Fréttir

Hluta­fjárút­boð Síld­ar­vinnsl­unn­ar 10.-12. maí 2021

Síldarvinnslan hf. hefur birt lýsingu í tengslum við almennt hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar sem hefst kl. 10.00, mánudaginn 10. maí 2021, og lýkur kl. 16.00, miðvikudaginn 12. maí 2021.
4. maí 2021 - Landsbankinn

Landsbankinn vekur athygli á að Síldarvinnslan hf. hefur birt lýsingu í tengslum við almennt hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar sem hefst kl. 10.00, mánudaginn 10. maí 2021, og lýkur kl. 16.00, miðvikudaginn 12. maí 2021. Lýsinguna má nálgast á vefsvæði félagsins, svn.is/fjarfestar/.

Landsbankinn er umsjónar- og söluaðili útboðsins og annast töku hlutabréfanna til viðskipta.

Í útboðinu er stefnt að því að selja þegar útgefna hluti í Síldarvinnslunni sem samsvara 26,3% af hlutafé félagsins. Gefi eftirspurn tilefni til kemur til greina að fjölga hlutum sem boðnir verða til sölu um allt að 3% og verður salan í útboðinu þá sem samsvarar 29,3% af hlutum í félaginu.

Fjárfestar geta valið á milli tilboðsbókar A og tilboðbókar B.

Í tilboðsbók A verða boðnir til sölu 90.909.091 hlutir. Fjárfestar gera tilboð innan verðbils 55-58 kr./hlut. Lágmarksfjárhæð áskriftar er 100.000 kr. og hámarksáskrift er 20.000.000 kr.

Í tilboðsbók B verða boðnir 356.717.789 hlutir. Lágmarksáskrift er yfir 20.000.000 kr. Ekkert hámarksverð áskrifta er tilgreint af hálfu seljenda en fjárfestar leggja fram áskriftir á verði sem er jafnt eða hærra en lágmarksverð, 55 kr./hlut.

Upplýsingar og áskrift á vefnum

Áskriftum skal skilað í gegnum sérstakan áskriftarvef sem er aðgengilegur á vef Landsbankans. Þar eru einnig ítarlegar upplýsingar um útboðið.

Þátttaka í útboðinu er heimil öllum þeim einstaklingum og lögaðilum sem hafa bæði íslenska kennitölu og eru fjárráða. Markmið með útboðinu er m.a. að Síldarvinnslan uppfylli skráningarskilyrði á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland m.t.t. dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa. Áætlaður fyrsti viðskiptadagur er 27. maí 2021.

Áður en fjárfestar taka ákvörðun um fjárfestingu í hlutum í Síldarvinnslunni eru þeir hvattir til þess að kynna sér vel allar upplýsingar í lýsingu sem félagið birti 3. maí 2021 í tengslum við hlutafjárútboðið, þ. á m. skilmála útboðsins og umfjöllun um áhættu sem kemur fram í lýsingunni.

Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Netöryggi
23. feb. 2024
Vörum við þjófum við hraðbanka
Við vörum við þjófum sem stela kortum frá fólki sem er að taka út peninga í hraðbanka og ítrekum mikilvægi þess að enginn sjái þegar PIN er slegið inn.
Grindavík
22. feb. 2024
Grindvíkingar halda óbreyttum vaxtakjörum við kaup á nýrri íbúð
Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign.
Krossmói
22. feb. 2024
Zebranie dotyczące finansów: Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn oraz Związek Zawodowy Marynarzy i Rybaków w Keflavíku i okolicach (VSFK) zapraszają na zebranie informacyjne w języku polskim na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur