Fréttir

Upp­færsla á RSA-app­inu - nýtt tákn

Við vekjum athygli á að RSA SecurID Software Token appið sem notað er fyrir öruggar innskráningar í netbanka fyrirtækja var nýlega uppfært.
SecirID
23. júlí 2021

Við uppfærsluna var tákninu fyrir RSA-appið breytt. Það var áður á rauðum grunni en er nú á hvítum grunni, sjá myndir sem fylgja þessari frétt.

Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum ef setja þarf appið upp að nýju:

Uppsetning á appinu

Við uppsetningu á RSA-appinu þarftu bæði að vera við tölvu og hafa símann við hendina. Þú getur einnig notað tvö snjalltæki en þá þarf RSA-appið að vera uppsett í öðru tækinu.

  • Þegar þú hefur skráð þig í viðskipti í gegnum landsbankinn.is birtist notandanafn og lykilorð (til bráðabirgða) í þínum persónulega netbanka undir rafrænum skjölum.
  • Við fyrstu innskráningu í netbanka fyrirtækja þarftu að breyta lykilorðinu.
  • Til að þú getir skráð þig inn með notandanafni og nýja lykilorðinu þarftu að tengja RSA-appið eða plastlykil við aðganginn. Þú getur einnig skráð þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum.
  • RSA-appið heitir RSA SecurID Software Token og er frá RSA Security. Það tilheyrir flokknum viðskipti (e. business).
  • Þú notar símann þinn til að fara í App store eða Play store, eftir hvað á við. Með því að slá RSA inn í leitarglugga ætti appið að birtast.
  • Þú nærð í appið og samþykkir skilmála. Síðan skannar þú QR-kóðann í tölvunni með RSA-appinu í símtækinu með því að gera Import Token og Scan QR Code eða Get Started.

Nýtt tákn fyrir RSA SecurID Software Token:

SecurID

Eldra tákn fyrir RSA SecurID Software Token:

RSA

Ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 410 5000, með því að senda póst á fyrirtaeki@landsbankinn.is eða spjalla við okkur í vefspjallinu hafir þú einhverjar spurningar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
16. sept. 2021

Landsbankinn á Þórshöfn flytur

Afgreiðsla Landsbankans á Þórshöfn hefur tekið til starfa í húsnæði Kjörbúðarinnar að Langanesvegi 2. Þjónusta bankans og afgreiðslutími breytist ekki og hraðbanki er aðgengilegur á opnunartíma Kjörbúðarinnar.
New temp image
16. sept. 2021

Upptaka af fræðslufundi: Fara markaðir bara upp?

Landsbankinn hélt fræðslufund um mikilvægi eignadreifingar þann 15. september 2021 í Silfurbergi Hörpu.
New temp image
1. sept. 2021

Ný lög um fjármálagerninga – þú þarft mögulega að bregðast við

Ný lög um fjármálagerninga taka gildi 1. september 2021. Breytingarnar valda því að lögaðilar sem ætla að stunda viðskipti með fjármálagerninga, þurfa að bregðast við. Hið sama á við um einstaklinga sem eru með annað ríkisfang en íslenskt eða eru með tvöfalt ríkisfang.
New temp image
31. ágúst 2021

Hluti af RSA-lyklum að renna út

Viðskiptavinir sem eru með útrunna RSA-lykla geta orðið fyrir því að geta ekki gengið frá greiðslum. Ef þú færð villuskilaboð um að auðkenni sé rangt þegar þú ætlar að staðfesta greiðslu er líklegt að lykillinn þinn sé útrunninn.
New temp image
31. ágúst 2021

Landsbankinn breytir vöxtum - fastir íbúðalánavextir óbreyttir

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,20 prósentustig. Fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum breytast ekki. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, verða einnig óbreyttir. 
New temp image
23. ágúst 2021

Nýtt skrifstofuhótel og fjarvinnuver í Þorlákshöfn

Sveitarfélagið Ölfus, Landsbankinn og Þekkingarsetrið Ölfus Cluster vinna sameiginlega að því að koma upp skrifstofuhóteli og fjarvinnuveri.
20. ágúst 2021

Landsbankinn fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Landsbankinn fékk í dag árlega viðurkenningu Stjórnvísi fyrir stjórnarhætti sína og nafnbótina fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd bankans.
19. ágúst 2021

Árshlutauppgjör Landsbréfa 30. júní 2021

Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2021. Hagnaður af rekstri Landsbréfa var 602 milljónir króna á fyrri hluta ársins samanborið við 232 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður. Hreinar rekstrartekjur námu 1.604 milljónum króna á fyrri hluta ársins samanborið við 844 milljón króna fyrir sama tímabil árið áður.
New temp image
13. ágúst 2021

Starfsemin áfram kolefnisjöfnuð í gegnum alþjóðlega vottuð verkefni

Starfsemi Landsbankans hefur verið kolefnisjöfnuð fyrir árið 2021 og höfum við hlotið endurnýjun á hinni alþjóðlega viðurkenndu CarbonNeutral® vottun.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur