Fréttir

Lands­bank­inn mæl­ir kol­efn­is­los­un lána­safns­ins fyrst­ur banka

Landsbankinn hefur fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja mælt kolefnislosun frá lánasafni sínu. Þetta markar tímamót þar sem ein helsta áskorun banka í loftslagsmálum hefur verið að mæla umhverfisáhrif frá verkefnum sem þeir lána til eða fjárfesta í.
11. júní 2021

Þannig vinnum við markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Parísarsamkomulaginu í gegnum okkar kjarnastarfsemi.

Við höfum nú áætlað losun vegna útlána til fyrirtækja, íbúðalána og bílalána með aðferðafræði alþjóðlega PCAF-loftslagsmælisins. Upplýsingarnar verða birtar opinberlega og uppfærðar árlega í sjálfbærniskýrslu okkar.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Þetta er risastórt skref í sjálfbærnivinnu okkar. Bankar, líkt og önnur fyrirtæki, þurfa að leggja sitt af mörkum til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Stóru tækifærin til að draga úr kolefnislosun liggja ekki í beinum rekstri okkar, heldur í loftslagsáhrifum tengdri fjármálaþjónustunni sjálfri. Með því að þekkja þessi óbeinu áhrif og búa yfir þessum upplýsingum í fyrsta sinn, getum við betur áttað okkur á því hvar losunin liggur. Ég er mjög stolt af því að Landsbankinn skuli vera í hópi alþjóðlegra banka og sérfræðinga að þróa þessa mikilvægu aðferðarfræði. Við eru í stöðugri framþróun og markmið okkar með þessari vinnu er að auka skilning okkar á áhrifum bankans í gegnum lánveitingar eða fjárfestingar, geta fylgst með breytingum yfir tíma og miðlað þeim upplýsingum. Það er Landsbanki nýrra tíma.“

PCAF, fyrsti loftslagsmælirinn fyrir banka

Landsbankinn hóf þátttöku í alþjóðlega verkefninu Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF) árið 2019 og hefur frá upphafi unnið að þróun aðferðafræði PCAF-loftslagsmælisins, sem hleypt var af stokkunum í nóvember 2020. PCAF- loftslagsmælirinn, sem byggir á grunni GHG Protocol, gerir nú fjármálafyrirtækjum um allan heim kleift að mæla þessi óbeinu umhverfisáhrif á samræmdan og vísindalegan hátt.

Kolefnislosun í lánasafni (PCAF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur