Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Heið­ar­skóli vann æsispenn­andi úr­slita­keppni Skóla­hreysti 2021

Heiðarskóli í Reykjanesbæ er sigurvegari Skólahreysti 2021. Úrslitakeppnin fór fram í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 29. maí og var æsispennandi allt til enda. Aðeins hálft stig skildi á milli efstu tveggja skólanna.
1. júní 2021

Heiðarskóli lauk keppni með 64 stig. Laugarlækjarskóli var í öðru sæti með 63,5 stig og Flóaskóli hreppti þriðja sætið með 55,5 stig.

Enn eitt Íslandsmetið var slegið í Skólahreysti þetta árið þegar María Helga Högnadóttir og Þórbergur Ernir Hlynsson úr Laugarlækjarskóla bættu eigið Íslandsmet sem þau settu í undankeppninni um heilar 8 sekúndur með því að fara hraðabrautina á 1 mínútu og 52 sekúndum.

Emma Jónsdóttir úr Heiðarskóla gerði flestar ambeygjur, 45 talsins. Erlín Katla Hansdóttir, Flóaskóla, hékk lengst í hreystigreipinni eða í 7,18 mínútur en hún er núverandi Íslandsmethafi í hreystigreip eftir að hafa hangið 16,57 mínútur í undankeppninni í ár. Heiðar Geir Hallsson, Heiðarskóla, bar sigur úr býtum í dýfum og upphífingum en hann gerði 47  dýfur og 45 upphífingar.

Sigurlið Heiðarskóla skipa Jana Falsdóttir og Kristófer Máni Önundarson (hraðaþraut), Heiðar Geir Hallsson (upphífingar og dýfur) og Emma Jónsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Silfurlið Laugarlækjarskóla skipa þau María Helga Högnadóttir og Þórbergur Ernir Hlynsson (hraðaþraut), Tindur Eliasen (upphífingar og dýfur) og Svanhildur Nielsen Hlynsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Bronslið Flóaskóla skipa Hanna Dóra Höskuldsdóttir og Viðar Hrafn Victorsson (hraðaþraut), Sigurjón Reynisson (upphífingar og dýfur) og Erlín Katla Hansdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Aðrir skólar er kepptu í úrslitum í ár voru Akurskóli, Dalvíkurskóli, Grunnskólinn austan Vatna, Grunnskóli Bolungarvíkur, Grunnskóli Hellu, Heiðarskóli, Holtaskóli, Hraunvallaskóli, Lindaskóli, og Varmahlíðarskóli.

Landsbankinn óskar öllum keppendum í Skólahreysti og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
28. apríl 2025
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í A-
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.