Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn mæl­ir kol­efn­is­los­un lána­safns­ins fyrst­ur banka

Landsbankinn hefur fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja mælt kolefnislosun frá lánasafni sínu. Þetta markar tímamót þar sem ein helsta áskorun banka í loftslagsmálum hefur verið að mæla umhverfisáhrif frá verkefnum sem þeir lána til eða fjárfesta í.
11. júní 2021

Þannig vinnum við markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Parísarsamkomulaginu í gegnum okkar kjarnastarfsemi.

Við höfum nú áætlað losun vegna útlána til fyrirtækja, íbúðalána og bílalána með aðferðafræði alþjóðlega PCAF-loftslagsmælisins. Upplýsingarnar verða birtar opinberlega og uppfærðar árlega í sjálfbærniskýrslu okkar.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Þetta er risastórt skref í sjálfbærnivinnu okkar. Bankar, líkt og önnur fyrirtæki, þurfa að leggja sitt af mörkum til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Stóru tækifærin til að draga úr kolefnislosun liggja ekki í beinum rekstri okkar, heldur í loftslagsáhrifum tengdri fjármálaþjónustunni sjálfri. Með því að þekkja þessi óbeinu áhrif og búa yfir þessum upplýsingum í fyrsta sinn, getum við betur áttað okkur á því hvar losunin liggur. Ég er mjög stolt af því að Landsbankinn skuli vera í hópi alþjóðlegra banka og sérfræðinga að þróa þessa mikilvægu aðferðarfræði. Við eru í stöðugri framþróun og markmið okkar með þessari vinnu er að auka skilning okkar á áhrifum bankans í gegnum lánveitingar eða fjárfestingar, geta fylgst með breytingum yfir tíma og miðlað þeim upplýsingum. Það er Landsbanki nýrra tíma.“

PCAF, fyrsti loftslagsmælirinn fyrir banka

Landsbankinn hóf þátttöku í alþjóðlega verkefninu Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF) árið 2019 og hefur frá upphafi unnið að þróun aðferðafræði PCAF-loftslagsmælisins, sem hleypt var af stokkunum í nóvember 2020. PCAF- loftslagsmælirinn, sem byggir á grunni GHG Protocol, gerir nú fjármálafyrirtækjum um allan heim kleift að mæla þessi óbeinu umhverfisáhrif á samræmdan og vísindalegan hátt.

Kolefnislosun í lánasafni (PCAF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.
Yayland
4. júní 2025
YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag – Yayland
Fjártæknifyrirtækið YAY og Landsbankinn hafa stofnað nýtt félag, Yayland ehf., sem mun sérhæfa sig í þróun, sölu, útgáfu og rekstri á stafrænum og hefðbundnum inneignarkortum, gjafabréfum og vildarkortum. Yayland mun taka yfir alla gjafakortastarfsemi YAY á Íslandi og jafnframt alla útgáfu og rekstur á inneignarkortum Landsbankans.
Námsstyrkir 2025
3. júní 2025
8 milljónum úthlutað í námsstyrki
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán hæfileikaríkra námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 28. maí. Námsstyrkirnir voru veittir í þrítugasta og sjötta sinn og heildarupphæð styrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 450 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2025
26. maí 2025
Holtaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti 2025
Holtaskóli er sigurvegari Skólahreysti 2025 og ber því titillinn Skólahreystimeistari með rentu! Úrslitin réðust í æsispennandi lokakeppni tólf grunnskóla fyrir troðfullum sal í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ, laugardagskvöldið 24. maí.
Landsbankinn
23. maí 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 3. júní 2025.
Nasdaq bjalla
16. maí 2025
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans ráðgjafi ríkisins í vel heppnuðu Íslandsbankaútboði
Áhugi fjárfesta reyndist mjög mikill og skilaði sér í heildareftirspurn upp á um 190 milljarða króna. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá mikinn áhuga og þátttöku almennings. Í útboðinu voru seldir 850.000.007 hlutir á genginu 106,56 krónur á hlut, sem samsvarar heildarvirði upp á 90,6 milljarða króna. Þetta er stærsta hlutafjárútboð sem haldið hefur verið á Íslandi.