Fréttir

Lands­bank­inn mæl­ir kol­efn­is­los­un lána­safns­ins fyrst­ur banka

Landsbankinn hefur fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja mælt kolefnislosun frá lánasafni sínu. Þetta markar tímamót þar sem ein helsta áskorun banka í loftslagsmálum hefur verið að mæla umhverfisáhrif frá verkefnum sem þeir lána til eða fjárfesta í.
11. júní 2021

Þannig vinnum við markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Parísarsamkomulaginu í gegnum okkar kjarnastarfsemi.

Við höfum nú áætlað losun vegna útlána til fyrirtækja, íbúðalána og bílalána með aðferðafræði alþjóðlega PCAF-loftslagsmælisins. Upplýsingarnar verða birtar opinberlega og uppfærðar árlega í sjálfbærniskýrslu okkar.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Þetta er risastórt skref í sjálfbærnivinnu okkar. Bankar, líkt og önnur fyrirtæki, þurfa að leggja sitt af mörkum til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Stóru tækifærin til að draga úr kolefnislosun liggja ekki í beinum rekstri okkar, heldur í loftslagsáhrifum tengdri fjármálaþjónustunni sjálfri. Með því að þekkja þessi óbeinu áhrif og búa yfir þessum upplýsingum í fyrsta sinn, getum við betur áttað okkur á því hvar losunin liggur. Ég er mjög stolt af því að Landsbankinn skuli vera í hópi alþjóðlegra banka og sérfræðinga að þróa þessa mikilvægu aðferðarfræði. Við eru í stöðugri framþróun og markmið okkar með þessari vinnu er að auka skilning okkar á áhrifum bankans í gegnum lánveitingar eða fjárfestingar, geta fylgst með breytingum yfir tíma og miðlað þeim upplýsingum. Það er Landsbanki nýrra tíma.“

PCAF, fyrsti loftslagsmælirinn fyrir banka

Landsbankinn hóf þátttöku í alþjóðlega verkefninu Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF) árið 2019 og hefur frá upphafi unnið að þróun aðferðafræði PCAF-loftslagsmælisins, sem hleypt var af stokkunum í nóvember 2020. PCAF- loftslagsmælirinn, sem byggir á grunni GHG Protocol, gerir nú fjármálafyrirtækjum um allan heim kleift að mæla þessi óbeinu umhverfisáhrif á samræmdan og vísindalegan hátt.

Kolefnislosun í lánasafni (PCAF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur