Fréttir

Lands­bank­inn styrk­ir fimmtán framúrsk­ar­andi náms­menn

Landsbankinn úthlutaði í gær, 15. júlí 2021, námsstyrkjum úr Samfélagssjóði bankans til fimmtán framúrskarandi námsmanna. Heildarupphæð styrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 600 umsóknir í ár en Landsbankinn er eini íslenski bankinn sem veitir námsstyrki.
16. júlí 2021

Þetta er í þrítugasta og annað skipti sem bankinn veitir efnilegum nemendum styrki af þessum toga. Samfélagssjóður Landsbankans gegnir lykilhlutverki í stuðningi bankans við samfélagið. Stuðningur úr Samfélagssjóði kemur til viðbótar við fjölbreytt samstarfsverkefni bankans á sviði mannúðarmála, menningar, menntunar, nýsköpunar og íþrótta um land allt.

Veittir eru styrkir í fimm flokkum: til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, til háskólanema í framhaldsnámi og listnema.

Styrkir til framhaldsskólanáms – 200.000 kr. hver

Hildur Agla Ottadóttir

Hildur er nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. Henni hefur gengið vel í námi og hún hefur lokið lokaprófum með ágætiseinkunn. Hildur hefur látið að sér kveða í félagsstörfum, hún hefur lokið sjö stigum í klassískum listdansi frá Listdansskóla Íslands og æfir einnig kickbox.

Karl Ísak Birgisson

Karl stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík. Hann var að ljúka sínu öðru ári í skólanum og hefur námsárangur verið til fyrirmyndar. Karl er einnig liðtækur í körfubolta og er leikmaður meistaraflokks Fjölnis og U18 landsliðsins.

Tómas Pálmar Tómasson

Tómas er nemandi við Verzlunarskóla Íslands og hefur námsárangur verið framúrskarandi. Tómas er einnig einn af efnilegustu karatemönnum landsins og hefur unnið til fjölda verðlauna á alþjóðavettvangi.

Styrkir til iðn- og verknáms - 400.000 kr. hver

Aníta Þula Cummings Benediktsdóttir

Aníta stundar nám við Borgarholtsskóla við rennismíði og vélvirkjun. Henni hefur gengið mjög vel í námi og er með yfir 9 í meðaleinkunn. Hún er virk í félagsstörfum og hefur meðal annars tekið þátt í ráðgjafarvinnu við að gera nám aðgengilegra fyrir fólk og ungmenni með sérþarfir af einhverju tagi.

Davíð Phuong Xuan Nguyen

Davíð fær styrk til að stunda nám í margmiðlunarhönnun við Copenhagen School of Design and Technology. Davíð hefur sýnt að hann er góður námsmaður en hann útskrifaðist frá Háskóla Íslands með ágætiseinkunn í hugbúnaðarverkfræði eftir að hafa lokið stúdentsprófi með góðum árangri af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík. Hann keppir í badminton fyrir Badmintonfélag Hafnarfjarðar og var unglingalandsliðsmaður í greininni um tíma.

Halla Sif Svansdóttir

Halla nemur ylrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem henni hefur vegnað ákaflega vel. Halla er með BA-gráðu í heimspeki eftir að hafa orðið stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hún var virk í félagsstarfi og meðal annars forseti nemendafélagsins.

Styrkir til grunnnáms við háskóla - 400.000 kr. hver

Hallþór Jökull Hákonarson

Hallþór er nemandi við Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem hann er í BS-námi í skógrækt. Hallþóri hefur gengið vel í námi og hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum. Má til dæmis nefna að hann hefur verið varaformaður Ungviðar, ungliðahreyfingu Skógræktarfélags Íslands. Hallþór hefur landvarðarréttindi frá Umhverfisstofnun og er reyndur leiðsögumaður.

Iveta Chavdarova Ivanova

Iveta er nemandi í gagnvirkri hönnun við Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur lokið fyrsta ári af þremur. Hún hefur sýnt að hún er afburða námskona en hún útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík með ágætiseinkunn og var semidúx málabrautar. Iveta er einnig afrekskona í íþróttum en hún hefur æft og keppt í karate í mörg ár og æfir nú karate undir handleiðslu landsliðsþjálfara Dana.

Máni Þór Magnason

Máni er nemandi við Háskóla Íslands þar sem hann leggur stund á nám í matvælafræði. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands þar sem honum gekk vel í námi og var um leið mjög virkur í félagsstörfum. Á næsta ár mun Máni fara til Hollands og vera skiptinemi við Wageningen University.

Styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi – 500.000 kr. hver

Bergþór Traustason

Bergþór útskrifaðist úr verkfræðilegri eðlisfræði árið 2018 með ágætiseinkunn. Ári seinna útskrifaðist hann með láði með meistaragráðu úr líftækni frá Cambridgeháskóla. Á námsferli sínum hefur Bergþór verið tilnefndur til og unnið til fjölda verðlauna. Hann var meðal annars valinn sem einn af „100 leiðtogum morgundagsins“ (e. 100 leaders of tomorrow) á alþjóðlegu sviði líftækninnar. Bergþór er doktorsnemi í þverfaglegum lífvísindum við Oxfordháskóla. Áherslur hans og áhugasvið liggja helst í notkun líftækni til að þróa og framleiða fjölbreyttar vörur og lífsnauðsynleg aðföng á skilvirkan og umhverfisvænan hátt.

Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir

Elísabet lauk námi í hjúkrunarfærði frá Háskóla Íslands árið 2017 með góðum árangri. Meðfram námi var hún mjög virk í félagsstörfum. Gegndi hún meðal annars formennsku í Stúdentaráði Háskóla Íslands og kom að stofnun geðfræðslufélagsins Hugrúnu. Að námi loknu tók Elísabet við starfi hjá Rauða krossinum þar sem hún hefur komið að uppbygginu og verið ötul talskona skaðaminnkunarverkefnisins Frú Ragnheiður og barist fyrir auknum réttindum heimilslausra.

Framundan hjá Elísabetu er meistaranám við University of British Columbia í Vancouver, í námi er kallast Master of Health Leadership and Policy.

Inga Guðrún Eiríksdóttir

Inga Guðrún útskrifaðist með ágætiseinkunn af eðlisfræðibraut 1 frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2017 og lauk svo BSc-prófi frá Háskóla Íslands vorið 2020 – aftur með ágætiseinkunn. Samhliða námi hefur Inga stundað fjölbreyttar íþróttir en einnig spilar hún á hljóðfæri og hefur lokið 6. stigi í klarinettleik. Inga er á leiðinni til Kaliforníu þar sem hún hefur hlotið inngöngu í doktorsnám við University of California, Santa Barbara (UCSB), þar sem hún mun leggja stund á tölfræði og líkindafræði.

Styrkir til listnáms – 500.000 kr. hver

Harpa Ósk Björnsdóttir

Harpa Ósk útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík með fullt hús stiga árið 2018. Hún var einn af sigurvegurum keppninnar Ungir einleikarar 2019 og sama ár bar hún einnig sigur úr býtum í söngkepninni Vox Domini og hlaut nafnbótina „rödd ársins“ í sömu keppni. Harpa hefur einnig lokið BSc-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands og verið virk í félagsstörfum. Harpa er nú í söngnámi við Hochschule für Musik und Theater „Felix Mendelssohn Bartholdy“ í Leipzig í Þýskalandi.

Kristín Helga Ríkharðsdóttir

Kristín Helga lauk BA-gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2016. Hún hefur verið virk í sýningarhaldi bæði á Íslandi og erlendis og unnið með ýmiskonar miðla til dæmis myndbönd, skúlptúra og ljósmyndir. Myndbandsverk hennar hafa hlotið verðlaun á kvikmyndahátíðum sem og tónlistarmyndbönd hennar. Kristín Helga hefur verið virk í félagsstarfi myndlistarmanna, meðal annars með setu í varastjórn Nýlistasafnsins og svo er hún hluti af Kling og Bang listahópnum. Hún stundar nú MFA-nám við myndlistardeild New York University Steinhardt.

Valdís Steinarsdóttir

Valdís útskrifaðist með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2017. Hún hefur nú þegar töluvert látið að sér kveða sem hönnuður en í hönnun sinni hefur Valdís lagt áherslu á efnarannsóknir með það að markmiði að finna vistvænar lausnir á vandamálum samtímans, vekja fólk til umhugsunar og stuðla að jákvæðum samfélagslegum breytingum. Valdís hefur hlotið fjölda viðurkenninga, meðal annars Nordic Designer of the Year hjá Formex Nova árið 2020 og hún var tilnefnd til Emerging Designer of the Year hjá Dezeen Awards sama ár. Framundan hjá Valdísi er meistaranám í Social Design við Design Academy Eindhoven í Hollandi.

Fagfólk í dómnefnd 

Landsbankinn leggur áherslu á að fagfólk utan bankans sitji í dómnefndum vegna styrkja úr Samfélagssjóði. Í dómnefnd námsstyrkja í ár sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, formaður dómnefndarinnar og prófessor við Háskóla Íslands, Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans, Guðrún Norðfjörð, markaðsstjóri Forlagsins og Jakobína H. Árnadóttir, mannauðsstjóri Hrafnistu.

Myndir frá afhendingu styrkjanna

Á myndinni hér að ofan má sjá styrkþega eða fulltrúa þeirra sem tóku við styrkjunum ásamt Runólfi Smára Steinþórssyni, formanni dómnefndar og Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti
22. sept. 2023
Síðasti dagurinn í Austurstræti
Í dag er síðasti dagurinn sem dyr útibús Landsbankans við Austurstræti 11 standa opnar og lokar húsið klukkan 16.00.
Grænland
21. sept. 2023
Fyrirtækjaráðgjöf bankans umsjónaraðili við flutning Amaroq á aðalmarkað
Amaroq Minerals, með auðkennið „AMRQ“, hefur nú verið skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Auk skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland eru hlutabréf Amaroq skráð á markað í Kanada (TSX-V) og London (AIM). Samhliða flutningnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hefur félagið verið afskráð af First North Iceland. Amaroq Minerals er fyrsta skráða félag sinnar tegundar á Íslandi. Félagið leggur megináherslu á leit að gulli og öðrum verðmætum málmum og hefur víðtækar rannsóknar- og vinnsluheimildir á Grænlandi, þar sem finna má gull, kopar, nikkel og aðra málma sem eru nauðsynlegir fyrir orkuskipti framtíðarinnar. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með skráningarferlinu og óskum við starfsfólki og hluthöfum Amaroq til hamingju með skráninguna.
Reykjastræti
21. sept. 2023
Afgreiðsla danskra peningaseðla
Viðskiptavinir geta nálgast danska peningaseðla í útibúum og hraðbönkum Landsbankans um allt land. Við viljum benda viðskiptavinum á að við höfum nú hætt móttöku á 1.000 kr. og 500 kr. dönskum peningaseðlum, sem og móttöku á öllum færeyskum peningaseðlum. Engar breytingar eru á viðskiptum með 200 kr., 100 kr. og 50 kr. danska peningaseðla. Viðskipti með reiðufé fylgja kröfum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Með hertum reglum í Danmörku hefur móttaka reiðufjár frá erlendum bönkum verið takmörkuð og því getur bankinn ekki lengur átt viðskipti með 500 kr. og 1000 kr. danska peningaseðla.
Tölva á vinnuborði
14. sept. 2023
Uppfærsla á RSA-appinu - nýtt tákn og heiti
Við vekjum athygli á að RSA SecurID appið sem notað er fyrir öruggar innskráningar og greiðslur í netbanka fyrirtækja er að breytast.
Reykjastræti
13. sept. 2023
Opnum útibúið í Reykjastræti
Við opnum í dag útibú í nýja húsnæðinu okkar í Reykjastræti 6. Þar er hægt að fá þjónustu hjá gjaldkera frá kl. 10-16 og hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Sunna Ósk Friðbertsdóttir
12. sept. 2023
Sunna Ósk Friðbertsdóttir nýr regluvörður bankans
Sunna Ósk Friðbertsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Landsbankans og hefur hún tekið til starfa. Sunna lauk BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og ML-gráðu frá sama skóla árið 2010. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Sunna hóf störf sem lögfræðingur hjá Landsbankanum árið 2010 og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum, bæði varðandi innleiðingu löggjafar og daglega starfsemi bankans. Hún hefur starfað við regluvörslu hjá bankanum frá árinu 2017 og var staðgengill regluvarðar frá árinu 2022. Regluvarsla hefur umsjón og eftirlit með því að Landsbankinn starfi í samræmi við innra og ytra regluverk og sinnir fræðslu og ráðgjöf um kröfur laga og reglna sem hafa áhrif á starfsemi bankans.
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur