Fréttir

Besti banki á Ís­landi að mati The Ban­ker

Alþjóðlega fjármálatímaritið The Banker hefur valið Landsbankann sem besta banka á Íslandi árið 2020. Áður hafði fjármálatímaritið Euromoney einnig útnefnt Landsbankann sem besta banka á Íslandi 2020, annað árið í röð.
9. febrúar 2021 - Landsbankinn

Í umsögn dómnefndar The Banker segir að íslenskur bankamarkaður einkennist af mikilli nýsköpun og sterkri þjónustuhefð. Landsbankinn hafi staðið sig vel á báðum þessum vígstöðvum og þar að auki hafi rekstrarniðurstaða bankans verið tiltölulega sterk.

The Banker segir að töluverðan hluta af velgengni bankans megi rekja til sterkrar stöðu á íbúðalánamarkaði. Bankinn hafi boðið hagstæð kjör og aukinn stuðning við fyrstu kaupendur sem hafi skilað sér í umtalsverðum útlánavexti. Þegar eftirspurnin jókst hafi bankinn sýnt góða aðlögunarhæfni og nýtt vel krafta starfsfólks.

Í umsögninni er einnig vikið að stafrænni þróun og þá sér í lagi lausnum og reiknilíkönum þar sem búið er að ákvarða með sjálfvirkum hætti hversu há lán er hægt að veita í sjálfsafgreiðslu og viðskiptavinir geta sjálfir sótt og afgreitt útlán í netbanka eða appi.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Við höfum lagt áherslu á að bjóða hagstæð kjör á lánum og tryggja að lántökuferlið sé bæði einfalt og skilvirkt. Þetta hefur leitt til þess að mun fleiri kjósa að taka íbúðalán hjá okkur og fjöldi nýrra viðskiptavina hefur bæst í hópinn. Þá hefur áhersla á stafræna framþróun og tæknilega uppbyggingu gert okkur kleift að kynna fjölda nýrra stafrænna lausna og er óhætt að segja að á undanförnum árum hafi orðið umbylting á þjónustu bankans, bæði við einstaklinga og fyrirtæki. Viðurkenning The Banker er ánægjuleg viðurkenning á árangri bankans. Við ætlum að halda áfram að bjóða framúrskarandi stafrænar lausnir með mannlegri nálgun. Þannig einföldum við fólki lífið.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Menningarnótt
24. ágúst 2023
Takk fyrir komuna á Menningarnótt!
Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans og í útibú bankans við Austurstræti á laugardaginn í tilefni Menningarnætur. 
23. ágúst 2023
Opnunartími styttist í sjö útibúum en þjónustutími óbreyttur
Þann 13. september styttist opnunartími í sjö útibúum bankans um þrjár klukkustundir og verður þar framvegis opið frá kl. 12-15. Þó almennur opnunartími styttist verður áfram hægt að panta tíma í þessum útibúum frá kl. 10-16 og fjarfund til kl. 18 þannig að þjónustutími skerðist ekki. Á öllum þessum stöðum eru hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn.
Eystra horn
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023.
Dansarar
17. ágúst 2023
22 spennandi verkefni fengu styrk úr Menningarnæturpottinum
Í ár fengu 22 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar en öll eru verkefnin til þess fallin að gleðja þátttakendur Menningarnætur 2023.
Myndlistarsýning í Austurstræti 11
17. ágúst 2023
Hringrás – myndlistarsýning í Austurstræti 11 opnar á Menningarnótt
Í tilefni af Menningarnótt verður opnuð ný sýning á listaverkum úr safni Landsbankans í útibúi bankans við Austurstræti 11. Sýningin nefnist Hringrás og er sýningarstjóri Daría Sól Andrews.
Menningarnótt
15. ágúst 2023
Fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt í Reykjastræti og Austurstræti
Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum Menningarnætur og við tökum sem fyrr virkan þátt í hátíðarhöldunum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur