Fréttir

Besti banki á Ís­landi að mati The Ban­ker

Alþjóðlega fjármálatímaritið The Banker hefur valið Landsbankann sem besta banka á Íslandi árið 2020. Áður hafði fjármálatímaritið Euromoney einnig útnefnt Landsbankann sem besta banka á Íslandi 2020, annað árið í röð.
9. febrúar 2021 - Landsbankinn

Í umsögn dómnefndar The Banker segir að íslenskur bankamarkaður einkennist af mikilli nýsköpun og sterkri þjónustuhefð. Landsbankinn hafi staðið sig vel á báðum þessum vígstöðvum og þar að auki hafi rekstrarniðurstaða bankans verið tiltölulega sterk.

The Banker segir að töluverðan hluta af velgengni bankans megi rekja til sterkrar stöðu á íbúðalánamarkaði. Bankinn hafi boðið hagstæð kjör og aukinn stuðning við fyrstu kaupendur sem hafi skilað sér í umtalsverðum útlánavexti. Þegar eftirspurnin jókst hafi bankinn sýnt góða aðlögunarhæfni og nýtt vel krafta starfsfólks.

Í umsögninni er einnig vikið að stafrænni þróun og þá sér í lagi lausnum og reiknilíkönum þar sem búið er að ákvarða með sjálfvirkum hætti hversu há lán er hægt að veita í sjálfsafgreiðslu og viðskiptavinir geta sjálfir sótt og afgreitt útlán í netbanka eða appi.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Við höfum lagt áherslu á að bjóða hagstæð kjör á lánum og tryggja að lántökuferlið sé bæði einfalt og skilvirkt. Þetta hefur leitt til þess að mun fleiri kjósa að taka íbúðalán hjá okkur og fjöldi nýrra viðskiptavina hefur bæst í hópinn. Þá hefur áhersla á stafræna framþróun og tæknilega uppbyggingu gert okkur kleift að kynna fjölda nýrra stafrænna lausna og er óhætt að segja að á undanförnum árum hafi orðið umbylting á þjónustu bankans, bæði við einstaklinga og fyrirtæki. Viðurkenning The Banker er ánægjuleg viðurkenning á árangri bankans. Við ætlum að halda áfram að bjóða framúrskarandi stafrænar lausnir með mannlegri nálgun. Þannig einföldum við fólki lífið.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur