Vöruleit Aukakróna í samstarfi við Já
Þið sem safnið Aukakrónum getið notað þær til að kaupa fjölbreytt úrval af vörum og þjónustu hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
Í samstarfi við vöruleit Já geta Aukakrónukorthafar nú skoðað úrvalið nánar í vöruleit Aukakróna þar sem er að finna yfir 50.000 vörur.
Hægt er að einskorða leitina við vöruflokka og verslanir, leita að ákveðnum vörum eða einfaldlega skoða það sem er í boði. Einnig er hægt að sjá hvaða afslátt þú færð í formi Aukakróna af hverri vöru og hjá hvaða fyrirtækjum.
Við vonum að vöruleitin nýtist Aukakrónukorthöfum vel til að finna bestu leiðina til að nýta Aukakrónurnar sínar.