir bankans virka. Í sandkassanum er líka hægt að prófa að sækja reikningsupplýsingar og færsluyfirlit, prófa innlendar og erlendar millifærslur og margt fleira. Með aðgangi að þessum gögnum er hægt að forrita lausnir sem „tala við“ kerfi bankans.

Prófunarumhverfið er hýst og rekið af kanadíska tæknifyrirtækinu Salt Edge, samstarfsaðila Landsbankans í PSD2-lausnum. Salt Edge er leiðandi á heimsvísu í þróun skilflata fyrir bæði banka og fjártæknifyrirtæki og framleiðir íhluti fyrir fjölbreyttar þarfir fjármálamarkaðar víða um heim. Samstarf við svo stóran og traustan aðila opnar á mikla möguleika fyrir viðskiptavini Landsbankans, þar sem alþjóðleg þekking fjölda sérfræðinga nýtist bankanum við að veita öfluga og lipra þjónustu.

Uppfylla þarf strangar kröfur til að veita þjónustuna

Tilgangur laganna er að auka samkeppni og neytendavernd á fjármálamarkaði, sem og að stuðla að vöruþróun og nýsköpun á greiðslumarkaði. Aðeins leyfisskyldir aðilar innan Evrópska efnahagssvæðisins (ESB og EFTA) geta veitt nýju greiðsluþjónustuna, t.d. fjártæknifyrirtæki. Aðilarnir þurfa sérstakt starfsleyfi eða samþykkta skráningu frá fjármálaeftirliti síns lands og verða að uppfylla ítarlegar kröfur sem settar eru fram í nýju lögunum. Til að gæta jafnræðis innan Evrópu eru aðgerðir og skýringartextar á ensku. Engar aðgangstakmarkanir eru á þróunargáttinni sem er virkilega einföld og auðveld í notkun.

Þú finnur hlekk á prófunarumhverfið á vefslóðinni developers.landsbankinn.is.

Við hlökkum til að sjá þig í sandkassanum!

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur