Landsbankinn fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum
Landsbankinn hlaut viðurkenninguna fyrst árið 2014 og hefur hlotið hana árlega síðan. Viðurkenningin byggir á úttektum á stjórnarháttum þeirra félaga og fyrirtækja sem eru þátttakendur í verkefninu og taka mið af leiðbeiningum sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi gefa út.
Á annan tug viðurkenndra aðila vinna úttektirnar en umsjón með verkefninu og viðurkenningarferlinu er í höndum Stjórnvísi.
Viðurkenningin er fyrst og fremst veitt til þess að stuðla að umræðum og aðgerðum sem efla góða stjórnarhætti.
Verkefnið er samstarfsverkefni Nasdaq á Íslandi, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Stjórnvísi.