Fréttir

Við veit­um ráð­gjöf til klukk­an 18 en úti­bú­in opna klukk­an 10

Þann 18. október lengjum við þann tíma sem viðskiptavinir geta fengið fjármálaráðgjöf í síma eða á fjarfundum til kl. 18, alla virka daga. Um leið styttist afgreiðslutími útibúa sem eru nú opin á milli kl. 9-16 um eina klukkustund og verða þau framvegis opin frá kl. 10-16.
29. september 2021 - Landsbankinn

Í langflestum tilfellum notar fólk appið eða netbankann til að sinna fjármálunum en mikilvægi þess að hafa aðgang að vandaðri fjármálaráðgjöf, s.s. um íbúðalán, sparnað eða annað, er óbreytt og hefur jafnvel aukist. Með því að lengja þann tíma sem við veitum ráðgjöf til kl. 18 gerum við þjónustu okkar sveigjanlegri en í mörgum tilfellum hentar það fólki betur að sækja sér ráðgjöf utan hefðbundins afgreiðslutíma.

Fleiri sjálfsafgreiðslutæki

Á höfuðborgarsvæðinu verður áfram hægt að fá reiðufjárþjónustu hjá gjaldkerum í Borgartúni 33 og Austurstræti 11. Í öðrum útibúum á höfuðborgarsvæðinu er hægt að taka út og leggja inn reiðufé í hraðbönkum. Gjaldeyrishraðbankar eru aðgengilegir í öllum útibúunum en aðeins verður hægt að skipta erlendum peningaseðlum í íslenskar krónur í Borgartúni og Austurstræti.

Samhliða þessum breytingum hefur sjálfsafgreiðslutækjum í útibúum á höfuðborgarsvæðum verið fjölgað og þau eru aðgengileg allan sólarhringinn. Starfsfólk útibúa er sem fyrr boðið og búið til að aðstoða viðskiptavini við nýta sér sjálfsafgreiðslutæki, hraðbanka, netbankann og appið.

Breytingar og þróun

Framþróun og aukin notkun á stafrænum lausnum veldur því að sífellt færri fara í útibú. Við höfum aðlagað þjónustu okkar og afgreiðslutíma að breyttum aðstæðum og breytingarnar nú eru liður í þessari þróun. Starfsfólk bankans utan höfuðborgarsvæðisins mun vegna þeirra taka enn meiri þátt í að veita fjármálaráðgjöf, óháð því hvar viðskiptavinir eru staðsettir á landinu, störfin verða fjölbreyttari og tækifærum til að þróast í starfi fjölgar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
20. okt. 2021

Hagspá 2021-2024: Í átt að eðlilegu ástandi

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir kröftugum efnahagsbata og að hagvöxtur hér á landi verði 5,1% á þessu ári en hækki í 5,5% á næsta ári. Atvinnuleysi heldur áfram að minnka en verðbólga eykst og stýrivextir verða hækkaðir í 4,25%, áður en þeir lækka aftur.
New temp image
18. okt. 2021

Landsbankinn breytir vöxtum

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,20 prósentustig. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,10 prósentustig. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, verða óbreyttir. 
1. okt. 2021

Ung börn meðhöndli ekki sparibauka

Við vekjum athygli á að merkingar á Sprota-sparibaukum sem bankinn hefur afhent voru ekki fullnægjandi. Ekki skal meðhöndla sparibauka sem leikföng, enda kann smámynt að detta úr baukunum.
New temp image
30. sept. 2021

Ný útgáfa af almennum viðskiptaskilmálum Landsbankans

Við vekjum athygli á breytingum á almennum viðskiptaskilmálum bankans. Almennir viðskiptaskilmálar gilda í viðskiptum milli bankans og viðskiptavina, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Auk skilmálanna gilda, eftir atvikum, ákvæði samninga, sérstakra skilmála og reglna um einstakar vörur eða þjónustu.
New temp image
24. sept. 2021

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans ráðgjafi Regins um fasteignaþróunarfélag

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans er ráðgjafi Regins í fyrirhuguðum viðskiptum um fasteignaþróunarfélag.
New temp image
16. sept. 2021

Landsbankinn á Þórshöfn flytur

Afgreiðsla Landsbankans á Þórshöfn hefur tekið til starfa í húsnæði Kjörbúðarinnar að Langanesvegi 2. Þjónusta bankans og afgreiðslutími breytist ekki og hraðbanki er aðgengilegur á opnunartíma Kjörbúðarinnar.
New temp image
16. sept. 2021

Upptaka af fræðslufundi: Fara markaðir bara upp?

Landsbankinn hélt fræðslufund um mikilvægi eignadreifingar þann 15. september 2021 í Silfurbergi Hörpu.
New temp image
1. sept. 2021

Ný lög um fjármálagerninga – þú þarft mögulega að bregðast við

Ný lög um fjármálagerninga taka gildi 1. september 2021. Breytingarnar valda því að lögaðilar sem ætla að stunda viðskipti með fjármálagerninga, þurfa að bregðast við. Hið sama á við um einstaklinga sem eru með annað ríkisfang en íslenskt eða eru með tvöfalt ríkisfang.
New temp image
31. ágúst 2021

Hluti af RSA-lyklum að renna út

Viðskiptavinir sem eru með útrunna RSA-lykla geta orðið fyrir því að geta ekki gengið frá greiðslum. Ef þú færð villuskilaboð um að auðkenni sé rangt þegar þú ætlar að staðfesta greiðslu er líklegt að lykillinn þinn sé útrunninn.
New temp image
31. ágúst 2021

Landsbankinn breytir vöxtum - fastir íbúðalánavextir óbreyttir

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,20 prósentustig. Fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum breytast ekki. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, verða einnig óbreyttir. 
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur