Fréttir

Besti banki á Ís­landi að mati The Ban­ker

Alþjóðlega fjármálatímaritið The Banker hefur valið Landsbankann sem besta banka á Íslandi árið 2020. Áður hafði fjármálatímaritið Euromoney einnig útnefnt Landsbankann sem besta banka á Íslandi 2020, annað árið í röð.
9. febrúar 2021 - Landsbankinn

Í umsögn dómnefndar The Banker segir að íslenskur bankamarkaður einkennist af mikilli nýsköpun og sterkri þjónustuhefð. Landsbankinn hafi staðið sig vel á báðum þessum vígstöðvum og þar að auki hafi rekstrarniðurstaða bankans verið tiltölulega sterk.

The Banker segir að töluverðan hluta af velgengni bankans megi rekja til sterkrar stöðu á íbúðalánamarkaði. Bankinn hafi boðið hagstæð kjör og aukinn stuðning við fyrstu kaupendur sem hafi skilað sér í umtalsverðum útlánavexti. Þegar eftirspurnin jókst hafi bankinn sýnt góða aðlögunarhæfni og nýtt vel krafta starfsfólks.

Í umsögninni er einnig vikið að stafrænni þróun og þá sér í lagi lausnum og reiknilíkönum þar sem búið er að ákvarða með sjálfvirkum hætti hversu há lán er hægt að veita í sjálfsafgreiðslu og viðskiptavinir geta sjálfir sótt og afgreitt útlán í netbanka eða appi.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Við höfum lagt áherslu á að bjóða hagstæð kjör á lánum og tryggja að lántökuferlið sé bæði einfalt og skilvirkt. Þetta hefur leitt til þess að mun fleiri kjósa að taka íbúðalán hjá okkur og fjöldi nýrra viðskiptavina hefur bæst í hópinn. Þá hefur áhersla á stafræna framþróun og tæknilega uppbyggingu gert okkur kleift að kynna fjölda nýrra stafrænna lausna og er óhætt að segja að á undanförnum árum hafi orðið umbylting á þjónustu bankans, bæði við einstaklinga og fyrirtæki. Viðurkenning The Banker er ánægjuleg viðurkenning á árangri bankans. Við ætlum að halda áfram að bjóða framúrskarandi stafrænar lausnir með mannlegri nálgun. Þannig einföldum við fólki lífið.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Netöryggi
23. feb. 2024
Vörum við þjófum við hraðbanka
Við vörum við þjófum sem stela kortum frá fólki sem er að taka út peninga í hraðbanka og ítrekum mikilvægi þess að enginn sjái þegar PIN er slegið inn.
Grindavík
22. feb. 2024
Grindvíkingar halda óbreyttum vaxtakjörum við kaup á nýrri íbúð
Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign.
Krossmói
22. feb. 2024
Zebranie dotyczące finansów: Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn oraz Związek Zawodowy Marynarzy i Rybaków w Keflavíku i okolicach (VSFK) zapraszają na zebranie informacyjne w języku polskim na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur