Fréttir

Upp­færsla á RSA-app­inu - nýtt tákn

Við vekjum athygli á að RSA SecurID Software Token appið sem notað er fyrir öruggar innskráningar í netbanka fyrirtækja var nýlega uppfært.
SecirID
23. júlí 2021

Við uppfærsluna var tákninu fyrir RSA-appið breytt. Það var áður á rauðum grunni en er nú á hvítum grunni, sjá myndir sem fylgja þessari frétt.

Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum ef setja þarf appið upp að nýju:

Uppsetning á appinu

Við uppsetningu á RSA-appinu þarftu bæði að vera við tölvu og hafa símann við hendina. Þú getur einnig notað tvö snjalltæki en þá þarf RSA-appið að vera uppsett í öðru tækinu.

  • Þegar þú hefur skráð þig í viðskipti í gegnum landsbankinn.is birtist notandanafn og lykilorð (til bráðabirgða) í þínum persónulega netbanka undir rafrænum skjölum.
  • Við fyrstu innskráningu í netbanka fyrirtækja þarftu að breyta lykilorðinu.
  • Til að þú getir skráð þig inn með notandanafni og nýja lykilorðinu þarftu að tengja RSA-appið eða plastlykil við aðganginn. Þú getur einnig skráð þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum.
  • RSA-appið heitir RSA SecurID Software Token og er frá RSA Security. Það tilheyrir flokknum viðskipti (e. business).
  • Þú notar símann þinn til að fara í App store eða Play store, eftir hvað á við. Með því að slá RSA inn í leitarglugga ætti appið að birtast.
  • Þú nærð í appið og samþykkir skilmála. Síðan skannar þú QR-kóðann í tölvunni með RSA-appinu í símtækinu með því að gera Import Token og Scan QR Code eða Get Started.

Nýtt tákn fyrir RSA SecurID Software Token:

SecurID

Eldra tákn fyrir RSA SecurID Software Token:

RSA

Ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 410 5000, með því að senda póst á fyrirtaeki@landsbankinn.is eða spjalla við okkur í vefspjallinu hafir þú einhverjar spurningar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur