Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Opn­um sand­kassa til að und­ir­búa nýj­ar lausn­ir

3. nóvember 2021

Ný lög um greiðsluþjónustu hafa tekið gildi. Af því tilefni höfum við opnað sandkassa sem fjártæknifyrirtæki og önnur fyrirtæki í þessum geira geta nýtt til að þróa fjártæknilausnir til að tengja við kerfi bankans.

Nýju lögin byggja á Evróputilskipun sem gengur undir heitinu PSD2. Lögin tóku gildi 1. nóvember 2021. Þegar reglugerð sem fylgir lögunum kemur að fullu til framkvæmda þann 1. maí 2022 munu fleiri aðilar en aðeins bankar geta boðið einstaklingum og fyrirtækjum upp á helstu greiðsluaðgerðir og yfirlit bankareikninga. Þetta er þjónusta sem hérlendis hefur aðeins verið veitt í netbönkum og bankaöppum, en frá 1. maí 2022 geta viðskiptavinir Landsbankans sem það kjósa væntanlega séð bankareikninga sína í öppum og vefsvæðum utan bankans og millifært af reikningum sínum þar.

Allt mun þetta byggja á að viðskiptavinir vilji nýta sér þessa þjónustu og samþykki sérstaklega að fjártæknifyrirtæki og önnur fyrirtæki fái aðgang að gögnum þeirra hjá Landsbankanum. Aðgengið nær til svonefndra greiðslureikninga en það eru m.a. óbundnir bankareikningar sem eru t.d. notaðir fyrir greiðslur, millifærslur og úttektir með greiðslukortum.

Sýndaraðgangur til að undirbúa lausnir

Til þess að auka möguleikana á að slíkar lausnir verði tilbúnar í vor höfum við, í samræmi við ákvæði laganna, opnað sandkassa (e. sandbox), sem einnig mætti kalla þróunargátt. Í sandkassanum eru engin raunveruleg gögn um viðskiptavini en þar er á hinn bóginn búið að stilla upp sýndaraðgangi að tilteknum kerfum bankans. Þar geta fjártæknifyrirtæki og önnur fyrirtæki eða aðilar í þessum geira kynnt sér hvernig ýmsar aðgerðir bankans virka. Í sandkassanum er líka hægt að prófa að sækja reikningsupplýsingar og færsluyfirlit, prófa innlendar og erlendar millifærslur og margt fleira. Með aðgangi að þessum gögnum er hægt að forrita lausnir sem „tala við“ kerfi bankans.

Prófunarumhverfið er hýst og rekið af kanadíska tæknifyrirtækinu Salt Edge, samstarfsaðila Landsbankans í PSD2-lausnum. Salt Edge er leiðandi á heimsvísu í þróun skilflata fyrir bæði banka og fjártæknifyrirtæki og framleiðir íhluti fyrir fjölbreyttar þarfir fjármálamarkaðar víða um heim. Samstarf við svo stóran og traustan aðila opnar á mikla möguleika fyrir viðskiptavini Landsbankans, þar sem alþjóðleg þekking fjölda sérfræðinga nýtist bankanum við að veita öfluga og lipra þjónustu.

Uppfylla þarf strangar kröfur til að veita þjónustuna

Tilgangur laganna er að auka samkeppni og neytendavernd á fjármálamarkaði, sem og að stuðla að vöruþróun og nýsköpun á greiðslumarkaði. Aðeins leyfisskyldir aðilar innan Evrópska efnahagssvæðisins (ESB og EFTA) geta veitt nýju greiðsluþjónustuna, t.d. fjártæknifyrirtæki. Aðilarnir þurfa sérstakt starfsleyfi eða samþykkta skráningu frá fjármálaeftirliti síns lands og verða að uppfylla ítarlegar kröfur sem settar eru fram í nýju lögunum. Til að gæta jafnræðis innan Evrópu eru aðgerðir og skýringartextar á ensku. Engar aðgangstakmarkanir eru á þróunargáttinni sem er virkilega einföld og auðveld í notkun.

Þú finnur hlekk á prófunarumhverfið á vefslóðinni developers.landsbankinn.is.

Við hlökkum til að sjá þig í sandkassanum!

Þú gætir einnig haft áhuga á
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.
Yayland
4. júní 2025
YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag – Yayland
Fjártæknifyrirtækið YAY og Landsbankinn hafa stofnað nýtt félag, Yayland ehf., sem mun sérhæfa sig í þróun, sölu, útgáfu og rekstri á stafrænum og hefðbundnum inneignarkortum, gjafabréfum og vildarkortum. Yayland mun taka yfir alla gjafakortastarfsemi YAY á Íslandi og jafnframt alla útgáfu og rekstur á inneignarkortum Landsbankans.
Námsstyrkir 2025
3. júní 2025
8 milljónum úthlutað í námsstyrki
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán hæfileikaríkra námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 28. maí. Námsstyrkirnir voru veittir í þrítugasta og sjötta sinn og heildarupphæð styrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 450 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2025
26. maí 2025
Holtaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti 2025
Holtaskóli er sigurvegari Skólahreysti 2025 og ber því titillinn Skólahreystimeistari með rentu! Úrslitin réðust í æsispennandi lokakeppni tólf grunnskóla fyrir troðfullum sal í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ, laugardagskvöldið 24. maí.
Landsbankinn
23. maí 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 3. júní 2025.
Nasdaq bjalla
16. maí 2025
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans ráðgjafi ríkisins í vel heppnuðu Íslandsbankaútboði
Áhugi fjárfesta reyndist mjög mikill og skilaði sér í heildareftirspurn upp á um 190 milljarða króna. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá mikinn áhuga og þátttöku almennings. Í útboðinu voru seldir 850.000.007 hlutir á genginu 106,56 krónur á hlut, sem samsvarar heildarvirði upp á 90,6 milljarða króna. Þetta er stærsta hlutafjárútboð sem haldið hefur verið á Íslandi.
Austurstræti 11
15. maí 2025
Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 til sölu
Landsbankinn auglýsir til sölu hús bankans við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 í Reykjavík. Heildarstærð húsanna er 5.836 fermetrar og þar ef eru 1.380 fermetrar í kjallara. Húsin verða seld í einu lagi.
Nasdaq bjalla
13. maí 2025
Upplýsingar um útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka
Útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst kl. 8.30 þriðjudaginn 13. maí og gert er ráð fyrir að því ljúki kl. 17.00 fimmtudaginn 15. maí.
Austurbakki
28. apríl 2025
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í A-
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.