Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Besti banki á Ís­landi að mati The Ban­ker

Alþjóðlega fjármálatímaritið The Banker hefur valið Landsbankann sem besta banka á Íslandi árið 2020. Áður hafði fjármálatímaritið Euromoney einnig útnefnt Landsbankann sem besta banka á Íslandi 2020, annað árið í röð.
9. febrúar 2021 - Landsbankinn

Í umsögn dómnefndar The Banker segir að íslenskur bankamarkaður einkennist af mikilli nýsköpun og sterkri þjónustuhefð. Landsbankinn hafi staðið sig vel á báðum þessum vígstöðvum og þar að auki hafi rekstrarniðurstaða bankans verið tiltölulega sterk.

The Banker segir að töluverðan hluta af velgengni bankans megi rekja til sterkrar stöðu á íbúðalánamarkaði. Bankinn hafi boðið hagstæð kjör og aukinn stuðning við fyrstu kaupendur sem hafi skilað sér í umtalsverðum útlánavexti. Þegar eftirspurnin jókst hafi bankinn sýnt góða aðlögunarhæfni og nýtt vel krafta starfsfólks.

Í umsögninni er einnig vikið að stafrænni þróun og þá sér í lagi lausnum og reiknilíkönum þar sem búið er að ákvarða með sjálfvirkum hætti hversu há lán er hægt að veita í sjálfsafgreiðslu og viðskiptavinir geta sjálfir sótt og afgreitt útlán í netbanka eða appi.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Við höfum lagt áherslu á að bjóða hagstæð kjör á lánum og tryggja að lántökuferlið sé bæði einfalt og skilvirkt. Þetta hefur leitt til þess að mun fleiri kjósa að taka íbúðalán hjá okkur og fjöldi nýrra viðskiptavina hefur bæst í hópinn. Þá hefur áhersla á stafræna framþróun og tæknilega uppbyggingu gert okkur kleift að kynna fjölda nýrra stafrænna lausna og er óhætt að segja að á undanförnum árum hafi orðið umbylting á þjónustu bankans, bæði við einstaklinga og fyrirtæki. Viðurkenning The Banker er ánægjuleg viðurkenning á árangri bankans. Við ætlum að halda áfram að bjóða framúrskarandi stafrænar lausnir með mannlegri nálgun. Þannig einföldum við fólki lífið.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.  
Reykjastræti
22. okt. 2025
Útibúin verða lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls
Vegna kvennaverkfallsins verða útibú Landsbankans lokuð föstudaginn 24. október. Einnig má búast við skertri þjónustu í Þjónustuveri bankans.
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.