Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Heið­ar­skóli vann æsispenn­andi úr­slita­keppni Skóla­hreysti 2021

Heiðarskóli í Reykjanesbæ er sigurvegari Skólahreysti 2021. Úrslitakeppnin fór fram í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 29. maí og var æsispennandi allt til enda. Aðeins hálft stig skildi á milli efstu tveggja skólanna.
1. júní 2021

Heiðarskóli lauk keppni með 64 stig. Laugarlækjarskóli var í öðru sæti með 63,5 stig og Flóaskóli hreppti þriðja sætið með 55,5 stig.

Enn eitt Íslandsmetið var slegið í Skólahreysti þetta árið þegar María Helga Högnadóttir og Þórbergur Ernir Hlynsson úr Laugarlækjarskóla bættu eigið Íslandsmet sem þau settu í undankeppninni um heilar 8 sekúndur með því að fara hraðabrautina á 1 mínútu og 52 sekúndum.

Emma Jónsdóttir úr Heiðarskóla gerði flestar ambeygjur, 45 talsins. Erlín Katla Hansdóttir, Flóaskóla, hékk lengst í hreystigreipinni eða í 7,18 mínútur en hún er núverandi Íslandsmethafi í hreystigreip eftir að hafa hangið 16,57 mínútur í undankeppninni í ár. Heiðar Geir Hallsson, Heiðarskóla, bar sigur úr býtum í dýfum og upphífingum en hann gerði 47  dýfur og 45 upphífingar.

Sigurlið Heiðarskóla skipa Jana Falsdóttir og Kristófer Máni Önundarson (hraðaþraut), Heiðar Geir Hallsson (upphífingar og dýfur) og Emma Jónsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Silfurlið Laugarlækjarskóla skipa þau María Helga Högnadóttir og Þórbergur Ernir Hlynsson (hraðaþraut), Tindur Eliasen (upphífingar og dýfur) og Svanhildur Nielsen Hlynsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Bronslið Flóaskóla skipa Hanna Dóra Höskuldsdóttir og Viðar Hrafn Victorsson (hraðaþraut), Sigurjón Reynisson (upphífingar og dýfur) og Erlín Katla Hansdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Aðrir skólar er kepptu í úrslitum í ár voru Akurskóli, Dalvíkurskóli, Grunnskólinn austan Vatna, Grunnskóli Bolungarvíkur, Grunnskóli Hellu, Heiðarskóli, Holtaskóli, Hraunvallaskóli, Lindaskóli, og Varmahlíðarskóli.

Landsbankinn óskar öllum keppendum í Skólahreysti og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.